Jól í skókassa farið af stað á nýjan leik

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Tekið er á móti kössum í Landakirkju sem […]

Augnaþjófar Eyvinds og Þórhalls lag septembermánaðar

Níunda lagið og lag septembermánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Augnaþjófar” eftir Eyvind Inga Steinarsson við ljóð Þórhalls Barðasonar. Það er Þórhallur sjálfur sem flytur. Lag: Eyvindur Ingi Steinarsson Ljóð: Þórhallur Barðason Söngur: Þórhallur Barðason Saxafónn: Andri Eyvindsson Brass: Einar Hallgrímur Jakobsson […]

Addi í London og Sif í Geisla í Einarsstofu á morgun

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram. Á morgun, laugardag,  5. október kl. 13.00 mæta Addi í London og Sif í Geisla í Einarsstofu.   Addi í London hefur lengi verið með myndavélina á lofti og myndað viðburði, það sem er að gerast í atvinnulífinu, íþróttum og þjóðhátíð. Þá á hann einstakar fuglamyndir þar sem […]

Sif í Geisla sýnir í Einarsstofu á laugardaginn

Að fanga augnablikið inn í eilífðina Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram. Næsta laugardag,  5. október kl. 13.00 mæta Ísleifur Arnar Vignisson, betur þekktur sem Addi í London og Sif Sigtryggsdóttir, Sif í Geisla. Sif á sér bakgrunn í listnámi og þá fyrst fór hún að nýta þá möguleika sem myndavélin og síðar síminn […]

Lista- og menningarfélagið í Hvíta húsið

Eins og Eyjafréttir greindu frá Bæjarráð samþykkti þann 2. apríl sl., beiðni Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja um að fá til leigu húsnæði bæjarins að Strandgötu 30 (2. hæð í Miðstöðinni) undir vinnustofur félagsmanna. Hafin var vinna við að koma húsnæðinu í þokkalegt stand fyrir reksturinn, en fljótlega kom í ljós að húsnæðið hentaði ekki starfseminni […]

Besta lundaball ársins – myndir

Hið árlega Lundaball fór fram í Höllinni á laugardaginn. Ballið sem er árshátíð bjargveiðimanna, var í höndum Bjarnareyinga að þessu sinni og þótti það hafa heppnast vel.  Tæplega 400 manns fylltu Höllina á mat og skemmtun. Auk skemmtilegara myndbanda frá Bjarnareyingum hélt Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, skemmtilega tölu og Elvis Presley mætti á svæðið. Hinir […]

Svo birti aftur til

Héðinn Svavarsson sonur hjónanna Svavars og Elleyjar sem áttu og ráku í mörg ár verslunina Brimnes er hluti af lagahöfundateyminu Two Spirits Music ásamt Ólafi H. Harðarsyni. “Nú eru liðin tæplega 30 ár frá því að ég flutti frá Eyjum. En eins og margir brottfluttir þekkja þá leitar hugurinn reglulega heim til Eyja. Á vordögum síðastliðnum […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt ljósmyndasýning í Einarsstofa, á laugardaginn kemur, kl. 13:00. Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur. Næstkomandi laugardag 28. September, sýna þær […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Einarsstofa, á laugardaginn kl. 13:00

Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur. Á laugardaginn kemur, 21. september, koma Diddi í Ísfélaginu og Friðrik Alfreðs í Einarsstofu í Safnahúsið. Rétt er að […]

Kjötsúpukvöld KKVE

Karlakór Vestmannaeyja byrjar hauststarfið með látum og bíður öllum karlmönnum í Vestmannaeyjum til kjötsúpuveislu í Akóges. Þar munum við kynna hvað kórinn hefur verið að gera frá stofnun og starfið framundan. Boðið verður upp á kjötsúpu a la Jónas Logi, með köldum á kantinum a la TBB og að sjálfsögðu verður sungið. “Ef þú ert […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.