Er Suðurland uppselt?

Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. […]
Viltu læra gera pasta?

Michele Mancini og Einsi Kaldi ætla bjóða uppá mikla skemmtun fyrir konur fimmtudaginn 14. mars. Um er að ræða pastanámskeið og það sem í boðið verður er sýni kennsla í því hvernig á að útbúa Gnocchi, ravioli, tagliatelle o.fl. hefðbundna pastarétti. Síðan er aldrei að vita nema þeir félagar taki eina eða tvær ítalskar aríur? […]
Karlaklúbbur og Jóga á Hraunbúðum

Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn. Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að […]
Nýtt lag frá Foreign Monkeys komið á netið

Foreign Monkeys hefja kynningarvinnu við væntanlega plötu með hvelli. Lagið Won’t Confess er komið í útvarpsspilun og á Spotify ásamt því að drengirnir hafa sent frá sér myndband við lagið sem má finna á facebook og youtube síðum sveitarinnar. Lagið er sjálfstætt framhald lagsins Million sem er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar π(Pi) en […]
Útgáfutónleikar Merkúr

Margt var um manninn þegar þungarokkshljómsveitin Merkúr hélt sína fyrstu útgáfutónleika á föstudagskvöldið á Háaloftinu. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðsson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason. Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og […]
Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna

Jórunn Einarsdóttir kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er nú búsett ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Upphaflega flutti hún til að fara í mastersnám sem hún gerði og eftir útskriftina fór boltinn að rúlla hjá henni og núna í febrúar leit fyrirtækið Katla dagsins ljós. Aðal markmiðið með fyrirtækinu Kötlu er að bjóða upp á […]
Síðasti séns til að kíkja í Sæheima

Á morgun, laugardag verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar. (meira…)
Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]
Hvað ætlar þú að gera í kvöld?

Blítt og létt hópurinn heldur sitt vinsæla Eyjakvöld á Kaffi Kró í kvöld og hefst fjörið klukkan níu. . (meira…)
Útgáfutónleikar í kvöld

Þungarokkshljómsveitin Merkúr heldur sína fyrstu útgáfutónleika í kvöld kl. 22:00 á Háaloftinu. Húsið opnar kl 21. Allir velkomnir og frítt inn. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson (söngur og sólógítar), Trausti Mar Sigurðsson (gítar og bakrödd), Mikael Magnússon (trommur) og Birgir Þór Bjarnason (Bassi). Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu […]