Kráin komin í miðbæinn

Kári Vigfússon veitingamaður sem rekið hefur Krána við Boðaslóð hefur nú flutt starfsemina og opnað á nýjum stað að Bárustíg 1. „Viðbrögðin hafa verið frábær og almenn ánægja með nýja staðinn,” sagði Kári í spjalli við Eyjafréttir. „Við erum að bjóða uppá gamla góða matseðilinn með Hlölla í fararbroddi. Þó erum við líka með einhverjar […]

Eyjahjartað í Einarsstofu á sunnudaginn

Í áttunda skiptið er boðað til Eyjahjartans sem svo sannarlega hefur slegið í gegn, Þar rifjar fólk upp æskuárin í Eyjum, hvert frá sínu sjónarhorni. Hist verður í Einarsstofu á sunnudaginn kl. 13.00 og má búast við góðri aðsókn eins og fyrri skiptin. Það er því ástæða til að hvetja fólk að mæta tímanlega. Þau […]

Besta lundaball ársins

Um helgina fór fram í Höllinni hið árlega Lundaball. Að þessu sinni var það í höndum Álseyinga. Rúmlega 400 manns mættu til matar og var almenn ánægja með skemmtunina. Voru gestir sammála um það að þetta sé langbesta lundaball sem haldið hefur verið á árinu. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með […]

Væntingar, erfiðleikar, sorg og ótti í baráttunni við eldinn

Eldhugar1

Við hittumst á vinnustofu Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns á lofti í gamalli kró við Geirsgötu við Gömlu höfnina í Reykjavík. Blaðamaður, Gísli Pálsson, frá Bólstað í Vestmannaeyjum, mannfræðingur og rithöfundur og Valdimar sem ekki er maður einhamur. Þarna er hann með aðstöðu til að sýna myndir sem hann hefur gert, m.a. um Eyjafjallagosið. Umhverfið er kunnuglegt, minnir á krærnar í […]

Þetta er áhugamál mitt og félagsskapurinn ómetanlegur

Við Vestmannabraut í KFUM og K húsinu er myndlistafélag Vestmannaeyja starfrækt. Félagið var stofnað árið 2009 þegar nokkrar konur ákváðu að mynda félag í kringum listsköpun sína. Sigrún Þorsteinsdóttir er ein af stofnendum og hefur hún einnig verið formaður félagsins frá upphafi. Sigrún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er gift Sigurði Elíassyni. Alla tíð hefur Sigrún […]

Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar á Háaloftinu í kvöld

„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ). „Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá […]

5435 pysjur verið vigtaðar.

Það er heldur farið að hægjast á pysjuævintýrinu í Eyjum enn eru þó pysjur að finnast. Í heildina er búið að koma 5435 pysjur í Pysjueftirlit Sæheima sem er það lang mesta frá því að mælingar hófust. Það er nóg að gera í Sæheimum þessa dagana þrátt fyrir að pysjunum hafi fækkað voru þær samt […]

Mannauðurinn er okkar dýrmætasta auðlind

Vestmannaeyjar hafa í gegnum tíðina verið ríkar af hinum ýmsu auðlindum, hér áður fyrr voru björgin og úteyjarnar mikið forðabúr, þá líkt og nú voru fiskimiðin gjöful og mikilvæg auðlind, hugvitsmenn nýttu svo þær náttúruhamfarir sem gengu yfir eyjuna okkar til að kynda húsnæði Eyjamanna á tímabili og stórbrotin náttúra okkar, saga og menning er […]

Biggi Nielsen gefur út Ég veit þú kemur

Trommuleikarinn góðkunni gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2016 Svartur 2 og vakti hún verðskuldaða athygli. Ný plata Útiklefinn er væntanleg í lok september og er Biggi á svipuðum slóðum og á þeirri fyrri undir Acid Jazz og Fönk áhrifum. Sem fyrr eru landsþekktir hljóðfæraleikarar með Bigga á þessari plötu. Fyrsta lagið sem við fáum […]

Sjóræningjar á uppskeruhátíð sumarlesturs

Hinn 5. júní sl. hófst sumarlestur Bókasafnsins með því að Dórótea úr Galdrakarlinum í Oz og Mary Poppins opnuðu sýn inní töfraheim klassískra bókmennta sem var þema sumarsins. Barnadeildin var lögð undir Galdrakarlinn í Oz, Bangsímon, Lísu í Undralandi, Pétur Pan  og aðrar hetjur eilífrar æsku. Í gær, 13. september, lauk sumarlestrinum formlega með uppskeruhátíð […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.