Goslokanefnd hefur verið skipuð

Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019 var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var […]

Saga og súpa í Sagnheimum í dag

Saga og súpa í Sagnheimum í dag klukka tólf. Halldór Svavarsson kynnir nýútkomna bók sína um leiðangur Gottu VE 108 til Grænlands árið 1929 að sækja sauðnaut. Myndir úr leiðangrinum prýða veggi Pálsstofu. Allir hjartanlega velkomnir! (meira…)

Símalaus á sunnudaginn?

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus. Með þessu vilja Barnaheill vekja alla sem nota snjallsíma til […]

Mikið hlegið á Háaloftinu í gær

Í gærkvöldi héldu Eyverjar árlegt góðgerðaruppistand sitt á Háaloftinu. Uppistandið var í höndum Dóra DNA sem þótti mjög fyndinn. Salurinn var þétt setinn og mikið hlegið. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til Íþróttafélagsins Ægis sem að hélt nýlega glæsilegt íslandsmót í boccia hér í Eyjum. Óskar Pétur mætti og myndaði: (meira…)

Tók ákvörðun, stóð með henni og kláraði heila plötu

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Þura Stína Kristleifsdóttir eða SURA gaf út sína fyrstu sólóplötu í dag. Platan heitir Tíminn og er ellefu laga breiðskífa sem kemur út á Spotify og vínyl. Þura er með mörg járn í eldinum því samhliða sóló-verkefninu þá er hún einnig plötusnúður og hluti af Reykjarvíkurdætrum og hljómsveitinni CYBER. Upphafið að plötunni fór […]

Safnahelgin heldur áfram með Ellý Ármanns og Kristni R og pysjueftirlitinu

Safnahelgin hófst í gær með opnun ljósmyndasýningar Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. í dag er það uppskeruhátíð pysjueftirlitsins sem ríður á vaðið kl 15.00 í Sæheimum.  Þar verða sýndar ljósmyndir af […]

Sögur og tónar frá Kúbu og ljósmyndir frá Didda Sig

Í Eldheimum byrjar Safnahelgin að þessu sinni með opnun á sýningu á ljósmyndum Sigurðar A. Sigurbjörnssonar eða Didda Sig í anddyri safnsins. Diddi er fær ljósmyndari, með einstaklega næmt auga fyrir litríku landslagi Eyjanna. Sýningin opnar kl 17:00 fimmtudaginn 1.nóv. Sýningin verður opin alla helgina frá 13:00 – 17:00. Kristinn R. Ólafsson og Cubalibre sögur […]

Að virkja golfstrauminn

Þessa dagana er verið að keyra upp varmdælurnar sem við höfum séð rísa við Hlíðarveg 4.  Af því tilefni ætlar Ívar Atlasona að halda fróðlegt erindi í Visku, í kvöld kl. 19.30 til 21.00, um dælurnar og hugmyndafræðina að virkja golfstrauminn ef við getum sagt svo.. Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur eru beðnir […]

Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið. Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega. Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í […]

Silja Elsabet er sigurvegari í keppninni ungir einleikarar

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.