Björgunarfélag Vestmannaeyja fagnaði 100 ára afmæli um helgina

Í byrjun ágúst eða þann 4. ágúst voru liðin hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Á afmælisdaginn sjálfan fögnuðu félagar BV með því að setja extra púður í flugeldasýningu sína á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Nú um helgina fór svo fram heljarinnar afmælisveisla. Hófst hún með opnu hús hjá félaginu á laugardaginn. Um kvöldið […]

Hnetuhjúpuð hreindýrasteik og grafið hreindýrahjarta

Matgæðingur vikunnar hefur svarað kallinu, en það er hann Björn Sigþór Skúlason sem er matgæðingur að þessu sinni. „Fyrst vil þakka Esther fyrir að tilnefna mig í þetta. Þar sem að ég hef afskaplega gaman af því að veiða er tilvalið að koma með smá hreindýraþema.“   Hnetuhjúpuð hreindýrasteik Þessa uppskrift fann ég á netinu […]

Pysjueftirlitið er flutt í hvíta húsið

Það var nóg um að vera í pysjueftirlitinu um helgina og er heildarfjöldinn að nálgast 300. Frá og með deginum í dag mun pysjueftirlitið flytja sig um set, nánar tiltekið í “hvíta húsið” við Strandveg 50. Opnunartíminn verður frá 13-18 alla daga en Sæheimar taka enn á móti pysjum eða þangað til pysjueftirlitið opnar klukkan 13:00 […]

GRV hljóp norræna skólahlaupið í morgun

Í morgun hlupu nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja hið árlega Norræna Skólahlaup. Hlaupnir voru 3 km, hin svokallaði ÍBV-hringur. Hlaupið var af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 10:00 en þó ekki fyrr en Anna Lilja Sigurðardóttir var búin að hita hlauparana vel upp. Foreldrum og starfsfólki var boðið að taka þátt í hlaupinu með nemendum og nýttu sér […]

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á morgun laugardag

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun laugardag. Allt samkvæmt áætlun. Veðurspáin fyrir laugardaginn er ekki slæm, en Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Þannig að ekki er hægt að koma á morgun í hlaupið. Þeir sem geta komið í dag með Herjólfi kl.19:00 frá Þorlákshöfn geta breytt miðanum og fá frítt. Hafið samband með því að […]

Álseyjarútgáfan endurútgefur Lundaballslistann

Álseyingar hafa löngum verið fremstir úteyinga í undirbúningi fyrir Árshátíð bjargveiðimanna í Eyjum. Hafa Álseyingar oft farið ótroðnar slóðir í þeim efnum enda hafa Lundaböllin sem þeir hafa haldið alltaf toppað það sem áður hefur verið gert. Álseyingar virðast enn einu sinni ætla að setja standard Lundaballsins í nýjar hæðir og má því búast við […]

Nýtt lag og plata á leiðinni frá Júníusi Meyvant

Eftir vel heppnaða fyrstu útgáfu sína árið 2016 og margar tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin snýr Júníus Meyvant aftur með nýja breiðskífu, ‘Across The Borders’, sem kemur út 9. Nóvember. ‘Across The Borders’ var hljóðrituð hér á landi í Hljóðrita í Hafnarfirði en Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi Hjálmur) var á tökkunum og sá um hljóðblöndun. Fyrsta lagið sem við fáum […]

Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla (meira…)

Umhverfis Suðurland – Plastlaus september

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráð kom fram að Vestmannaeyjar eru þátttakendur í verkefninu Umhverfis Suðurland. En hvað er það? Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.