Bruggmeistarar BB komu, sáu og sigruðu

Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum. Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum. […]

Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Ingólfur Þórarinsson

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Lundaballið 2022

Lundaball 2022 Allt er þá þrennt er….. Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna verður haldið laugardaginn 1. október næstkomandi og verður það í höndum Brandara þetta árið. Við lofum frábærri skemmtun enda höfum við fengið nægan tíma í undirbúning og gerð skemmtiatriða síðustu tvö ár. Sjáumst hress á Lundaballi Brandarar (meira…)

Karlakórinn út í veður og vind í kvöld

Það verður sungið af lífi og sál í Höllinni í kvöld þar sem Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sem þeir kalla Út í veður og vind. Hefjast þeir klukkan 20.00 og húsið opnar kl. 19.30. Forsala aðgöngumiða fer fram á Tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Það mun örugglega kenna ýmissa grasa […]

Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir – Nýtt fólk á Eyjafréttum

Frá og með deginum í dag tekur nýtt fólk við Eyjafréttum. Ómar Garðarsson verður ritstjóri og Eygló Egilsdóttir blaðamaður. Sindri Ólafsson, hefur látið af störfum sem ritstjóri og snýr til annarra starfa, Margrét Rós Ingólfsdóttir sem hefur haldið utan um reksturinn og ljáð Eyjafréttum lið með skrifum stígur til hliðar. Eðlilega verða breytingar og nýjar […]

Strand í gini gígsins

Ásmundur Friðriksson þingmaður mun verða með dagskrá vegna útgáfu bókar sinnar, Strand í gini gígsins, í Safnahúsinu í Eyjum laugardaginn 2. júlí nk. á Goslokahátiðinni. Hann er að leita eftir upptökum frá Surtseyjareldum. “Ég veit að fólk á í fórum sínum upptökur af gosmyndum frá tímum Surtseyjar. Mig langar að sýna slíkar upptökur í útgáfudagskránni. […]

Harmóníkutónleikar í Landakirkju

Á miðvikudaginn verða norsk-íslenskir harmóníkutónleikar í Landakirkju. Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo […]

Hálft í hvoru á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í Eldheimum

HÁLFT Í HVORU á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í ELDHEIMUM á nk. laugardagskvöld 21. maí kl. 21:00 Hálft í hvoru voru tíðir og vinsælir gestir í Eyjum um aldamótin. Þeir rifjuðu svo upp gamla takta fyrir nokkrum árum og höfðu engu gleymt. Þeir áttu m.a. vinsælt þjóðhátíðarlag og goslokalag. Nú er okkar ástsæli lagasmiður […]

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022

Tilkynnt var um val á Bæjarlistamanni Vestmannaeyja í Eldheimum í dag. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilkynnti valið og afhenti Laufey Konný Guðjónsdóttur fulltrúa félagsins viðurkenninguna. Á athöfninni fluttu Heiðmar Magnússon og Magdalena Jónasdóttir ljóð og skólalúðrasveit Vesmannaeyja spilaði nokkur lög. Fram kom í ræðu Njáls að bæjarráð var einróma í afstöðu sinni um að félagið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.