17. júní á Stakkó

Nokkur fjöldi var samankominn á Stakkó í dag að fagna þjóðhátíðardeginum. Bjart í veðri og hlýtt í skjóli frá Vestmanneyska logninu. Hátíðarræður voru haldna og svo var fimleikafélagið Rán með tvo hópa sem sýndu listir sínar við góðar undirtektir viðstaddra. (meira…)

Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]

Rokkveisla í Höllinni í gærkvöldi

Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd. Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum […]

Byggðin undir hrauni

xr:d:DAFCFl_9Mto:8,j:28318302546,t:22061010

Villi á Burstafelli heldur sína 10. einkasýningu í Einarsstofu alla sjómannahelgina og er frítt inn. Villi segir frá: „Viðfangsefni sýningarinnar er húsin í bænum og aðallega þau sem fóru undir hraun. Það er mikil saga á bakvið hvert hús; miklar tilfinningar; sorg og gleði í bland við allt annað. Ég tel nauðsynlegt að viðhalda minningum […]

Baldur kominn á krana

Sjómannabjórinn í ár, Baldur var formlega kynntur í dag við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Hlynur Vídó hélt stutta ræðu og svo var fyrsta bjórnum dælt á glas. Skv. heimildum Eyjafrétta var húsfyllir á staðnum að þessu tilefni og Karlakór Vestmannaeyja tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. (meira…)

Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Sjómannahelgin í söfnunum

Í Einarsstofu er myndlistasýning Villa á Burstafelli, sýningin ber yfirskriftina: byggðin undir hrauni. Það er opið alla helgina og frítt inn. (meira…)

Um 90 skip til hafnar í sumar

Það verður mikið að gerast í höfninni í Eyjum en von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum í sumar. Að sögn hafnarstjóra hófst siglingatímabilið í byrjun maí og von er á síðasta skipinu þann 20. september, svo sumarið er langt á höfninni í ár. Stærsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju í ár er 62.375 tonn, var […]

Þjóðhátíðarlagið frumflutt

xr:d:DAFCFl_9Mto:6,j:28043622488,t:22060709

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify.  (meira…)

Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.