Vel mætt í Sagnheima í gær

Lokahnykkurinn á Safnahelginni fór fram í Sagnheimum í gær, sunnudag. Þar kynnti Halldór Svavarsson kynna nýútkomna bók sína Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Grænlandsför Gottu er nýútkomin bók um efni sem mörgum Vestmannaeyingum hefur verið hugleikið. Árið 1929 fór mótorbáturinn Gotta VE108 í mikla ævintýaraför til Grænlands í þeim tilgangi að fanga þar sauðnaut sem margir álitu […]

Goslokanefnd hefur verið skipuð

Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019 var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var […]

Saga og súpa í Sagnheimum í dag

Saga og súpa í Sagnheimum í dag klukka tólf. Halldór Svavarsson kynnir nýútkomna bók sína um leiðangur Gottu VE 108 til Grænlands árið 1929 að sækja sauðnaut. Myndir úr leiðangrinum prýða veggi Pálsstofu. Allir hjartanlega velkomnir! (meira…)

Símalaus á sunnudaginn?

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus. Með þessu vilja Barnaheill vekja alla sem nota snjallsíma til […]

Mikið hlegið á Háaloftinu í gær

Í gærkvöldi héldu Eyverjar árlegt góðgerðaruppistand sitt á Háaloftinu. Uppistandið var í höndum Dóra DNA sem þótti mjög fyndinn. Salurinn var þétt setinn og mikið hlegið. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til Íþróttafélagsins Ægis sem að hélt nýlega glæsilegt íslandsmót í boccia hér í Eyjum. Óskar Pétur mætti og myndaði: (meira…)

Tók ákvörðun, stóð með henni og kláraði heila plötu

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Þura Stína Kristleifsdóttir eða SURA gaf út sína fyrstu sólóplötu í dag. Platan heitir Tíminn og er ellefu laga breiðskífa sem kemur út á Spotify og vínyl. Þura er með mörg járn í eldinum því samhliða sóló-verkefninu þá er hún einnig plötusnúður og hluti af Reykjarvíkurdætrum og hljómsveitinni CYBER. Upphafið að plötunni fór […]

Safnahelgin heldur áfram með Ellý Ármanns og Kristni R og pysjueftirlitinu

Safnahelgin hófst í gær með opnun ljósmyndasýningar Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. í dag er það uppskeruhátíð pysjueftirlitsins sem ríður á vaðið kl 15.00 í Sæheimum.  Þar verða sýndar ljósmyndir af […]

Sögur og tónar frá Kúbu og ljósmyndir frá Didda Sig

Í Eldheimum byrjar Safnahelgin að þessu sinni með opnun á sýningu á ljósmyndum Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin opnar kl 17:00 fimmtudaginn 1.nóv. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. Kristinn R. Ólafsson og Cubalibre sögur […]

Að virkja golfstrauminn

Þessa dagana er verið að keyra upp varmdælurnar sem við höfum séð rísa við Hlíðarveg 4.  Af því tilefni ætlar Ívar Atlasona að halda fróðlegt erindi í Visku, í kvöld kl. 19.30 til 21.00, um dælurnar og hugmyndafræðina að virkja golfstrauminn ef við getum sagt svo.. Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur eru beðnir […]

Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið. Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega. Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.