Jólarás Vestmannaeyja fer í loftið á föstudaginn

Jólarás Vestmananeyja er að fara í loftið á föstudaginn. Hægt að hlusta á FM 104,7 eða á jolarasin.live. Formleg dagskrá hefst svo á föstudaginn næstkomandi klukkan 12 á hádegi. Til að geta hlustað í síma eða öðru snjalltæki á net útsendinguna þarf fyrst að ná í VLC player, en hann er hægt að nálgast í PlayStore […]

Jólahlaðborð og tónleikar í Höllinni

Um síðustu helgi mættu um 300 mans í Höllina á árlegt jólahlaðborð og jólatónleika. Einsi Kaldi og hans fólk sá um matseldina, hlaðborðið var hið glæsilegasta og hvert öðru betra ef út í það er farið. Forréttir, kaldir réttir, heitir réttir og eftirréttir, eitthvað fyrir alla og flestir lögðu í þrjár ferðir að borðinu. Það […]

Grímur kokkur með sjávarútvegserindi í Setrinu 

Þriðjudaginn 18. desember hélt Grímur Gíslason sem jafnan er kallaður Grímur kokkur, sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  20 manns mættu á erindi Gríms. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindið er það áttunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki. Grímur fór yfir víðan völl í erindi sínu […]

Jólablað Fylkis 2018 komið út

Jólablað Fylkis 2018 var borið í hús í Eyjum um helgina  og sent til áskrifenda.  Blaðið er 24 bls., sama stærð og undanfarin ár. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda , Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur  skrifar Jólahugvekju,  Tryggvi Hjaltason skrifar um lífið og tilveruna, Sigurgeir Jónsson í Þórlaugargerði ræðir við   Hólmfríði Sigurðardóttir , Fríðu á Þrúðvangi  húsmóður og leikkonu og Helgi Bernódusson skrifar […]

Árlegu jólatónleikar kórs Landakirkju

Á þriðjudagskvöld, 18. desember mun Kór Landakirkju halda árlega jólatónleika sína í safnaðarheimilinu kl. 20:00. Einsöngvari verður Hallveig Rúnarsdóttir, Balázs Stankowsky mun leika á fiðlu en stjórnandi kórsins er sem endranær, Kitty Kóvács sem einnig leikur á píanó og orgel. Aðgangseyri hefur verið stillt í hóf og kostar aðeins litlar kr. 2.500.- á tónleikana. (meira…)

Besti “off map” veitingastaðurinn í heiminum

Veitingastaðurinn Slippurinn var í vikunni valinn einn af bestu “off map” veitingastöðum í heiminum af The world restaurant awards fyrir árið 2019. Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingarstaður í Vestmannaeyjum sem notar staðbundið og árstíðarbundið hráefni. Gísli Matthías Auðunsson einn af eigendum Slippsins sagði í samtali við Eyjafréttir að þau væru virkilega ánægð með valið og að […]

The Brothers Brewery kaupir húsnæði Stofunnar

The Brothers Brewery er ört stækkandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum enda hafa bjórarnir þeirra hlotið miklar vinsældir og haf þeir vart undan að framleiða. Núverandi húsnæði þeirra í Baldurshaga er því löngu sprungið undan þeim. Skammt er síðan þeir sóttust eftir byggingaleyfi á Vigtartorgi en fengu ekki. Nú hafa þeir þó fundið sér húsnæði sem hentar […]

Íþróttafélagið Ægir þrjátíu ára í dag

Íþróttafélagið Ægir fagnar 30 ára afmæli í dag 12. desember. Þessu æltar félagið að fagna næstkomandi sunnudag 16. desember í Líknarsalnum milli klukkan 14 og 16 með opnu húsi fyrir vini og velunnara félagsins. Allir velkomir í kökur og kaffi. Iðkendur munu taka vel á móti ykkur. Endilega komið, kíkið á okkur og kynnist starfinu okkar, […]

80 ára afmælishátíð Verðandi 29. desember

Laugardaginn 29. desember næstkomandi verður haldin glæsileg Gala veisla, afmælishátíð Verðanda, í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Hátíðin er haldin í Höllinni og að sjálfsögðu er vel í lagt í skemmtun, mat og drykk.  Talað er um veislu ársins, þú vilt ekki missa af henni. Veislustjóri verður Jarl Sigurgeirsson og sérstakur gestur verður hinn […]

Jóla-Eyjakvöld á Kaffi Kró í kvöld

Í gærkvöldi söng Blítt og létt hópurinn, inn aðventuna á Hraunbúðum. Í kvöld ætlar hún Edda Sif Eyjastelpa, að mæta með Landann fyrir jólaþáttinn þeirra. Það verða Jólalög – Eyjalög  og Landslög í bland. Þúsundkall inn og allir syngja með! Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.