Lang ódýrasta og fljótlegasta lausnin

„Forsagan er sú að það er hringt í mig og ég var spurður að því hvort ég sæi einhverja lausn á að geyma munina sem voru á gamla Náttúrugripasafninu við Heiðarveg, fugla- og steinasafninð. Hvort það gæti verið staður fyrir þá hér í Sagnheimum, en því miður er hér ekkert pláss fyrir svona mikið að […]

Stöngin út í Eldheimum

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis. Bókin heitir STÖNGIN ÚT og mun Halldór kynna hana í Eldheimum föstudagskvöld 15. nóvember Kl. 20:30 og verður hún […]

Fyrsta Eyjakvöld vetrarins í Höllinni

Blítt og létt hópurinn heldur fyrsta Eyjakvöld vetrarins í Höllinni föstudaginn 15.nóv kl. 21:00 Í vetur ætlum við að gera Þjóðhátíðarlögunum góð skil og verður bókin hennar Laufeyjar Jörgens til sölu í Höllinni. Guðjón Weihe á 8 Þjóðhátíðarlaga-texta  og munum við flytja 3 þeirra á föstudagskvöldið. Nú verður nóg pláss þar sem við verðum í […]

„Plast er drasl” segja nemendur 8. bekkjar

Nemendur í 8. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja afhentu í dag Vestmannabæ 43 kg af plast umbúðum. en nemendur hafa safnað plasti í rúman mánuð með það að markmiði að gera sér grein fyrir því magni sem hver og einn notar af plasti. Ásamt því að fá fræðslu og vinna önnur verkefni tengdu platsnotkun. „Markmið verkefnisins er […]

Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu – breyttur tími

Það er öflug þrenning sem mætir með myndir sínar í Einarsstofu kl. 17.00 á föstudaginn. Þeir eru Halldór Sveinsson, lögregluvarðstjóri, Jói Myndó og Sigmar Pálmason betur þekktur sem Bói Pálma. Sýningin er hluti af Safnahelgi og sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og er sú níunda í röðinni.  Halldór hefur í mörg ár tekið myndir […]

Foreign Monkeys senda frá sér nýtt myndband

Í morgun kom út á helstu miðlum nýtt myndaband við lag Foreign Monkeys, Return. Aðalleikari myndbandsins er rafvirkinn og “method” leikarinn Hreggviður Óli Ingibergsson. Hreggviður sagði í samtali við helstu miðla í morgun að hann hafi aðeins sett drengjunum í Foreign Monkeys eitt skilyrði fyrir að leika í myndbandinu. „Ég yrði að fá að deyja […]

Frábærir tónleikar á áttatíu ára afmæli Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt sína árlegu Styrktarfélagatónleika í stóra sal Hvítasunnukirkjunnar á laugardaginn. Tónleikarnir voru extra veglegir í ár þar sem sveitin fagnar 80 ára afmæli. Lúðrasveitir hafa verið í Eyjum frá því stuttu eftir aldamótin 1900 en sú fyrsta var stofnuð árið 1904, en fyrstu störfuðu stutt og þrjár fyrstu lögðu upp laupana þar til […]

Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 – Myndir

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima flutti skemmtilegt erindi í Einarsstofu á í gær og sagði frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma. Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður […]

Styttur bæjarins – Helga og Sigurgeir saman í Einarsstofu

Hluti af sýningu Sigurgeirs Jónassonar í Einarsstofu klukkan 17.00 í dag eru myndir af listaverkum í bænum sem hann tók sérstaklega fyrir Helgu Hallbergsdóttur, fyrrum safnstjóra Sagnheima. Tengjast myndirnar lokaverkefni hennar í námi og nafnið, Hraun og menn vísar til þess að árið 1999 komu hingað 24 norrænir listamenn og dvöldu hér hluta úr sumri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.