Fattararnir frá Eyjum eiga inni nokkrar níðstangir

Brandarafélag í Eyjum, sem kenna sig við Ketil Bónda hafa varpað fram fullyrðingum um uppruna MOM air og telja að um sé að ræða brandara af einhverri sort. “Við sem föttuðum uppá þessum brandara” segja þeir í fréttatilkynningu til Eyjafrétta. Þessir miklu fattarar hafa þó ekki fattað að kynna sér sögu MOM air, sem gengur […]

Safnahelgi í skugga Covid

Safnahelgin og síðar Safnavikan hafa verið ljósið okkar í upphafi skammdegisins sem hellist yfir á þessum árstíma. Verið ein allsherjar menningarveisla þar sem ótrúlegur fjöldi listamanna hefur komið við sögu undanfarin 16 ár, venjulegast fyrstu vikuna í nóvember. Þetta ár er skrítið svo vægt sé til orða tekið og horfum við inn í annan veruleika […]

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja verður áfram í Hvíta húsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru lögð voru fram drög að leigusamningi húsfélagsins SHIVE, sem starfrækt er um fasteignina að Strandvegi 50, og Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem framleigir 2. og 3. hæð hússins til Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Haustið 2019 var gerður leigusamningur við Lista- og menningarfélagið til eins árs. Samningur þessi gildir frá 1. […]

Loksins ný útgáfa

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar […]

Öruggur vettvangur okkar allra

Í Landakirkju fer fram ýmis konar starfsemi sem leidd er af frábæru fólki. Margir leita til kirkjunnar og starfsemi hennar og oftar en ekki varðar kirkjan og athafnir hennar lífsgöngu okkar bæði sem einstaklingar og samfélag. Hér á eftir verður aðeins farið yfir þá starfsemi sem fram fer í Landakirkju eða á hennar vegum. Helgihald […]

Samfélag manns og lunda

Í dag föstudaginn 25. september verður Lista og menningarfélags Vestmannaeyja með sýningu sem ber yfirskriftina “samfélag manns og lunda”. Sýningin er þriðja í sýningaröð listahússins sem átti að vera í apríl s.l. en var frestað vegna Covid-19. Verkin sem verða sýnd eru eftir félagsmenn og einnig verða nokkrir gesta listamenn. Það er mikil fjölbreyttni í […]

Eyjakvöld í Höllinni

Blítt og létt hópurinn heldur Eyjakvöld í Höllinni í kvöld og hefst fjörið klukkan 21:00. Miða verð er 2000 krónur og aðeins eru 150 miðar í boði. Þá gildir fyrstur kemur fyrstu fær segir í tilkynningu frá hópnum.   (meira…)

Lundapysjutímabilið í hámarki – myndband

Nú er Lundapysjutímabilið í hámarki í Eyjum og pysjunum bókstaflega rignir niður. Mikið virðist vera af pysju og eru þeir stórar og gerðarlegar. Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðar 5402 pysjur í Pysjueftirlitið, sem er eingöngu rafrænt í ár, á Lundi.is. 3028 pysjur hafa verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 283 g. Helgi Tórzhamar, […]

Vestmannaeyjar

Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið:   (meira…)

Fyrsta lagið með Molda – nýrri vestmanneyskri rokksveit

Ný vestmannaeysk rokksveit, Molda, sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag, Við sólarinnar eld. Hljómsveitin er skipuð fjórum Eyjamönnum. Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur. Lagið var tekið upp í gömlu Höllinni af Gísla Stefánssyni sem […]