Umsjónarkennarar og stjórnendur GRV veturinn 2018-2019

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019. Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri. Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. […]
Opið hús hjá Björgunarfélaginu á laugardag

Þann 4. ágúst síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Í tilefni af aldarafmælinu býður Björgunarfélagið bæjarbúum í opið hús laugardaginn 1.september næstkomandi. Húsnæði félagsins að Faxastíg 38 verður opið frá 10:00 – 14:00 og gefst bæjarbúum þar kostur á að skoða húsnæði félagsins og þann búnað sem félagið […]
Grunnskóli Vestmannaeyja var settur á fimmtudag

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur síðasliðinn fimmtudag, 23. ágúst. Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Nýr skólastjóri Anna Rós ræddi við nemendur og foreldra og Jarl Sigurgeirsson stýrði skólasöngnum, sem ber heitið Gleði, öryggi og vinátta, við ágætar undirtektir. Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur […]
Útsýnisstaur við Flakkarann

Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu á sunnudagsrúnt sínum um nýja hraunið, nánar tiltekið á útsýnispallinn við Flakkarann. En þar hefur mátt sjá heljarinnar tréstaur standa upp á endann. Þarna er á ferðinni hugvit og framkvæmdagleði Marinós Sigursteinssonar eða Mara pípara eins og flestir þekkja hann. „Hugmyndina fékk ég að láni frá Austurríki […]
Kráin flytur í miðbæinn

Nýverið sögðum við frá því að Subway lokaði veitingastað sínum í Eyjum. En eins og gamla máltakið segir þá er eins manns dauði annars manns brauð. Heyrst hefur af nokkrum veitingamönnum sem sóst hafa eftir húsnæðinu enda á besta stað í miðbænum. Nú er hins vegar orðið ljóst að Kári Vigfússon hlýtur hnossið og hyggst […]
Fyrsta lundapysjan fundin

Á mánudaginn sást í fyrstu lundapysjuna í höfninni og í gærkvöldi fannst fyrsta lundapysjan í bænum. Það má því segja að lundapysjutíðin sé hafin. (meira…)
Flottasta Lundaball sögunnar í undirbúningi

Árshátíð Bjargveiðimennafélags Vestmannaeyja, eða Lundaballið eins og hátíðin er oftast kölluð er á næsta leiti. Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár, hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Ystaklettsmenn, sem áttu að sjá um ballið í ár, fetuðu í fótspor nágranna sinni í Ellirey og „beiluðu á“ að halda það og því […]
Leikfélagið ætlar að sýna Latabæ í vetur

Leikfélag Vestmannaeyja ætlar að sýna leikritið Glanni Glæpur í Latabæ í vetur. Þessa daganna auglýsir leikfélagið eftir leikstjóra til að leikstýra verkinu og áætla þau að byrja æfa 1. september og ætla þau að taka 8 vikur í að æfa verkið og má því áætla að byrjað verði að sýna verkið í nóvember. (meira…)
Draumurinn um vatnið rættist á Þorláksmessu

Þess var minnst 7. júlí sl. á opnu málþingi í Sagnheimum að 50 ár voru liðin frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja. Í sömu viku var fylgdi sérstakt 18 bls. vatnsblað með Eyjafréttum. Í blaðinu var fjallað var undirbúning og framkvæmdir sem hófust sumarið 1966 með lagningu vatnsleiðslu frá vatnsinntaki úr bergvatnsá við bænum Syðstu Mörk til […]
Okkar kjörorð er að verða að gagni ef eitthvað bjátar á

Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) eins og við þekkjum félagið í dag varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyja og Björgunarfélagsins 1992. Það er ein af stoðum bæjarfélagsins með 30 til 35 manna hóp sem alltaf er til þjónustu reiðubúinn þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Eins og til dæmis þegar brjálað veður skellur á, leita […]