Ingó ekki með brekkusönginn

Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. (meira…)

Fimmtudagur á Goslokum (myndir)

Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá þær myndir sem hann náði af hinum ýmsu viðburðum gærdagsins. Ljóst er að margt er um manninn. (meira…)

Dagskrá Gosloka um helgina

Goslokahátíðin heldur áfram og nær hápunkti sínum á laugardagskvöldið. Eins og undanfarin ár er dagskrá nokkuð fjölbreytt og mikið út að velja. Athygli vekur þó að mikið er um listasýningar þetta árið og má það eflaust rekja til þess hve mikinn tíma þjóðin hefur haft milli handanna síðasta ár sökum ferða- og samgöngutakmarkana. Dagskránna má […]

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]

Sýningin “Kraftur aftur” í Eldheimum

Kraftur aftur

Goslokahátíðin hefst í dag með opnun ýmissa sýninga og viðburða víða um bæ. Einn stór viðkomustaður hátíðarinnar er ætíð menningarmistöð eldsumbrota eyjanna og gosminjasafnið Eldheimar. Á sýningunni “Kraftur aftur” í Eldheimum sýnir Erling T.V. Klingenberg ljósmyndir, skúlptúra, video og málverk eða skvettiverk eins og listamaðurinn nefnir þau. Opnun sýningarinnar er í dag kl. 17.00. Erling […]

MEÐ ALLT Á HREINU – Bílabíó í Eyjum.

Þriðjudagskvöldið 25. maí, í kvöld verður Bílabíó á bílaplaninu austan við Fiskiðjuna kl. 18.30. Þar verður Eyjamönnum boðið frítt á sýningu myndarinnar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum Eyjamanninum hugleikin. Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur […]

Svanhildur Jakobs og Ómar Ragnarsson í Eldheimum á Goslokum

Upptakturinn að komandi Goslokahátíð verður í Eldheimum, fimmtudagskvöldið 1. júlí n.k. Þá munu Svanhildur Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson syngja og skemmta af kunnri snilld. Svanhildur söng mörg af lögum Oddgeirs Kristjánssonar á einni bestu hljómplötu sem gefin hefur verið út á Íslandi; “14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson.” Ómar Ragnarsson er fjöllistamaður; söngvari, […]

Sérstök stemmning á Eyjatónleikum (Myndir)

Hún var óneitanlega sérstök stemmningin í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld. Þar fóru fram tíundu Eyjatónleikar í Hörpu en þó með mun lágstemmdara sniði en áður. Hún var þó ekkert síðri en venjulega eftirvæntingin í andlitum þeirra fáu útvöldu gesta sem hlotið höfðu tónleikasæti fyrir náð og miskunn sóttvarnaryfirvalda. Það var líka áþreifanlegt þakklætið og […]

Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]

Merkúr með nýtt lag og myndband

Strákarnir í Merkúr voru að gefa út fyrsta lagið af Nýrri plötu sem fer í loftið 14. maí. “Lagið heitir “Blind” og var það fyrsta lagið sem við sömdum eftir að hafa endurhugsað hljómsveitina. Eftir að við gáfum út fyrstu plötuna okkar “Apocalypse Rising” árið 2018 þá fengum við góðar móttökur en því meira sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.