Jólasveinaklúbbur Bókasafnsins með jólaskemmtun

Jólasveinaklúbbur Bókasafns Vestmannaeyja býður öllum börnum bæjarins til jólaskemmtunar í Safnahúsinu fimmtudaginn 20 desember kl. 16-17. Dagskráin hefst með upplestri Einsa Kalda á hinni sígildu bók Þegar Trölli stal jólunum, öll börn sem mæta geta tekið þátt í happdrætti, dansað verður í kringum jólatré við undirleik Jarls Sigurgeirssonar og jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn […]
Jólarás Vestmannaeyja fer í loftið á föstudaginn

Jólarás Vestmananeyja er að fara í loftið á föstudaginn. Hægt að hlusta á FM 104,7 eða á jolarasin.live. Formleg dagskrá hefst svo á föstudaginn næstkomandi klukkan 12 á hádegi. Til að geta hlustað í síma eða öðru snjalltæki á net útsendinguna þarf fyrst að ná í VLC player, en hann er hægt að nálgast í PlayStore […]
Jólahlaðborð og tónleikar í Höllinni

Um síðustu helgi mættu um 300 mans í Höllina á árlegt jólahlaðborð og jólatónleika. Einsi Kaldi og hans fólk sá um matseldina, hlaðborðið var hið glæsilegasta og hvert öðru betra ef út í það er farið. Forréttir, kaldir réttir, heitir réttir og eftirréttir, eitthvað fyrir alla og flestir lögðu í þrjár ferðir að borðinu. Það […]
Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. 20 manns mættu á erindi Gríms. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki. Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu […]
Jólablað Fylkis 2018 komið út

Jólablað Fylkis 2018 var borið í hús í Eyjum um helgina og sent til áskrifenda. Blaðið er 24 bls., sama stærð og undanfarin ár. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda , Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur skrifar Jólahugvekju, Tryggvi Hjaltason skrifar um lífið og tilveruna, Sigurgeir Jónsson í Þórlaugargerði ræðir við Hólmfríði Sigurðardóttir , Fríðu á Þrúðvangi húsmóður og leikkonu og Helgi Bernódusson skrifar […]
Árlegu jólatónleikar kórs Landakirkju

Á þriðjudagskvöld, 18. desember mun Kór Landakirkju halda árlega jólatónleika sína í safnaðarheimilinu kl. 20:00. Einsöngvari verður Hallveig Rúnarsdóttir, Balázs Stankowsky mun leika á fiðlu en stjórnandi kórsins er sem endranær, Kitty Kóvács sem einnig leikur á píanó og orgel. Aðgangseyri hefur verið stillt í hóf og kostar aðeins litlar kr. 2.500.- á tónleikana. (meira…)
Besti “off map” veitingastaðurinn í heiminum

Veitingastaðurinn Slippurinn var í vikunni valinn einn af bestu “off map” veitingastöðum í heiminum af The world restaurant awards fyrir árið 2019. Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingarstaður í Vestmannaeyjum sem notar staðbundið og árstíðarbundið hráefni. Gísli Matthías Auðunsson einn af eigendum Slippsins sagði í samtali við Eyjafréttir að þau væru virkilega ánægð með valið og að […]
The Brothers Brewery kaupir húsnæði Stofunnar

The Brothers Brewery er ört stækkandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum enda hafa bjórarnir þeirra hlotið miklar vinsældir og haf þeir vart undan að framleiða. Núverandi húsnæði þeirra í Baldurshaga er því löngu sprungið undan þeim. Skammt er síðan þeir sóttust eftir byggingaleyfi á Vigtartorgi en fengu ekki. Nú hafa þeir þó fundið sér húsnæði sem hentar […]
Íþróttafélagið Ægir þrjátíu ára í dag

Íþróttafélagið Ægir fagnar 30 ára afmæli í dag 12. desember. Þessu æltar félagið að fagna næstkomandi sunnudag 16. desember í Líknarsalnum milli klukkan 14 og 16 með opnu húsi fyrir vini og velunnara félagsins. Allir velkomir í kökur og kaffi. Iðkendur munu taka vel á móti ykkur. Endilega komið, kíkið á okkur og kynnist starfinu okkar, […]
80 ára afmælishátíð Verðandi 29. desember

Laugardaginn 29. desember næstkomandi verður haldin glæsileg Gala veisla, afmælishátíð Verðanda, í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Hátíðin er haldin í Höllinni og að sjálfsögðu er vel í lagt í skemmtun, mat og drykk. Talað er um veislu ársins, þú vilt ekki missa af henni. Veislustjóri verður Jarl Sigurgeirsson og sérstakur gestur verður hinn […]