Eden frumsýnd í dag

Þá er komið að föstudeginum á Kvikmyndahátíð þegar Vestmannaeyjabær býður á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við […]

Kvikmyndahátíð dagur tvö – Tyrkjaránið

Á öðrum degi Kvikmyndahátíðar, fimmtudeginum níunda maí er leitað enn aftar í tímann, til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í Vestmannaeyjum og í tíu öðrum löndum […]

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á Kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana 8.-12. maí nk. Hátíðin hefst með setningu í aðalsal Kviku kl. 17.OO miðvikudaginn 8. maí og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. Á þessari fimm daga kvikmyndahátíð verður margt á boðstólnum […]

Guðný Helga opnar sýninguna Inni að lita-leikur með liti í Einarsstofu

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953. „Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála […]

Tónleikar Mugison frestast – nældi sér í flensu

Tónleikar Mugison sem vera á áttu í Alþýðuhúsinu í kvöld frestast þar sem Mugison náði sér í flensu. Þetta kom fram í Fésbókarfærslu á síðu Alþýðuhússins í gær “Góðan daginn, Ég náði mér í þráláta flensupest um daginn, hélt að ég væri orðinn nógu góður og keyrði til Reykjavíkur í gærkveldi en þá sló hún […]

Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)

Esja og Vestmannaeyjar í Neskirkju

Karlakór Vestmannaeyja og Karlakórinn Esja halda sameiginlega tónleika sína í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík laugardaginn 4. maí nk 16:00. Dagskráin verður sneisafull af klassískum karlakóralögum, Eyjalögum og þekktum dægurlögum. Kórarnir lofa góðri skemmtun. Miða sala er á Tix.is, miðinn kostar kr. 3.000 og gott er að tryggja sér miða í tíma. (meira…)

100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]

Viðar Breiðfjörð er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019

Nú í morgun tilkynnti Vestmannaeyjabær um val sitt á hver hlyti laun bæjarlistamanns Vestmannaeyjabæjar árið 2019. Fjölmargir og fjölbreytilegir listamenn sendu inn umsóknir en varð það myndlistamaðurinn Viðar Breiðfjörð sem varð fyrir valinu. Viðar Breiðfjörð ætti að vera flestum Vestmannaeyingum vel kunnur. Hann fluttist til Vestmannaeyja frá Húsavík árið 1983 á vertíð 21 árs gamall. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.