Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar á Háaloftinu í kvöld

„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ). „Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá […]

5435 pysjur verið vigtaðar.

Það er heldur farið að hægjast á pysjuævintýrinu í Eyjum enn eru þó pysjur að finnast. Í heildina er búið að koma 5435 pysjur í Pysjueftirlit Sæheima sem er það lang mesta frá því að mælingar hófust. Það er nóg að gera í Sæheimum þessa dagana þrátt fyrir að pysjunum hafi fækkað voru þær samt […]

Mannauðurinn er okkar dýrmætasta auðlind

Vestmannaeyjar hafa í gegnum tíðina verið ríkar af hinum ýmsu auðlindum, hér áður fyrr voru björgin og úteyjarnar mikið forðabúr, þá líkt og nú voru fiskimiðin gjöful og mikilvæg auðlind, hugvitsmenn nýttu svo þær náttúruhamfarir sem gengu yfir eyjuna okkar til að kynda húsnæði Eyjamanna á tímabili og stórbrotin náttúra okkar, saga og menning er […]

Biggi Nielsen gefur út Ég veit þú kemur

Trommuleikarinn góðkunni gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2016 Svartur 2 og vakti hún verðskuldaða athygli. Ný plata Útiklefinn er væntanleg í lok september og er Biggi á svipuðum slóðum og á þeirri fyrri undir Acid Jazz og Fönk áhrifum. Sem fyrr eru landsþekktir hljóðfæraleikarar með Bigga á þessari plötu. Fyrsta lagið sem við fáum […]

Sjóræningjar á uppskeruhátíð sumarlesturs

Hinn 5. júní sl. hófst sumarlestur Bókasafnsins með því að Dórótea úr Galdrakarlinum í Oz og Mary Poppins opnuðu sýn inní töfraheim klassískra bókmennta sem var þema sumarsins. Barnadeildin var lögð undir Galdrakarlinn í Oz, Bangsímon, Lísu í Undralandi, Pétur Pan  og aðrar hetjur eilífrar æsku. Í gær, 13. september, lauk sumarlestrinum formlega með uppskeruhátíð […]

Afmælisnefnd skipuð hjá bænum

Bæjarráð skipaði í síðustu viku starfshóp vegna 100 ára afmælis kaupstaðaréttinda Vestmannaeyjabæjar sem er á næsta ári. Afmælisnefndin tekur við af annari nefnd sem hóf störf á síðasta kjörtímabili og var fyrsti fundur nýrrar nefndar í fyrradag. Í afmælisnefndinni eru Arnar Sigurmundsson, Hrefna Jónsdóttir og Stefán Óskar Jónasson. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mun einnig […]

Viðar og Eyjabítlarnir slógu í gegn

Það var mikið fjör á Háaloftinu síðastliðið föstudagskvöld þegar Viðar og Eyjabíltarnir trylltu lýðinn. Áhorfendur skemmtu sér hið besta á kvöldinu og var mikið hlegið af skemmtilegum sögum Viðars á milli laga sem öll voru flutt “orginal” að sjálfsögðu. „Þetta var snilldin ein og ein sú albesta og skemmtilegasta skemmtun sem ég hef farið á,” […]

Heimsmet sett í pysjuvigtun um helgina

Þeir voru ófáir pysjubjörgunarmennirnir á ferli síðustu daga enda pysjutíminn í hámarki. Tvívegis var slegið heimsmet í fjölda vigtaðra og vængmældra pysja í pysjueftirliti Sæheima. En eftirlitið er á nýjum stað í ár. Í “Hvíta húsinu” að Strandvegi 50, gengið inn baka til. Á fimmtudaginn var komið með 472 pysjur sem er mesti fjöldi síðan […]

Nýliðaæfing hjá Karlakór Vestmannaeyja á sunnudag

Félagar í Karlakór Vestmannaeyja hefja æfingar eftir sumarfrí með nýliðaæfingu á sunnudaginn kemur, 9. september kl. 14:00 og það í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Nýjir meðlimir eru boðnir velkomnir af kórmeðlimum og stjórnanda. Það er staðreynd að fjöldi manna í Vestmannaeyjum hafa haft hug á að ganga í kórinn en ekki látið verða af því. Eftirfarandi […]

Ýmislegt sem bjargvættir þurfa að hafa í huga

Pysjueftirlitið hefur núna flutt sig í  “Hvíta húsið” við Strandveg 50 vegna aðstöðuleysis á Sæheimum fyrir eftirlitið. Pysjueftirlitið hefur vaxið gríðarlega á síðustu þrem árum og húsnæði safnsins er hreinlega sprungið. „Til að geta tekið á móti öllum björgunarmönnunum okkar, sem og gestum safnsins var tekin ákvörðun um að flytja eftirlitið á hentugri stað þangað til að nýja […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.