Ingólfsstræti eftir Andra Eyvinds

Fjórða lagið og lag aprílmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Ingólfsstræti” eftir Eyjamanninn og Andra Eyvinds. Lag og texti: Andri Eyvindsson Söngur: Andri Eyvindsson Trommur: Birgir Nielsen Bassi og gítar: Gísli Stefánsson Hammond og hljóðgervill: Andri Eyvindsson Útsetning og upptökur: Andri Eyvindsson […]
Vestmannaeyjabær býður á kvikmyndahátíð

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd. Myndirnar sem í boði verða: Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30 Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta […]
Strokufólk frá Eyjum, Eyvindur og Halla og Jón Hreggviðsson

Sumarið í Sagnheimum byrjaði í hádeginu á sunnudaginn með miklu hvelli. Fyrst með Sögu og súpu, sem er orðinn fastur liður í starfsemi Sagnheima. Á eftir var opnuð athyglisverð sýning í Einarsstofu á teikningum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík af strokufólki og óskilammönnum á Íslandi frá 1570 fram til aldamótanna 1800. Athyglisverð sýning sem er […]
Hver að verða síðastur að semja Goslokalagið í ár

Síðasti dagur til að senda inn tillögu að Goslokalagi ársins er næstkomandi miðvikudag 1. maí. Líkt og síðustu ár eru það BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda í samstarfi við Goslokanefnd sem halda utan um val á lagi. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð […]
Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Það er okkar von að gott og sólríkt sumar sé í vændum á Heimaey. Að vanda var Vestmannaeyjabær með dagskrá og hófst hún klukkan 11 í Einarsstofu. Skólalúðrasveitin lék vel valin lög. Krakkar úr stóru upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lásu ljóð. […]
Finnst hljómsveitin mín vera sú besta í heimi

Laugardaginn 4. maí næstkomandi sækir heim Eyjarnar einn ástsælasti tónlistarmaður íslands, Mugison og heldur tónleika í Alþýðuhúsinu. Þegar við heyrðum í kappanum var hann í óðaönn að taka upp nýja plötu. „Ég er að spila og taka upp nýtt íslenskt efni, lög sem ég hef verið að semja síðustu tvö ár. Við vorum löt að […]
Margt um manninn í páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum fór fram í góðu veðri á Skírdag við virkið á Skansinum. Margir kíktu með börnin sín í leit af páskaeggjum og tókst vel til, allir fengu egg. Jarl Sigurgeirsson reif svo stemminguna upp með gítarspili og söng við góðar undirtektir. (meira…)
Páskar í Landakirkju 2019

Að venju er þétt dagskrá í Landakirkju yfir páskana og hefst dagskráin í dag, skírdag. Skírdagur, 18.apríl – Kl. 20.00. Messa í Landakirkju. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Í lok messu fer fram afskríðing altarisins. Föstudagurinn langi, 19.apríl – Kl. 11.00. Guðsþjónusta þar sem píslarsaga Jesú […]
Hörður Baldvinsson ráðinn safnstjóri Sagnheima

Hörður Baldvinsson, hefur verið ráðinn safnstjóri Sagnheima, byggðasafns frá 15. maí 2019. Hörður er með M.Ed. próf í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík ásamt diplómanámi í markaðs- og útflutningsfræðum og diplómanámi ásamt PMA í verkefnastjórnun. Hörður hefur mikla reynslu af rekstri sem og víðtæka reynslu á sviði verkefna- og viðburðastjórnunar. Hörður hefur starfað […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]