16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]

Gullna hlið Vestmannaeyja

Miðbæjarfélagið Heimabær, var stofnað síðla árs 2021 af áhugafólki um miðbæ Vestmannaeyja. Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Eitt af markmiðum félagsins er að skilgreina miðbæinn betur svo gestir og gangandi átti sig betur á því hvar hann er. Þá kviknaði sú hugmynd að setja […]

Peyjar og pæjur á Oasis tónleikum

Hópur Eyjafólks, um 25 manns, er nú samankominn á Englandi til að hlýða á söngvarann Liam Gallagher. Tónleikarnir, sem voru allir hinir glæsilegustu, fór fram á Knebworth Park í gær. Liam Gallager var söngvari hinnar dáðu hljómsveitar Oasis, sem átti sín bestu ár upp úr aldamótum, en hljómsveitin lagði upp laupana árið 2008. Síðustu tónleikar […]

Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]

Bruggmeistarar BB komu, sáu og sigruðu

Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum. Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum. […]

Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Ingólfur Þórarinsson

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Lundaballið 2022

Lundaball 2022 Allt er þá þrennt er….. Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna verður haldið laugardaginn 1. október næstkomandi og verður það í höndum Brandara þetta árið. Við lofum frábærri skemmtun enda höfum við fengið nægan tíma í undirbúning og gerð skemmtiatriða síðustu tvö ár. Sjáumst hress á Lundaballi Brandarar (meira…)

Karlakórinn út í veður og vind í kvöld

Það verður sungið af lífi og sál í Höllinni í kvöld þar sem Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sem þeir kalla Út í veður og vind. Hefjast þeir klukkan 20.00 og húsið opnar kl. 19.30. Forsala aðgöngumiða fer fram á Tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Það mun örugglega kenna ýmissa grasa […]

Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir – Nýtt fólk á Eyjafréttum

Frá og með deginum í dag tekur nýtt fólk við Eyjafréttum. Ómar Garðarsson verður ritstjóri og Eygló Egilsdóttir blaðamaður. Sindri Ólafsson, hefur látið af störfum sem ritstjóri og snýr til annarra starfa, Margrét Rós Ingólfsdóttir sem hefur haldið utan um reksturinn og ljáð Eyjafréttum lið með skrifum stígur til hliðar. Eðlilega verða breytingar og nýjar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.