Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Dagskráin heldur áfram

Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda […]

Já!  

Við stöndum oft frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum í lífinu. Ákvörðunum sem hafa áhrif á hvað við gerum, hvar við verðum og ekki síst hver við verðum eða hvernig. Hvernig tengsl við ætlum að hafa við skurðpunkta tengslanets okkar, hvort sem það snýr að okkur sjálfum eða öðrum, og hvernig við viljum viðhalda þeim eða styrkja. […]

Þau lögðu allt í þetta…og það sást!

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Blúndur og blásýra eftir Joseph Otto Kesselring Leikstjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi nú um helgina hinn vinsæla farsa Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring. Verkið fjallar um systurnar Mörtu og Abbý Brewster, eldri piparjúnkur sem virðast sannfærðar um að það sé þeirra trúarlega skylda að hjálpa einstæðum, einmanna eldri mönnum […]

Vinnustofur fyrir myndlistafólk, ljósmyndara og handverksfólk

Bæjarráði barst bréf frá Lista- og menningarhópi Vestmannaeyja dags. 28. mars sl., þar sem óskað er eftir því að fá til leigu hluta af húsnæði Vestmannaeyjabæjar að Strandvegi 30, efri hæð, undir vinnustofur. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er nýstofnað og er hlutverk þess að efla lista- og menningarlíf í Eyjum og starfa sem einskonar regnhlífarsamtök […]

Vestmannaeyjabær kaupir búnað til rekstur kvikmyndahúss

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum síðast liðinn þriðjudag kaup á tækjum og búnaði sem nú þegar eru í bíósal Kviku til að halda úti rekstri kvikmyndahúss af þrotabúi Kvikmyndafélagsins ehf. Verðmæti tækjanna árið 2017 var skv. reikningum frá þeim tíma kr. 10.632.141. Kaupverð tækjanna skv. kaupsamningi við þrotabúið nemur nú kr. 5.500.000. Bæjarráð fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs […]

Merkúr ekki áfram í Músiktilraunum

Undankeppni Músíktilrauna 2019 fer fram þessa dagana og fór fram þriðja undanúrslitakvöldið fram nú í kvöld. Þar á meðal keppenda var hin vestmannaeyska þungarokksveit Merkúr sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu plötu. Á undanúrslitakvöldunum, sem eru fjögur talsins, velur salurinn eina hljómsveit og dómnefnd eina áfram. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hjá Merkúr mönnum voru […]

Engin síld, enginn makríll, engin loðna – eftir Ágúst Halldórsson

Þriðja lagið og lag marsmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Engin síld, enginn makríll, engin loðna” eftir Eyjamanninn og sjómanninn Ágúst Halldórsson. Bráðskemmtilegt og grípandi lag sem á svo sannarlega vel við þessa dagana. Lag og texti: Ágúst Halldórsson Söngur: Ágúst Halldórsson […]

Lumar þú á næsta Goslokalagi?

BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um nýtt Goslokalag fyrir hátíðina 2019. Skilafrestur er til og með miðvikudeginum 1. maí. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð laglína á nótum er vel þegin. Þeir […]

Jói Listó opnaði sýningu í Einarsstofu í gær

Það var margt um manninn í gær þegar Jóhann Jónsson, Jói listó opnaði sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa en á henni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.