Innilegir tónleikar í skemmtilegum sal

Alþýðuhúsið hefur gengið í gegnum miklar endurbætur að undanförnu með nýjum eigendum. En það er athafnamaðurinn Páll Eyjólfsson ásamt fleirum sem keyptu húsið. Þar hefur hann opnað vinalegan stað þar sem ætlunin er að bjóða upp á reglulega tónleika. Frá því að húsið opnaði nú í byrjun október hafa verið haldnir þar þrennir tónleikar. Nú […]

CCR bandið á Háaloftinu í kvöld

CCR bandið leikur tónlist Creedence Clearwater Revival á tónleikum á Háaloftinu í kvöld. Strákarnir í CCR Bandinu hafa það að aðalsmerki að heiðra hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Proud […]

Uppskeruhátíð Pysjueftirlitsins

Líkt og fyrri ár verður Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins haldin fyrstu helgina í nóvember, á Safnahelgi. Í ár voru teknar yfir 7500 ljósmyndir enda hefur fjöldi pysja í eftirlitinu aldrei verið meiri og settum við nokkur heimsmet í ár! Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember klukkan 15 og verður opin alla helgina, opnunartími er sem hér segir; Föstudagur […]

Alveg sér á báti að reka hótel í Vestmannaeyjum 

„Lítil og hógvær maður úr Keflavík,“ voru orðin sem Bjarni Geir Bjarnason notaði þegar hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér. Bjarni Geir keypti Hótel Eyjar fyrir tveimur árum síðan og þegar hann keypti hótelið datt honum ekki til hugar að samgöngurnar yrðu svona stórt vandamál eða að Airbnb yrði hans stærsti samkeppnisaðili. Hann hefur stórar hugmyndir fyrir flugvöllinn hérna og […]

,,Þú átt eftir að stinga í samband”

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Glanni glæpur í Latabæ Höfundar: Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson Það er ótrúlegt til þess að hugsa að liðin séu heil tuttugu og þrjú ár síðan sagan af Latabæ kom fyrst út. Sagan, sem skrifuð var af Magnúsi Scheving, átti að höfða til barna og hvetja þau bæði […]

Kötlugos fyrr og nú

Í dag, sunnudag verður boðið upp á áhugaverða dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu. Þar munu Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar ræða um afleiðingar Kötlugossins 1918 fyrir Vestmannaeyjar sem og hvers við megum vænta er Katla vaknar af sínum Þyrnirósarsvefni. Þá mun lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, fjallar um viðbragð almannavarna við eldgosi í Kötlu. Á sama tíma munum […]

Vinnslustöðin býður á ball í kvöld

Vinnslustöð Vestmannaeyja heldur árshátíð fyrir starfsfólk sitt í Höllinni í kvöld, laugardaginn 20. október. Þegar veisluhöldunum er lokið er almenningi boðið að slást í hópinn á heljarinnar dansleik. Það eru þrír af flottustu söngvurum landsins, þau Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og Jogvan sem fara fyrir frábærri hljómsveit á dansleiknum. Húsið opnar kl. 00.30, frítt inn […]

Samferða á Háaloftinu á föstudaginn

Á föstudaginn kemur þann 19. október kl. 20. 00 fara fram á Háaloftinu góðgerðartónleikarnir Samferða. Fram koma Karlakór Vestmannaeyja, Júníus Meyvant, Una og Sara, Sæþór Vídó og ný vestmannaeysk hljómsveit Merkúr stígur sín fyrstu skref. Kynnir kvöldsins er leikarinn og grínistinn Tryggvi Rafnsson. Tónleikarnir eru hluti af röð tónleika víðsvegar um landið. Allir sem fram […]

Ótrúlegar kúnstir með ping pong bolta

Eyjapeyjarnir Rúnar Gauti og Kristófer Tjörvi gerðu ótrúlegt flott myndband með allskonar kúnstum með ping pong bolta. Þeir félagar hafa sennilega lagt hellings vinnu og æfingar fyrir myndbandið og leynir gleðin sér ekki hjá þeim þegar hlutirnir ganga upp.   (meira…)

Jól í skókassa af stað á nýjan leik

Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu. Síðasti skiladagur skókassa í Vestmannaeyjum er fimmtudagurinn 1. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.