Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]

Svava Tara er nýr eigandi Sölku

Svava Tara Ólafsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar Sölku. Bertha Johansen opnaði verslunina fyrir um átta árum síðan og er nú komið að kaflaskiptum. Blaðamaður hitti þær í gær en þá var Bertha að standa sína síðustu vakt í Sölku og Svava Tara að fara taka við lyklunum eftir lokun. Salka, undir stjórn Svövu Töru opnar […]

Guðný Emilíana sendir frá sér sitt fyrsta lag “It´s gonna be okay”

“It´s gonna be okay” er fyrsta lagið sem Eyjamærin Guðný Emilíana sendir frá sér. Það er jafnframt annað lagið og lag febrúarmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir. Lagið og textinn er eftir Guðný Emilíönu Tórshamar og syngur hún lagið sjálf. Allur hljóðfæraleikur, útsetning og […]

Við vit­um að það fór til Eyja, en síðan er það týnt og tröll­um gefið

Eng­ar ábend­ing­ar hafa borist um hvar Hrekkju­svín­in, eitt af verk­um Þor­bjarg­ar Páls­dótt­ur mynd­höggv­ara, eru niður­kom­in í dag. Þetta seg­ir Stefán Andrés­son, son­ur Þor­bjarg­ar, sem ný­lega aug­lýsti á Face­book-síðunni Gaml­ar ljós­mynd­ir eft­ir vís­bend­ing­um um af­drif verks­ins. Hrekkju­svín­in, sem sýn­ir tvo drengi hrekkja stúlku, var á úti­sýn­ingu á Skóla­vörðuholt­inu árið 1972 og var svo síðar þetta sama ár, […]

Halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af 100 ára afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar að halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja við Stakkagerðistún með það að markmiði að húsið hljóti þann virðingarsess sem því sæmir og að innan veggja þess rúmist m.a. viðhafnarsalur og hluti safna Vestmannaeyjabæjar.  Undirbúningur, áætlanagerð og nánari tillögur um framtíðarhlutverk hússins verði […]

Ítölsk Michelin pop-up helgi

Í febrúar heimsóttu ítalskir meistarakokkar Vestmannaeyjar heim en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir koma þar sem þeir voru hérna með ítalska daga á Einsa Kalda fyrir fjórum árum. Með í för var Marco Savini en hann er frá einu af virtari trufflufyrirtækjum á Ítalíu, sem eru í viðskiptum við marga af þekktustu […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]

Forsala á Þjóðhátíð og fyrstu nöfnin tilkynnt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi. Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru  eru söngkonan GDRN sem kemur […]

Áhugavert málþing um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð

Á sunnudaginn, 17. febrúar verður opið málþing í Kviku, bíósal í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 […]

Hátíðarfundur á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar

Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í gær 14. febrúar í bíósal Kviku. Fundurinn var sá 1543. í röðinni en í gær voru liðin slétt 100 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Fundinn sátu Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður og Jóna Sigríður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.