Nú meikar Gústi það!

Foreign Monkeys hafa sent frá sér ábreiðu af lagi Bjartmars Guðlaugssonar, Nú meikarðu það Gústi sem Gústi sjálfur, Jóhannes Ágúst Stefánsson söng svo eftirminnilega í upphafi 9. áratugarins. Útgáfan á þessu klassíska Eyjalagi er í tilefni af framkomu sveitarinnar á Þjóðhátíð. Þeir Gísli Stefánsson, Bogi Ágúst Rúnarsson og Víðir Heiðdal skipa Foreign Monkeys. Þeir segja […]

Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]

Verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan

Umræða um framtíð Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu var til umræðu á síðasta fundi frmakvææmdar og hafnarráðs. Þar fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á […]

Stjórnin & Páll Óskar á Þjóðhátíð

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum verður með einstöku móti í ár og nú er búið að staðfesta Stjórnina og Pál Óskar. Það er ansi langt síðan Stjórnin kom síðast saman í Herjólfsdal eða árið 1990 meðan Páll Óskar hefur verið fastagestur á stærsta sviði landsins sl. áratug – en Palli lokar hátíðinni í ár með […]

17. Júní – Dagskrá

17. Júní er í dag og má sjá dagskrána hér að neðan: 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum. 10:30 Hraunbúðir Fjallkonan – Lísa María Friðriksdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði – Feðginin Guðný Emilíana og Helgi Tórshamar 15:00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]

FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni. Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína […]

Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarkempurnar Jón Jónsson og Sverrir Bergmann muni spila á hátíðinni ár. Þetta verður ellefta árið í röð hjá Sverri, en hann kom í fyrsta sinn árið 2001 og tók lag sitt og eitt það vinsælasta hérlendis það árið, Án þín. Jón á sömuleiðis góða minningu frá því að spila í fyrsta sinn á hátíðinni og […]

Eyjarós – Þjóðhátíðarlagið 2019

Bjartmar Guðlaugsson semur þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Það eru þrjátíu ár síðan Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var textinn við lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jóni Ólafssyni. „Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi […]

Algjörlega trufluð hátíð sem gekk eins og best getur orðið

Um helgina var í fyrsta sinn bjórhátíð haldin í Vestmannaeyjum og voru það félagarnir í The brothers brewery sem héldu hátíðina. Það voru íslensk og erlend brugghús sem tóku þátt í hátíðinni ásamt þremur veitigastöðum úr Vestmannaeyjum. Sá sem átti miða á hátíðina fékk þrjá matarmiða til að smakka allan matinn og svo var hægt […]

Sjómannahelgin í máli og myndum

Sjómannahelgin var öll hin glæsilegasta um liðna helgi. Dagskráin hófst á fimmtudaginn síðasta og kláraðist á sunnudaginn. Margt var um manninn og var veðrið gott alla helgina. Óskar Pétur Friðriksson var á myndavélinni alla helgina og myndaði fyrir Eyjafréttir. Á fimmtudeginum fór sjómannabjórinn á The Brothers Brewery í sölu en bjórinn í ár var til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.