Grunnskóli Vestmannaeyja settur í dag

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu, nýja salnum og mæti 2. – 10. bekkur kl. 10:00. Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst […]

Sjálfstæðisfólk gekk rúmlega hringinn í kringum landið

Sjálfstæðisfólk gekk samanlagt rúmlega tvær milljónir skrefa á sunnudaginn á tuttugu stöðum um land allt í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Það samsvarar því að flokksmenn hafi gengið rúmlega hringinn í kringum landið (á þjóðvegi 1). Göngurnar voru skipulagðar af heimafólki á hverjum stað og hittist fólk á eftir og gæddi sér á veitingum. […]

Ást mín til Færeyja er ólýsanleg

Tónlistamaðurinn Helgi Rasmussen Tórzhamar sendi nýverið frá sér nýtt lag. Þar er á ferðinni lofsöngur til Færeyja, þaðan sem Helgi er ættaður. „Lagið er samið útfrá fallegu ljóði sem heitir Færeyjasýn sem Amma mín, Jórunn Emilsdóttir Tórshamar, orti um Færeyjar. Upprunalega ljóðið er töluvert lengra en það sem kemur fram í texta lagsins. Ég notaði aðeins […]

Styttist í fyrstu lundapysjurnar

“Nú næstu daga eigum við von á að fyrstu lundapysjurnar finnist í bænum. Eins og áður biðjum við ykkur endilega að koma með pysjurnar til okkar í vigtun og mælingu,” segir í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu. “Að þessu sinni verður pysjueftirlitið staðsett í nýjum húsakynnum Sea Life Trust og gengið inn að austanverðu. Við munum auglýsa […]

Vestmannaeyjahlaupið verður 7. sept

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 7. september og verður boðið upp á 5 km, 10 km og 21 km hlaupaleiðir. Vestmannaeyjahlaupið er þekkt fyrir mikilfenglega hlaupaleið og skemmtilegt andrúmsloft og var Vestmannaeyjahlaupið kosið götuhlaup ársins 2016 og 2017 af lesendum hlaup.is. Tímasetningar 5 km og 10 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 13 en hálfmaraþonið hefst kl. 12:30. […]

Lundaballið í Höllinni 28. september

Lundi

Árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja verður haldin í Höllinni, laugardaginn 28. september n.k. Í ár eru það Bjarnareyingar sem halda utan um dagskránna. Ballið er öllum opið og því er tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði o.fl. að skella sér á ball ársins í Eyjum með lundakörlunum. Hljómsveitin Brimnes heldur uppi eyjastemmningu. Glæsilegt villibráðahlaðborð að hætti EInsa kalda og hans […]

Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk. Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður […]

Leyfa lund­an­um að njóta vaf­ans

Fáir virðast ætla að nýta sér heim­ild til lunda­veiða í Vest­manna­eyj­um í ár en heim­ilt er að veiða lunda frá 8. til 15. ág­úst. Þetta seg­ir Georg Eiður Arn­ar­son, einn reynd­asti lunda­veiðimaður Vest­manna­eyja. Hann seg­ir að þó að ábúð lunda hafi verið góð síðustu fjög­ur ár sjái hann hana ekki skila sér í fugli. Hann […]

Útbúa á sérstakan Eyjasundsbikar

Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið. Á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var lögð fram tillaga í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af […]

Ein af þeim stóru en ekki sú stærsta

Nú þegar allflestir Þjóðhátíðargestir hafa komist til sinna heima heyrðum við aðeins í Dóru Björk Gunnarsdóttir í Þjóðhátíðarnefnd um hvernig hátíðin gekk fyrir sig. „Eins og undanfarin ár þá vorum við mjög heppin með gesti hátíðarinnar og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. En því miður þá leynast alltaf svartir sauðir innan um. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.