Undir hrauni og Tveir heimar í Eldheimum um helgina

Hljómsveitin Hrafnar heldur tónleika í Eldheimum laugardagskvöldið 19. janúar kl. 21:00 Hrafnar munu frumflytja lög er með beinum og óbeinum hætti tengjast gosinu ásamt eldra og nýju efni. Hrafnar eru þekktir fyrir líflega og hressilega skemmtan á tónleikum sínum enda grínarar miklir og sögumenn góðir. Myndlistasýningin Tveir heimar  Sýningin kallar fram ólíka myndlistaheima Ólafar Svövu […]

FÍV sendi níu lið í Olíuverkefni Schlumberger Company og Orkustofnunar

Fyrirtækið Schlumberger Company sem er með um 100,000 starfsmenn er aðal framkvæmdaraðili verkefnisins og Orkustofnun á Íslandi. Aðeins tveir skólar taka þátt á Íslandi. FÍV, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS, Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu.  Verkefnið snýst um það að finna olíu og gera eins mikil verðmæti úr henni eins og hægt er. FÍV sendi […]

Af Fingrum fram á Háaloftinu 9. febrúar

Í tónleikaröðinni Af fingrum fram fær Jón Ólafsson til sín gesti og laðar fram þægilega og létta stemningu eins og honum einum er lagið. Einstakir spjalltónleikar þar sem áhorfendur komast í nálægð við tónlistarmenn sem aldrei fyrr. Eftir tíu ár í Salnum í Kópavogi ætlar Jón að heimsækja Eyjarnar þann 9. febrúar og verður gestur […]

Undirbúningur í fullum gangi fyrir mjaldrana

Það eru um tíu vikur þangað til mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru sem áður í fullum gangi við Ægisgötu og á mánudaginn komu til Vestmannaeyja þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða […]

Oddgeir Kristjánsson hefur haft mikil áhrif á tónlist í mínu lífi

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Silja Elsabet mun ásamt hinum […]

Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem […]

Nýjasta kynningarstikla heimildarmyndar um Þrettándann

Nýjasta kynningarstikla heimildarmyndar Sigva Media um Þrettándann er tileinkuð föllnum félögum sem var minnst með ýmsum hætti á nýafstaðinni þrettándagleði ÍBV 4. janúar 2019. Svo er það stundum svo að meira að segja aðalleikararnir þurfa tímabundið frí. Það kemur vel fram í stiklunni að kynslóð eftir kynslóð heldur þrettándafjörinu gangandi í Eyjum. (meira…)

Frábær Þrettándahátíð að baki

DSC 5105

Þá er frábær Þrettándahátíð að baki með þéttskipaðri dagskrá. Dagskrá þrettándans hófst á fimmtudegi með myndlistasýningu og Eyjakvöld á Kaffi Kró. Grímuball Eyverja var svo á sínum stað á föstudaginn þar sem um 300 grímuklæddir krakkar voru mættir. Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka fór svo fram um kvöldið. Þar sameinuðus að vanda menn, […]

Um 300 börn mættu á grímuball

Hið árlega grímuball Eyverja var haldið á föstudaginn. Um 300 börn mættu á ballið og var mikill metnaður í mörgum búningum. Það var Bangsa-sjálfsali sem hlaut fyrsta vinning aðrir sem fengu vinning var vélmenni, tröll, Jack Sparrow, regnbogi og belja. Allt saman glæsilegir búningar. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.