Kötlugos fyrr og nú

Í dag, sunnudag verður boðið upp á áhugaverða dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu. Þar munu Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar ræða um afleiðingar Kötlugossins 1918 fyrir Vestmannaeyjar sem og hvers við megum vænta er Katla vaknar af sínum Þyrnirósarsvefni. Þá mun lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, fjallar um viðbragð almannavarna við eldgosi í Kötlu. Á sama tíma munum […]

Vinnslustöðin býður á ball í kvöld

Vinnslustöð Vestmannaeyja heldur árshátíð fyrir starfsfólk sitt í Höllinni í kvöld, laugardaginn 20. október. Þegar veisluhöldunum er lokið er almenningi boðið að slást í hópinn á heljarinnar dansleik. Það eru þrír af flottustu söngvurum landsins, þau Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og Jogvan sem fara fyrir frábærri hljómsveit á dansleiknum. Húsið opnar kl. 00.30, frítt inn […]

Samferða á Háaloftinu á föstudaginn

Á föstudaginn kemur þann 19. október kl. 20. 00 fara fram á Háaloftinu góðgerðartónleikarnir Samferða. Fram koma Karlakór Vestmannaeyja, Júníus Meyvant, Una og Sara, Sæþór Vídó og ný vestmannaeysk hljómsveit Merkúr stígur sín fyrstu skref. Kynnir kvöldsins er leikarinn og grínistinn Tryggvi Rafnsson. Tónleikarnir eru hluti af röð tónleika víðsvegar um landið. Allir sem fram […]

Ótrúlegar kúnstir með ping pong bolta

Eyjapeyjarnir Rúnar Gauti og Kristófer Tjörvi gerðu ótrúlegt flott myndband með allskonar kúnstum með ping pong bolta. Þeir félagar hafa sennilega lagt hellings vinnu og æfingar fyrir myndbandið og leynir gleðin sér ekki hjá þeim þegar hlutirnir ganga upp.   (meira…)

Jól í skókassa af stað á nýjan leik

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Síðasti skiladagur skókassa í Vestmannaeyjum er fimmtudagurinn 1. […]

Við finnum fyrir auknum áhuga og eigum svo mikið inni 

Berglind Sigmarsdóttir var kosinn formaður ferðamálasamtakanna í Vestmannaeyjum nú fyrr á þessu ári. Hún segir að verkefnin framundan hjá samtökunum vera mörg og að stærsta verkefnið sé nýr Herjólfur og samvinnan við bæinn. Hún er vongóð á að í framtíðinni geti ferðasumarið orðið lengra og segir að mikill áhugi sé fyrir Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegur fjölbreytileiki sem þrífst á Eyjunni og henni finnst samfélagið eigi mikið […]

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir umsóknir, ábendingar og tillögur vegna verkefnisins Viltu hafa áhrif 2019. Verkefnið er í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um aukið íbúalýðræði. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina, má þar til dæmis nefna Frisbee golfvöll sem settur hefur verið upp við íþróttamiðstöðina og hoppudýnuna sívinsælu á Stakkagerðistúni. Erindi, ábendingar og tillögur Þeir […]

Margir gerðu sér glaðan bleikan dag

Bleiki dagurinn í gær fór sennilega ekki framhjá mörgum en hann hefur verið haldin síðustu 11 ár. Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun […]

Mandala opnar með pompi og prakt

Þær Birna Vídó Þórsdóttir og Sigríður Lára Andrésdóttir opnuðu nýja og glæsilega snyrtistofu í dag. Stofan heitir Mandala, en nafnið er heitið á indversku tákni og þýðir að öll byrjum við á einum punkt en svo er það undir okkur að halda áfram vegferðinni. Birna og Sigga Lára eru ekki nýgræðingar í faginu en báðar […]

Sólbrúnir vangar í Hörpu í janúar

Miðasala á hina árlegu Eyjatónleikar í Eldborgarsal Hörpu hófst nú í morgun á tix.is og harpa.is. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Yfirskrift tónleikana þetta árið er Sólbrúnir vangar. Þetta verður í áttunda skipti sem Eyjamenn og vinir þeirra koma saman í Eldborgarsal Hörpu til að hlusta á Eyjaperlurnar. Allt hófst þetta í aldarminningu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.