Fjölbreyttur, metnaðarfullur og vandvirkur listamaður

Jóhann Jónsson, Jói listó, varð sjötugur í febrúar 2018. „Ég var talsvert áður búinn að viðra þá hugmynd við Kára Bjarnason, forstöðumann Safnahússins hvort það væri ekki við hæfi að efna til afmælis- og heiðurssýningar um listamanninn, því það eru rúm 20 ár síðan hann hélt einkasýningu síðast. Kári var til í það um leið […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]

Fyrst og fremst þakklát okkar góða starfsfólki í gegnum tíðina

Bjarni Ólafur Guðmundsson eða Daddi eins og við þekkjum hann flest hefur ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Mary Ólafsdóttur rekið Veislu,- dans og ráðstefnuhúsið Höllina síðustu níu ár, en nú er ballið búið. „Við Guðrún ákváðum að láta það gott heita í Höllinni. Þetta hafa verið mjög skemmtileg 9 ár, með góðu fólki og viljum við […]

Bjartey Ósk ein af sigurvegurum í teiknikeppni MS

Bjartey Ósk Sæþórsdóttir í 4. ÞS var ein af 10 nemendum sem unnu í teiknisamkeppni MS. Alls voru yfir 1400 myndir sendar inn. Í verðlaun fær bekkurinn hennar 40.000.- krónur til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hér má sjá mynd af Bjartey Ósk með Þóru mynmenntarkennara skólans og Þóru umsjónakennaranum sínum sem voru himinlifandi með […]

Tvö bílastæði í stað útisvæðis fyrir börn og fullorðna

Eigendur The brothers brewery keyptu nýverið eign við Bárustíg 7 sem þeir vinna nú hörðum höndum við að gera upp svo hægt verði að opna staðinn fyrir sumarið. Í plönum þeirra var einnig að gera flott útisvæði við húsnæðið. Jóhann Guðmundsson einn af eigendum The brothers brewery sótti um fyrir hönd fyrirtækisins eftir stækkun á lóð […]

Hið árlega Guðlaugssund var haldið í gær og í morgun

Nú eru 35 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda í land eftir hræðilegt sjóslys, eða um 6 km. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf fljótlega að minnast þessa atburðar með því að nemendur syntu í Sundlauginni okkar boðsund. Síðar fóru nokkrir einstaklingar að synda þetta til að minnast öryggismála […]

Vinyl útgáfan komin í forsölu

Foreign Monkeys gefur út nýja plötu, Return 2. apríl nk. Platan kemur út á helstu tónlistarveitum, t.d. Spotify og Apple Music en einnig í takmörkuðu 300 platna upplagi á vinyl. Það form hefur verið að hasla sér völl aftur undanfarin ár og koma helstu titlar í dag út á því formi. Forsala á vinyl útgáfu […]

Á meðan ég hef gaman af þessu og hef tækifæri til að spila sem atvinnumaður

Valur Marvin Pálsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í tölvuleik. Hann er núna búsettur í Los Angeles þar sem hann spilar í liði með öðrum fyrir Kanadískt fyrirtæki. Draumurinn er að komast sem lengst sem lið og vinna til peningaverðlauna. Hægt er að lesa viðtalið við Val Marvín í síðasta tölublaði af Eyjafréttum eða hér að […]

Lét fjarnám á sænsku ekki stoppa sig

Sigrún Arna Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast á síðasta ári þegar hún skráði sig í fjarnám í innanhúshönnun á sænksu. Núna er hún að vinna lokaverkefnið og er með mörg járn í eldinum. Hægt er að lesa viðtalið við Sigrúnu Örnu í síðasta tölublaði Eyjafrétta eða hér að neðan ef þú ert áskrifandi. (meira…)

Er Suðurland uppselt?

Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.