Um 300 börn mættu á grímuball

Hið árlega grímuball Eyverja var haldið á föstudaginn. Um 300 börn mættu á ballið og var mikill metnaður í mörgum búningum. Það var Bangsa-sjálfsali sem hlaut fyrsta vinning aðrir sem fengu vinning var vélmenni, tröll, Jack Sparrow, regnbogi og belja. Allt saman glæsilegir búningar. (meira…)
Myndlistarsýning og Eyjakvöld á fyrsta degi þrettándahátíðar

Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum. Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan […]
Þrettándahátíðin hefst í dag

Dagskrá þrettándans í Vestmannaeyjum hefst í dag með sýningu Árna Más í Sagnheimum klukkan 17:00. Í kvöld er svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró klukkan 21:00. Á morgun klukkan 14:00 er hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka og […]
Margt um manninn á Kjarvalssýnignu

Á nýársdag voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Að gefnu tilefni var sýning í Safnhúsinu á verkum Kjarval sem eru í eigu Vestmanneyjabæjar. Sýningin var aðeins opin á nýársdag og var hún liður í 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Á sýningunni var afhjúpað merki í tilefni af 100 ára afmælinu og var Ástþór Hafdísarson sem afhjúpaði það. […]
Gamlársdagur í myndum

Það var mikið um að vera á gamlársdag að vanda. Gamlárshlaupið var á sínum stað og voru margir sem létu veðrið ekki stoppa sig og hlupu til styrktar krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Nóg var um að snúast hjá Björgunarfélaginu, bæði við vinnu á flugeldamarkaðinum og einnig í útköllum því vonskuveður var á gamlársdag. Brenna og flugeldasýning […]
Kjarvalssýning á nýársdag

Í tilefni að 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmanneyjabæjar verður haldin Kjarvalssýning á nýársdag í Safnhúsinu frá klukkan 13-17. Sýningin verður aðeins þenna dag. (meira…)
Hjartans þakkir til allra er aðstoðuðu

Jólahvísl vill þakka öllum þeim tóku þátt í tónleikunum þann 21. des síðast liðinn á einn eða annan hátt, fyrir tíma ykkar og þekkingu. Þakkir til þeirra sem lánuðu okkur græjur og leikmuni, Ingó hjá Kalla Kristmans fyrir að styrkja okkur með veitingum og síðast en ekki síst tónleikagestum sem fylltu salinn. 140.000 kr söfnuðust […]
Jólahús Vestmannaeyja 2018

Lions í samstarfi við HS veitur hefur valið Jólahús Vestmannaeyja árið 2018. Þetta var í 18 skiptið sem jólahús var valið og í ár var það húsið Stuðlaberg. Eigendur af því eru Kristjana Jónsdóttir og Guðjón Ásgeir Helgason. HS veitur gefa áritaðan skjöld og inneign upp í orkureikning kr. 20.000 í verðlaun. Hér til gamans koma […]
Vel heppnuð Hátíð í bæ

Það var skemmtileg og jólaleg stemmning í miðbæ Vestmannaeyja í gærkvöldi er verslunareigendur stóðu fyrir “Hátíð í bæ.” Opið var í verslunum til kl. 22.00 og jólasveinar sáust á sveimi. Þá var komið fyrir söluskúrum í Bárustíg þar sem hægt var að versla sér t.a.m. heitt súkkulaði og ristaðar möndlur ásamt því að handverksfólk seldi […]
Það eru mikil verðmæti í ykkur fólgin

Á laugardaginn útskrifaði framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fjórtán nemendur, þar af fjóra af sjúkraliðabraut. Guðrún Edda Kjartansdóttir hlaut allar viðurkenningar sem gefnar voru á útskriftinni og þar á meðal fyrir heildarárangur. Í haust hófu 223 nemendur nám og boðið var uppá fjölbreytt nám og námsleiðir. Þeir sem útskrifuðust á laugardaginn voru: Ásta Björt Júlíusdóttir Stúdentsbraut Félagsvísindalínu […]