Eitrun í Eyjum á Storytel

Fyrsta mál nýrrar seríu af Sönnum íslenskum sakamálum á Storytel kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. „Það sem þeir […]

Snertilaust bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins. Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður […]

Rafræn myndlistasýning GRV

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali hjá Grunnskóla Vestmannaeyja vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu. Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta. Hlekk á sýninguna má finna […]

Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld […]

Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 […]

Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra

Hugvekja sr. Viðars á miðföstu í samkomubanni „Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína“ (Slm 121:7) Kona ein sem ég lít mjög mikið upp til sagði mér í nýliðinni viku: „Veistu Viðar, það er ákaflega hentugt að vera alkóhólisti þessa dagana.“ Ég leyni því ekki að ég var nokkuð hissa […]

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]

Jóní opnar sýningu á Kaffi Mílanó

Listakonan Jónína Björk Hjörleifssdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Mílanó í Reykjavík klukkan 16:00. „Þetta eru mín fyrstu skref í að halda einkasýningu á hinu stóra Íslandi. Ég hef áður haldið einkasýningu hér heima í Eyjum ásamt einni samsýningu með Konný og nokkrum samsýningum með listafólki hér heima. Ég tók líka þátt í  útilistasýningu […]

Um 300 grindhvalir drepnir í Eyjum

í dag klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær. Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók. „Sá óvenjulegi at burður gerðist […]

Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.