Svipmyndir eftir daginn

Mikið líf og fjör var í bænum í dag, tónlist nánast á hverju götuhorni og listasýningar í öllum sölum.   (meira…)

Svipmyndir af listasýningum á Goslokum

Fjöldinn allur af listasýningum er á dagskrá yfir goslokahelgina og ættu jafnvel þeir sem engan áhuga hafa á myndlist að finna eitthvað við sitt hæfi á veggjum sýninganna. (meira…)

Landslög Lóu Hrundar

Myndlistarsýning Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur opnaði í dag í Cracious kró, opnaði í dag og er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17. Lóa er lærður myndlistarkennari og listmeðferðarfræðingur. Hugarástand hefur alltaf áhrif á vinnuna og er ferlið oftast mikilvægara heldur en útkoman. Á sýningunni sem heitir Landslög eru akrýlverk frá 2021-2022. Unnið er abstrakt með landslagið […]

Erna Ingólfs með vængjaslátt vonar

Myndlistarsýning Ernu opnaði kl. 13 í dag á Hótel Vestmannaeyjar, en verður opin alla helgina. Sýningin heitir Vængjasláttur vonar og fólk getur fundið ákveðin tákn (fleiri en eitt) í mynd á sýningunni sem ber sama heiti, til að skilja hvað felst í þessu nafni. Smá spenna. Allar myndirnar eru unnar í akríl, en ég nota […]

Uppselt þrátt fyrir 100 aukamiða

Svo virðist sem vinsælasti viðburður í dagskrá goslokahátíðar í dag séu stórtónleikar Bjartmars Guðlaugssonar í Höllinni, en þeir hófust nú kl. 21:00 Skv. heimildum Eyjafrétta varð uppselt á tónleikana, jafnvel eftir að 100 aukamiðum var bætt í sölu. Reikna má með að um 800 manns séu nú í Höllinni að hlýða á Bjartmar og félaga […]

LMV sýnir í Hvíta húsinu og á Stakkó 

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja sem valið var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 mun halda tvær sýningar um goslokahelgina. Önnur sýningin verður í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sýningin ber yfirskriftina Í allar áttir, en hin sýningin verður útilistasýning á austanverðu Stakkagerðistúni beint á móti Akóges og ber hún yfirskriftina Listamannsins draumur. Þar munu 20 félagar sýna verk […]

Svipmyndir af Stakkó

Líf og fjör er í bænum í dag, enda ótalfjöldi menningar- og listviðburða á dagskránni. Metnaðarfull dagskrá sem skipuleggjendur geta verið stoltir af. Hér eru nokkrar myndir af lífinu og stemmingunni sem fór fram í góða verðinu á Stakkó fyrr í dag. Myndirnar eru úr einkasafni.  (meira…)

Rokkar feitt á Prófastinum 

Það verða alvöru rokktónleikar á gamla góða Prófastinum á föstudagskvöldið á Goslokum í ár. Hljómsveitirnar sem troða upp eru:  MOLDA  Eyjaband sem var stofnað 2020 og spilar hart melodískt rokk með íslenskum texta. Meðlimir MOLDA eru: Albert, Helgi, Þórir og Símon  Foreign Monkeys  Foreign Monkeys þarf varla að kynna en þeir vinna nú að nýrri […]

Bjartmar – Annar í afmæli í Höllinni 

Þeir voru frábærir tónleikarnir sem Eyjamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hélt í Háskólabíói með Bergrisunum 18. júní. Tilefnið var 70 ára afmæli Bjartmar og einnig fagnaði hann 44 ára höfundarferli sem hefur skilað mörgu sem er með því besta sem við eigum lögum og textum. Nú gefst Eyjamönnum tækifæri á að heyra og sjá kappann í Höllinni […]

Ási kynnir bókina í Gini gígsins

Á laugardaginn  kl. 14.00 á Bryggjunni í Sagnheimum kynnir Ásmundur Friðriksson  og áritar bók sína Strand í gini gígsins. Les hann aupp úr bókinni og býður upp á tónlist.  „Að mínum hætti verður stemning og gleði í Safnahúsinu. Ég mun heiðra þá Eyjamenn sem enn eru á lífi og fóru fræga svaðilför í Surtsey laugardaginn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.