Ljósin tendruð á jólatré

Á föstudaginn voru ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Tanja Harðardóttir sem er jólabarn fengu það hlutverk að kveikja á trénu. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sagði nokkur orð og svo var það í hlutverki flottra krakka af Víkinni að syngja jólalög með hjálp jólasveina og að lokum færðu þeir börnum góðgæti. […]

Sælgætissala Kiwanis

Ágætu bæjarbúar nú um helgina mun vaskir sveinar úr Kiwanisklúbbnum Helgafell arka um bæinn og selja hið árlega jólasælgæti Kiwanis. Viðtökur bæjarbúa hafa ávallt verið góðar og vonumst við eftir áframhaldi á því. Salan á jólasælgætinu er stærsta fjáröflun okkar og hefur fjármagnað mörg góð verk hér í bæjarfélaginu. En við höfum gefið rúm, göngugrind […]

Njóta eða neyta?

Um mánuður er nú til jóla og margir farnir að huga að hátíðunum. Jólin hafa á mörgum heimilum snúist upp í andhverfu sína og veldur fjölskyldum streitu og vanlíðan, um þetta hefur margoft verið fjallað. En nú er kjörið tækifæri að endurmeta hlutina og hvað er okkur kærast í lífinu. Reynum að einbeita okkur að […]

Jólamarkaður Heimaey – vinnu og hæfingarstöð

Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn árlega jólamarkað og opna hús föstudaginn 30. nóvember. Hægt er að kaupa kerti, handverk og jafnvel eitthvað fleira. Minnum á að við erum ekki með posa. Endilega kíkið við og fáið smá jólastemmningu í upphaf aðventunar. Hlökkum til að sjá ykkur föstudaginn 30. nóvember milli klukkan 13:00-15:00. Jólakveðjur Starfsfólk […]

Verðlaun fyrir piparkökuhús til Landakirkju

Rauðu leikarnir standa yfir þessa viku hjá Íslandsbanka og keppast starfsmenn við að ljúka áskorunum dagsins. Áskorun miðvikudagsins var að skreyta piparkökuhús og frumlegasta húsið verðlaunað. Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór með sigur úr býtum en ákveðið var að húsið yrði að hafa sterka tengingu við Eyjar. Búið var að velta upp ýmsum möguleikum en […]

Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur

Fyrirsögnin er úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson, mér finnst það eiga vel við því framundan er aðventan, ljósin lýsa upp skammdegið og fólk fer að setja sig í stellingar fyrir jólahátíðina. Í Vestmannaeyjum hefst dagskrá aðventunnar með Líknarkaffinu í dag og þegarkveikt verður á jólatrénu á Stakkó á morgun. Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn […]

Ljósin tendruð á jólatré

Föstudaginn 30. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Sungin verða vel valin jólalög með hjálp jólasveina og að lokum færa þeir börnum góðgæti. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar og […]

Jólasveinaklúbbur bókasafnsins fer af stað

Í þriðja sinn mun Bókasafn Vestmannaeyja bjóða upp á Jólasveinaklúbb. Bókafjörið hefst á morgun og stendur til 19. desember. Á þessum tíma geta börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk Grunnskólans gengið í Jólasveinaklúbb Bókasafns Vestmannaeyja. Þátttakendur velja sér jólabók/jólabækur á Bóka­safninu og lesa að minnsta kosti 10 sinnum, í að lágmarki 10 mínútur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.