Bleikur dagur í dag

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Eyjamenn taka einnig þátt í deginum og er […]
Heimildarmyndir um komu vatnsins og vatnsleysið í Eyjum.

Á morgun föstudaginn 12. október kl. 17.15 – 18.00 verða sýndar tvær heimildarmyndir í Einarsstofu í Safnahúsinu um undirbúning og lagningu fyrstu vatnsleiðslunnar til Eyja í júlí 1968 og var myndin gerð af NKT framleiðenda vatnsleiðslanna til Eyja. Myndin er nú komin með íslenskum texta og er 20 mín. Þá verður einnig sýnd mynd RÚV […]
Framkvæmdir hvalasafnsins ganga vel

Það er hálft ár þangað til tveir mjaldrarnir sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru í fullum gangi bæði við Ægisgötu þar safnið verður og einnig út í Klettsvík þar sem mjaldrarnir munu búa, en reiknað er með að kvíin verði tilbúin núna í október. Bragi Magnússon er staðbundinn verkefnastjóri yfir framkvæmdum hvalasafnsins í Vestmannaeyjum, hann sagði að framkvæmdirnar séu […]
Litlagerði snyrtilegasta gatan

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti í gær viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignir bæjarins, ásamt snyrtilegustu götunni og fyrir vel heppnaðar endurbætur. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður ráðsins afhendi viðurkenningarnar. Snyrtilegasta fyrirtækið: Ísfélagið Snyrtilegasti garðurinn: Stóragerði 10, Hannes Haraldsson og Magnea Guðrún Magnúsdóttir Snyrtilegasta eignin: Búhamar 42, Sigurður Friðriksson og Lilja Ólafsdóttir Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 13b, Magnús […]
Rumours er fjórða söluhæsta hljómplata sögunnar

Næstkomandi föstudagskvöld 12. október kemur saman á Háaloftinu föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna og flytja tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Ferli Fleetwood Mac má gróflega skipta í tvennt. Upphafstímabilið þar sem blústónlistin var allsráðandi og höfuðpaur sveitarinnar, hinn magnaði Peter Green réð ríkjum, og svo tímabilið sem hófst þegar Stevie Nicks og Lindsey […]
Kráin komin í miðbæinn

Kári Vigfússon veitingamaður sem rekið hefur Krána við Boðaslóð hefur nú flutt starfsemina og opnað á nýjum stað að Bárustíg 1. „Viðbrögðin hafa verið frábær og almenn ánægja með nýja staðinn,” sagði Kári í spjalli við Eyjafréttir. „Við erum að bjóða uppá gamla góða matseðilinn með Hlölla í fararbroddi. Þó erum við líka með einhverjar […]
Eyjahjartað í Einarsstofu á sunnudaginn

Í áttunda skiptið er boðað til Eyjahjartans sem svo sannarlega hefur slegið í gegn, Þar rifjar fólk upp æskuárin í Eyjum, hvert frá sínu sjónarhorni. Hist verður í Einarsstofu á sunnudaginn kl. 13.00 og má búast við góðri aðsókn eins og fyrri skiptin. Það er því ástæða til að hvetja fólk að mæta tímanlega. Þau […]
Besta lundaball ársins

Um helgina fór fram í Höllinni hið árlega Lundaball. Að þessu sinni var það í höndum Álseyinga. Rúmlega 400 manns mættu til matar og var almenn ánægja með skemmtunina. Voru gestir sammála um það að þetta sé langbesta lundaball sem haldið hefur verið á árinu. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með […]
Væntingar, erfiðleikar, sorg og ótti í baráttunni við eldinn

Við hittumst á vinnustofu Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns á lofti í gamalli kró við Geirsgötu við Gömlu höfnina í Reykjavík. Blaðamaður, Gísli Pálsson, frá Bólstað í Vestmannaeyjum, mannfræðingur og rithöfundur og Valdimar sem ekki er maður einhamur. Þarna er hann með aðstöðu til að sýna myndir sem hann hefur gert, m.a. um Eyjafjallagosið. Umhverfið er kunnuglegt, minnir á krærnar í […]
Þetta er áhugamál mitt og félagsskapurinn ómetanlegur

Við Vestmannabraut í KFUM og K húsinu er myndlistafélag Vestmannaeyja starfrækt. Félagið var stofnað árið 2009 þegar nokkrar konur ákváðu að mynda félag í kringum listsköpun sína. Sigrún Þorsteinsdóttir er ein af stofnendum og hefur hún einnig verið formaður félagsins frá upphafi. Sigrún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er gift Sigurði Elíassyni. Alla tíð hefur Sigrún […]