Vestmannaeyjabær tekur aftur yfir rekstur Sagnheima

Samningur vegna rekstur Byggðasafn Vestmannaeymja var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu en tímabundinn samningur við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima (Byggðasafns Vestmannaeyja), lýkur um næsta áramót. Vestmannaeyjabær hefur átt í viðræðum við forstöðumann Sagnheima, forstöðumann Safnahúss og framkvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja um framtíðarskipan Byggðasafnsins. Áhugi er fyrir því að Vestmannaeyjabær taki aftur til sín […]

Bjarni Harðar í mörgum hlutverkum í Einarsstofu á sunnudaginn

Það verður í nokkur horn að líta hjá Bjarna Harðarssyni í Einarsstofu á sunnudaginn enda maðurinn með mörg járn í eldinum. Rekur Sæmundarútgáfuna og Bókakaffið á Selfossi og skrifar bækur þess á milli. Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Þar skrifar Bjarni undir samning við Sögusetur […]

Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn

Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að  ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. Sú var einmitt reyndin laugardaginn 9. nóvember þegar […]

Foreign Monkeys með tónleika á Háaloftinu á föstudagskvöld

Foreign Monkeys munu halda tónleika föstudagskvöldið nk. 29. nóvember á Háaloftinu. Sveitin mun flytja lög af nýrri plötu ásamt eldri slögurum og án nokkurs vafa mun hin vinsæla ábreiða sveitarinnar af Nú meikaru það Gústi fá að hljóma. Foreign Monkeys gáfu út myndband á dögunum við lag sitt Return þar sem Hreggviður Óli Ingibergsson fer […]

Ég lofa eftir Albert Tórshamar er lag nóvember mánaðar

Ellefta lagið og lag nóvembermánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Ég lofa” eftir Albert Tórshamar sem flytur lagið sjálfur. Lag og texti: Albert Tórshamar Trommur: Birkir Ingason Slagverk, Bassi, Gítarar, hammond og raddir: Gísli Stefánsson Hljóðblöndun og tónjöfnun: Gísli Stefánsson Söngur: Albert […]

Lokadagur 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar – myndir

Lokadagur afmælis Vestmannaeyjabæjar var í gær og hófst með hljómleikum með Eyjapeyjanum Gissuri Páli þar sem Kitty Kovács lék undir með honum. Eyjastúlkan Hera Björk söng við undirleik Björns Thoroddsen gítarsnillings. Eftir hljómleikana var samkirkjuleg messa þar sem prestar úr Landakirkju og Hvítasunnukirkjunni hér í Eyjum auk presta frá Kaþólsku kirkjunni og Aðventistakirkjunni voru saman komnir. Að lokinni messunni var haldin veisla […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.