Ingólfsstræti eftir Andra Eyvinds

Fjórða lagið og lag aprílmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Ingólfsstræti” eftir Eyjamanninn og Andra Eyvinds. Lag og texti: Andri Eyvindsson Söngur: Andri Eyvindsson Trommur: Birgir Nielsen Bassi og gítar: Gísli Stefánsson Hammond og hljóðgervill: Andri Eyvindsson Útsetning og upptökur: Andri Eyvindsson […]

Vestmannaeyjabær býður á kvikmyndahátíð

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd. Myndirnar sem í boði verða: Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30 Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta […]

Strokufólk frá Eyjum, Eyvindur og Halla og Jón Hreggviðsson

Sumarið í Sagnheimum byrjaði í hádeginu á sunnudaginn með miklu hvelli. Fyrst með Sögu og súpu, sem er orðinn fastur liður í starfsemi Sagnheima. Á eftir var opnuð athyglisverð sýning í Einarsstofu á teikningum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík af strokufólki og óskilammönnum á Íslandi frá 1570 fram til aldamótanna 1800. Athyglisverð sýning sem er […]

Hver að verða síðastur að semja Goslokalagið í ár

Síðasti dagur til að senda inn tillögu að Goslokalagi ársins er næstkomandi miðvikudag 1. maí. Líkt og síðustu ár eru það BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda í samstarfi við Goslokanefnd sem halda utan um val á lagi. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð […]

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Það er okkar von að gott og sólríkt sumar sé í vændum á Heimaey. Að vanda var Vestmannaeyjabær með dagskrá og hófst hún klukkan 11 í Einarsstofu. Skólalúðrasveitin lék vel valin lög. Krakkar úr stóru upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lásu ljóð. […]

Finnst hljómsveitin mín vera sú besta í heimi

Altyduhusid 24x35 150219

Laugardaginn 4. maí næstkomandi sækir heim Eyjarnar einn ástsælasti tónlistarmaður íslands, Mugison og heldur tónleika í Alþýðuhúsinu. Þegar við heyrðum í kappanum var hann í óðaönn að taka upp nýja plötu. „Ég er að spila og taka upp nýtt íslenskt efni, lög sem ég hef verið að semja síðustu tvö ár. Við vorum löt að […]

Margt um manninn í páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum fór fram í góðu veðri á Skírdag við virkið á Skansinum. Margir kíktu með börnin sín í leit af páskaeggjum og tókst vel til, allir fengu egg. Jarl Sigurgeirsson reif svo stemminguna upp með gítarspili og söng við góðar undirtektir. (meira…)

Páskar í Landakirkju 2019

Að venju er þétt dagskrá í Landakirkju yfir páskana og hefst dagskráin í dag, skírdag. Skírdagur, 18.apríl – Kl. 20.00. Messa í Landakirkju. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Í lok messu fer fram afskríðing altarisins. Föstudagurinn langi, 19.apríl – Kl. 11.00. Guðsþjónusta þar sem píslarsaga Jesú […]

Hörður Baldvinsson ráðinn safnstjóri Sagnheima

Hörður Baldvinsson, hefur verið ráðinn safnstjóri Sagnheima, byggðasafns frá 15. maí 2019. Hörður er með M.Ed. próf í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík ásamt diplómanámi í markaðs- og útflutningsfræðum og diplómanámi ásamt PMA í verkefnastjórnun. Hörður hefur mikla reynslu af rekstri sem og víðtæka reynslu á sviði verkefna- og viðburðastjórnunar. Hörður hefur starfað […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.