Veitingar og tónlist í norður-afrískum anda ásamt stuttum erindum um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum.

Safnahelgi í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag. Um leið og minnt er á opnanir á söfnum og sýningum Safnahelgar kynnum við síðasta dagskrárliðinn að þessu sinni. Kl. 12 hefst í Einarsstofu fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum í samstarfi við Sögusetur 1627. Þar kynna 4 fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð nýjar, […]

Þriðji dagur í Safnahelgi – laugardagur.

Safnahelgi í Vestmannaeyjum er nú komin inn á helgina og verður hér rakið það helsta sem í boði er á fyrri deginum, laugardegi. Dagurinn hefst í Gestastofu Sealife Trust að Ægisgötu 2. Þar rúllar á tjaldi allan daginn, kl. 10:00-16:00 ljósmyndasýning Tesni Ward og UK Press Association. Sýningin fjallar um hið einstaka og langa ferðalag […]

“Ljóðræn list að vetri” á 3. hæð Fiskiðjunnar

Í dag klukkan 16:00 opar samsýning 26 félagsmanna úr Lista- og menningarfélaginu sem hafa lagt undir sig 3. hæðina að Ægisgötu 2, á hæðinni fyrir ofan Þekkingarsetrið í Fiskiðjunni. Sýningin ber heitið “Ljóðræn list að vetri”. Sýningin er sölusýning og verður opin til kl. 18:00 og síðan laugardag og sunnudag kl. 13-17. Þau sendu okkur […]

Fab Lab, Ljóðræn list, bátur og bækur á Safnahelgi í dag

Safnahelgi stendur til sunnudags. Safnahelgi hefur síðustu ár sett svip sinn á fyrstu vikuna í nóvember. Erindi, viðburðir og sýningar eru áberandi í þessari menningarveislu. Dagskrá helgarinnar má nálgast hér að neðan. Föstudagur 5. nóv. 16:00-17:00 – Fab Lab – Ægisgötu 2, 3. hæð. Opið hús. Gestum og gangandi boðið að skoða nýja aðstöðu í […]

Fjölbreytt Safnahelgi hefst í dag

Safnahelgi hefst í dag og stendur til sunnudags. Safnahelgi hefur síðustu ár sett svip sinn á fyrstu vikuna í nóvember. Erindi, viðburðir og sýningar eru áberandi í þessari menningarveislu sem hefst með setningu í dag í Stafkirkjunni klukkan 17:00. Dagskrá helgarinnar má nálgast hér að neðan. Fimmtudagur 4. nóv. 13:30-15:30 – Safnahús. Elstu myndir Ljósmyndasafnsins […]

Daníel og Svanur nýir rekstraraðilar

Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?” Daníel hafi […]

Verslunarmannahelgin 2021 á Instagram (myndir)

Þjóðhátíð Dalurinn

Þrátt fyrir að ekki hafi verið haldin hefðbundin Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,annað árið í röð, var víða glatt á Hjalla á Eyjunni. Fjölskyldur og vinir komu saman heima við og í einstaka hústjöldum sem reist höfðu verið í görðum víða um bæinn. Einnig sóttu margir Eyjarnar heim og var því mannlífið iðandi. Á opnum Instagram-reikningum var […]

Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]

Flamenco í Vestmannaeyjum

Flamenco á Íslandi!

Flamenco sýning verður haldin í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum sunnudagskvöldið 11. júlí. Verkefnið Flamenco á Íslandi er að fara fram í þriðja skiptið. Flamenco sýningar verða haldnar víða um land með íslenskum og spænskum listamönnum. Tilefni sýninganna er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljóplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor […]

Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)