Eyjakvöld í Höllinni

Blítt og létt hópurinn heldur Eyjakvöld í Höllinni í kvöld og hefst fjörið klukkan 21:00. Miða verð er 2000 krónur og aðeins eru 150 miðar í boði. Þá gildir fyrstur kemur fyrstu fær segir í tilkynningu frá hópnum. (meira…)
Lundapysjutímabilið í hámarki – myndband

Nú er Lundapysjutímabilið í hámarki í Eyjum og pysjunum bókstaflega rignir niður. Mikið virðist vera af pysju og eru þeir stórar og gerðarlegar. Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðar 5402 pysjur í Pysjueftirlitið, sem er eingöngu rafrænt í ár, á Lundi.is. 3028 pysjur hafa verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 283 g. Helgi Tórzhamar, […]
Vestmannaeyjar

Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið: (meira…)
Fyrsta lagið með Molda – nýrri vestmanneyskri rokksveit

Ný vestmannaeysk rokksveit, Molda, sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag, Við sólarinnar eld. Hljómsveitin er skipuð fjórum Eyjamönnum. Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur. Lagið var tekið upp í gömlu Höllinni af Gísla Stefánssyni sem […]
Brekkusöngurinn 2020 (myndband)

Þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað í ár, var ekki hægt að sleppa brekkusöngnum, enda fastur liður í hjörtum fjölmargra landsmanna. Brekkusöngurinn var því í beinni útsendingu frá Hlégarði um verslunarmannahelgina í Sjónvarpi Símans þar sem Ingó Þórarinsson leiddi sönginn líkt og undanfarin ár. Fyrir þau sem misstu af þá er hér brekkusöngurinn í […]
Sagnheimar fengu tæpar fjórar milljónir úr aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. […]
Fjölmenni í göngumessu (myndir)

Góð mæting var í göngumessu í gær sem séra Guðmundur Örn Jónsson leiddi. Lagt var upp frá Landakirkju og þaðan gengið upp að krossinum við gíg Eldfells og endað við Stafkirkjuna á Skansinum. Lúðrasveit Vestmannaeyja flutti nokkur lög ásamt kór Landakirkju. (meira…)
Laugardagur á goslokum (myndir)

Óskar Pétur kom víða við á laugardaginn og myndaði mannlífið og viðburði dagsins. (meira…)
Göngumessa, ratleikur og sýningar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá skemmtilegar sýningar í tengslum við goslokahátíð. Göngumessa frá Landakirkja og ratleikur á vegum Ægis verða einnig á boðstólnum í dag. (meira…)
Sundlaugapartý, Landsbankadagurinn, tónleikar og fleira

Goslokahátíð heldur áfram í dag hér má sjá það sem er á boðstólnum í dag. (meira…)