Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð

Nú hafa fyrstu listamenn verið staðfestir á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir. “Gauti hefur átt eitt allra vinsælasta lag landsins undanfarna mánuði – Malbik – og einn allra öflugasti skemmtikraftur landsins, stemningin sem hann mun ná í Herjólfsdal verður einstök. Emmsjé Gauti ásamt Króla – Malbik: https://www.youtube.com/watch?v=_cgIQDoCYCU Aldamótatónleikarnir hafa heldur betur stimplað sig […]
Á fimmta tug kvenna á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja

Á fimmta tug kvenna mættu galvaskar á fyrstu æfingu hins nýstofnaða Kvennakórs Vestmannaeyja. “Þrátt fyrir að hafa ekki verið 100% var þetta svo ofar öllum vonum og væntingum. Samhljómurinn og þéttleikinn í kórnum er eitthvað sem ég held að enginn hafi búist við á fyrstu æfingu,” segir Kristín Halldórsdóttir, forsprakki og formaður hins nýja kórs […]
Líf og fjör á öskudegi

Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag. (meira…)
Pólskur dagur í dag

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda „Pólskan dag“ í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Viðburður er opinn öllum og hefur það markmið að kynna pólska menningu í eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Allir Velkomnir! Staður: Skólavegur, Safnaðarheimilið við Landakirkju Tími: 10:30-15:00 Atriði á dagskrá á Pólskum degi: […]
Vestmannaeyjabæ afhentur Herjólfsbær

Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins, sem haldinn var í gær, var Herjólfsbær afhentur Vestmannaeyjabæ til eignar. Í kjölfarið var starfsemi félagsins hætt. Hugmyndin af endurbyggingu Herjólfsbæjar kemur frá Árna Jonsen og var keyrð áfram af honum. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið var stofnað til að halda utan um framkvæmdirnar. Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar […]
Pólsk hátíð í Safnaðarheimilinu á laugardaginn

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Klaudiu Beata Wróbel sem ráðin var fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyja í mars á síðasta ári. Hún lætur ekki deigan síga og framundan er Pólskur dagur í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og Pólska sendiráðið á Íslandi. „Klaudia segir útlendinga í Vestmannaeyjum vera um 11 prósent bæjarbúa, um 490 […]
Gíslína Dögg Barkardóttir hefur opnað sýninguna „Segðu mér…“

Gíslína Dögg Bjarkadóttir hefur opnaði síðasta laugardag sýninguna „Segðu mér…“ í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, gengið inn hafnarmegin. Á sýningunni eru bæði ný og eldri grafíkverk. Segja má að hér sé um að ræða einskonar sýnishorn af þeirri þróun sem verið hefur í listsköpun Gíslínu að undanförnu. Hún blandar saman ólíkum aðferðum í grafík […]
Blátindur er friðaður

Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að […]
Gunnar Júlíusson listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar

Eyjapeyinn (og núverandi Álftnesingur og þar með Garðbæingur) Gunnar Júlíusson hefur í áraraðir verið afkastamikill grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann er nú listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar en listamenn í myndlistarfélaginu Grósku í Garðabæ halda til skiptis sýningar þar, einn mánuð í senn. Með þessari grein má sjá nokkrar myndir Gunnars á sýningunni. „Ég er […]
A.T.H. Engin Eagles-messa

Vegna óvæntra og óviðráðanlegra ástæðna neiðumst við til þess að fella niður fyrirhugaða Eagles-messu á morgun (sunnudaginn 16.febrúar) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00, en engin önnur messa verður þennan dag. (meira…)