Góðgerðafélagið Gleðigjafar orðið að veruleika

Í lok október var haldin árshátíð hjá Gleðigjöfunum. Mikið fjör var á hátíðinni og kíktu í heimsókn meðal annar félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja með brot úr sýningunni Latabæ. Kitty Kovács og Jarl Sigurgeirsson sáu um tónlist kvöldsins og hápunkturinn var svo þegar myndband við lag Gleðigjafanna var frumsýnt. Jackie Cordoso er formaður Gleðigjafanna, en félagið hefur nú verið skráð og er orðið góðgerðafélag. Það var hún Stína í Lukku sem byrjaði með gleðigjafana eftir að Jóhanna Hauksdóttir hringdi í hana og bað hana um að gera eitthvað öðruvísi fyrir hópinn. Jackie fór með ræðu á árshátíðinni þar sem hún sagði frá hvernig félagið hefði þróast á síðustu árum og […]

Þetta er mín hugleiðsla og er afskaplega gefandi og gaman

Bjartey Gylfadóttir man ekki eftir sér öðruvísi en að hafa haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur myndlist og gerði hún mikið af því að teikna og mála myndir þegar hún var barn. Það var svo árið 2002, þá 19 ára gömul sem hún fór á sitt fyrsta myndlistarnámskeið og byrjaði í kjölfarið að mála og […]

100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn hélt sinn 1540. fund í gær fimmtudaginn 22. nóvember. En þann dag fyrir 100 árum voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjabæ staðfest af konungi. Aðeins eitt mál var á dagskrá, 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar. Elís Jónson forseti bæjarstjórnar setti fund og fór yfir ágrip um aðdraganda þess að Vestmannaeyjabær hlaut kaupstaðarréttindi. […]

Karlakórs Vestmannaeyja og Drengjakór íslenska lýðveldisins í Eldheimum á laugardag

Á laugardaginn kemur, 24. nóvember halda Karlakór Vestmannaeyja og Drengjakór íslenska lýðveldisins sameiginlega tónleika í Eldheimum. Síðast héldu kórarnir saman tónleika á haustmánuðum 2015 og var þá fullt út úr húsi. Lofað verður kórsöng og gríni á heimsmælihvarða enda miklir skemmtikraftar í báðum kórum. Tónleikarnir hefast stundvíslega kl. 20:00 og húsið opnar 19:30. Miðaverði á […]

Leppur einn besti jólabjór ársins að mati Vinotek

Bjóráhugamenn bíða öllu jafnan spenntir eftir dagsetningunni 15. nóvember ár hvert. En þá hefst sala jólabjóra í Vínbúðum landsins. Bjórsmakkhópur vefsíðunnar Vinotek.is smakkað sig á dögunum í gegnum flesta þá bjóra sem í boði eru í ár. En þeir eru um fjörtíu talsins. Smakkhópinn skipuðu Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Haukur Heiðar Leifsson, Svala Lind Ægisdóttir, Jenny Hildur […]

Höfum áhrif – Rafbílavæðum Vestmannaeyjar

Undirritaður hefur sent Vestmannaeyjabæ ábendingu undir verkefninu „Viltu hafa áhrif?“ Nú þegar hyllir undir að fyrsta rafdrifna ferjan á Íslandi hefji siglingar milli lands og Eyja, og fyrsta varmadæluverkefnið á Íslandi, sem nýtir sér varma sjávar til upphitunar á heilu bæjarfélagi hefjist, þá tel ég að Vestmannaeyjar geti orðið fyrirmynd annarra bæjarfélaga hvað varðar vistvæna […]

Vel heppnað útgáfuhóf Gísla

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og var útgáfuhóf í Eldheimum í gærkvöldi. Gísli kynnti bókina sína í gær og las upp úr henni en það var Sigmundur Ernir Rúnarsson sem tók hana saman. Í hófinu söng Rósalind Gísladóttir nokkur lög og boðið var uppá léttar veitingar, virkilega vel heppnað útgáfuhóf. (meira…)

Nýtnivika umhverfis Suðurland

Í dag, laugardag hefst árlegt samevrópsk vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivika (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er orðið að draga úr magni úrgangs en það er hægt meðal annars með að minnka neyslu, lengja líftíma hluta, samnýta þá og […]

Fjör og alvara í Ásgarði um helgina

Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00. Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að […]

Níu líf Gísla Steingrímssonar – Útgáfuhóf í Eldheimum

Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og er útgáfuhóf í Eldheimum í kvöld. Gísli kynnir og les úr nýrri bók sinni Níu líf Gísla Steingrímssonar, ævintýramanns úr Eyjum sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman. Í hófinu mun Rósalind Gísladóttir einnig syngja nokkur lög. Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur út þetta einstaka rit. Í kynningu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.