Ási kynnir bókina í Gini gígsins

Á laugardaginn  kl. 14.00 á Bryggjunni í Sagnheimum kynnir Ásmundur Friðriksson  og áritar bók sína Strand í gini gígsins. Les hann aupp úr bókinni og býður upp á tónlist.  „Að mínum hætti verður stemning og gleði í Safnahúsinu. Ég mun heiðra þá Eyjamenn sem enn eru á lífi og fóru fræga svaðilför í Surtsey laugardaginn […]

Myndir, músík og mósaík – Listahátíð á 180 mínútum

Laugardaginn annan júlí á Goslokahátíð  frá klukkan 14:00 til 17:00 verða listahjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir með listahátíð Í garðinum heima í Hjarðarholti að Vestmannabraut 69.   Þau sýna myndlistarverk og með þeim eru Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Verða þau með sýningu á verkum sínum í tjaldinu.   En tónlistarmennirnir  Helgi Hermannsson og Magnús R […]

Dagskrá dagsins – Barnaskemmtun í boði Ísfélagsins

Eftir glæsilega byrjun í gær heldur dagskrá Goslokahátíð og eru ekki færri en 20 viðburðir í boði í dag. Eitthvað er í boði fyrir alla og fyrir unga fólkið má benda á að klukkan 15:30 er barnaskemmtun á Stakkagerðistúni í boði Ísfélags Vestmanna­eyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlla­dúllunnar, Latibær og BMX brós.   Föstudagur 1. […]

Tabúin hennar Aldísar í tónlistarskólanum

Eyjakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir mætir á Goslok með sýningu sína, Tabú sem verður í Tónlistarskólanum og er aldurstakmarkið átján ár. Það var fyrr á þessu ári sem Aldís var með sýningu með þessu nafni sem vakti mikla athygli. Viðfangsefnið konan á sínum á sínum viðkvæmustu stundum. Ögrandi verk, erótísk og sum gott betur en Aldís […]

Hafðu áhrif á umhverfið

IMG 20201101 121245

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Rótarýklúbb auglýsir eftir tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2022 og efnir til Umhverfisviku. Þú getur tilnefnt: -Snyrtilegasta fyrirtækið -Snyrtilegasta garðinn -Snyrtilegustu eignina -Vel heppnaðar endurbætur -Framtak á sviði umhverfismála Tilnefningar berist á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is. (meira…)

Stærri en Íslendingabók

Oddur og samtarfsfólk hans á ORG ættfræðiþjónustunnar hefur unnið stórvirki á sviði ættfræði. Hefur þeim tekist að tengja saman rétt tæplega níu hundruð þúsund Íslendinga og er gagnagrunnurinn orðinn stærri en Íslendingabók. Og það er ekki komið að tómum kofanum þegar rætt er við Odd sem tekst allur á loft þegar hann byrjar að rekja […]

Hélt að þetta væri plat

„Ég byrjaði að kenna 1969 og í gosinu kenndi ég í Hveragerði. Var ekki bjartsýn á frekara skólahald í Vestmannaeyjum og fór í nám í sérkennslu. Allt fór svo vel hjá okkur en segja má að Heimaeyjargosið hafi  orðið til þess að ég fór í nám um sérkennslu sem varð minn starfsvettvangur upp frá því.“  […]

Hélt að þetta væri plat

„Ég byrjaði að kenna 1969 og í gosinu kenndi ég í Hveragerði. Var ekki bjartsýn á frekara skólahald í Vestmannaeyjum og fór í nám í sérkennslu. Allt fór svo vel hjá okkur en segja má að Heimaeyjargosið hafi  orðið til þess að ég fór í nám um sérkennslu sem varð minn starfsvettvangur upp frá því.“  […]

Nýtt rokklag Molda kemur út í dag

Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja. Þeir leita í smiðju Sigurmundar Gísla Einarssonar og Ólafs Týrs Guðjónssonar með textagerð. Æskulýðsfulltrúinn og ljúfmennið  Gísli Stefánsson sér um alla hljóðblöndun og upptökur. Nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning og kemur lagið á Spotify í dag, 24. júní. Það er […]

ÁtVR fundaði á dögunum

ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu hélt stjórnarfund á dögunum þar sem farið var yfir skemmtanaliði ársins. Átthagafélagið hefur það markmið að halda á lofti menningu og viðhalda venjum sem eiga rætur sínar í Vestmannaeyjum og standa að viðburðum þar sem Vestmannaeyingar koma saman, fjarri heimahögum.   Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar sem kosin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.