Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar gefur Íslandspóstur út frímerki. Á útgáfudeginum, 7. febrúar kl. 17:30 verður opnuð í Einarsstofu sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir merkið. Guðni Friðrik Gunnarsson fjallar stuttlega um sýninguna að öðru leyti. Grunnur sýningarinnar er frímerkjasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans, Jóhanna M. […]

Fyrsta plata Foreign Monkeys í 10 ár

Foreign Monkeys sendir frá sér sína aðra breiðskífu, Return, 2. apríl nk. Er þetta fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í 10 ár en fyrsta plata sveitarinnar Pí (π) kom einmitt út í apríl 2009. Sveitin hóf gerð nýju Return árið 2011 og kláraði hana að mestu árið 2012. Sveitin fór svo í dvala en vaknaði úr honum […]

Vel heppnaðir Eyjatónleikar

Um síðustu helgi voru hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu. Þetta var í áttunda skipti sem Eyjamenn og vinir þeirra komu saman í Eldborgarsal til að hlusta á Eyjaperlurnar. Lög Oddgeirs við texta vina hans, Lofts, Árna og Ása hafa alltaf verið fyrirferðamikil og svoleiðis var það líka um liðna helgi, því ein ástsælasta söngkona okkar […]

Sjómannskonan (Dúlla) fyrsta lagið í verkefninu Eitt lag á mánuði

Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, BEST, sendir út í dag fyrsta lagið í útgáfuverkefninu „Eitt lag á mánuði.” Ætlunin er að gefa út eitt lag eftir vestmanneyskan höfund í hverjum mánuði allt næsta árið. Fyrsta lagið heitir Sjómannskonan (Dúlla) og er eftir Sæþór Vídó við texta Snorra Jónssonar. „ Í apríl á síðasta ári héldu börn […]

Hef ekki enn fengið löðrung

Tónlistamaðurinn Júníus Meyvant stendur í stórræðum þessa daga en nýjasta plata hans „Across the borders” kom út nú á dögunum. „Ég hef fengið mjōg góðar viðtōkur við plōtunni. Góða dóma og góða umfjōllun á hinum þessum miðlum,” sagði Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bakvið Júníus, í spjalli við Eyjafréttir og bætti við. „Hef ekki enn […]

Sýning verka Kristins Ástgeirssonar frá Miðhúsum opnar á morgun

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á jafnmörgum Eyjamönnum og – konum á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir um 700 listaverk. Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er […]

Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn

Hin árlega afhending fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Þetta var í 28. skipti sem fréttapýramídinn var veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinnu hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmanneyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Fjórar viðurkenningar voru veittar. Fyrir framlag […]

Litirnir í gosfánanum hafa tvöfalda merkingu

Í dag eru 46 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Af því tilefni er vert að flagga gosfána Vestmannaeyja. Á síðasta ári gaf þáverandi undirbúningsnefnd gosloka út nýjan fána sem nýta á við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins. Kristinn Pálsson hönnuður fánans sagði í samtali við Eyjafréttir að litirnir […]

Allir í bátana

Aðfararnótt þriðjudagsins 23. janúar 1973 urðu til ekki færri en 5300 sögur af fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í Vestmannaeyjum. Fara um borð í báta sem lágu í höfninni og sigla út í óvissuna. Þetta gerðist fyrir 46 árum þegar gos hófst á Heimaey. Flestir Íslendingar þekkja þá sögu og engir betur en […]

Guðný Emilíana syngur lag í minningu langömmu sinnar

„Í dag 21. janúar eru 100 ár frá fæðingu ömmu minnar Jórunnar Emilsdóttur Tórshamar. En hún skildi eftir sig á fimmta tug kvæða flest ort um hennar eigin lifsreynslu og hugsanir,” sagði Helgi Tórshamar, tónlistarmaður og lagahöfundur í samtali við Eyjafréttir um tilurð nýs lags sem hann sendir frá sér í dag. Lagið heitir Góðan […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.