Afmælisnefnd skipuð hjá bænum

Bæjarráð skipaði í síðustu viku starfshóp vegna 100 ára afmælis kaupstaðaréttinda Vestmannaeyjabæjar sem er á næsta ári. Afmælisnefndin tekur við af annari nefnd sem hóf störf á síðasta kjörtímabili og var fyrsti fundur nýrrar nefndar í fyrradag. Í afmælisnefndinni eru Arnar Sigurmundsson, Hrefna Jónsdóttir og Stefán Óskar Jónasson. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mun einnig […]

Viðar og Eyjabítlarnir slógu í gegn

Það var mikið fjör á Háaloftinu síðastliðið föstudagskvöld þegar Viðar og Eyjabíltarnir trylltu lýðinn. Áhorfendur skemmtu sér hið besta á kvöldinu og var mikið hlegið af skemmtilegum sögum Viðars á milli laga sem öll voru flutt “orginal” að sjálfsögðu. „Þetta var snilldin ein og ein sú albesta og skemmtilegasta skemmtun sem ég hef farið á,” […]

Heimsmet sett í pysjuvigtun um helgina

Þeir voru ófáir pysjubjörgunarmennirnir á ferli síðustu daga enda pysjutíminn í hámarki. Tvívegis var slegið heimsmet í fjölda vigtaðra og vængmældra pysja í pysjueftirliti Sæheima. En eftirlitið er á nýjum stað í ár. Í “Hvíta húsinu” að Strandvegi 50, gengið inn baka til. Á fimmtudaginn var komið með 472 pysjur sem er mesti fjöldi síðan […]

Nýliðaæfing hjá Karlakór Vestmannaeyja á sunnudag

Félagar í Karlakór Vestmannaeyja hefja æfingar eftir sumarfrí með nýliðaæfingu á sunnudaginn kemur, 9. september kl. 14:00 og það í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Nýjir meðlimir eru boðnir velkomnir af kórmeðlimum og stjórnanda. Það er staðreynd að fjöldi manna í Vestmannaeyjum hafa haft hug á að ganga í kórinn en ekki látið verða af því. Eftirfarandi […]

Ýmislegt sem bjargvættir þurfa að hafa í huga

Pysjueftirlitið hefur núna flutt sig í  “Hvíta húsið” við Strandveg 50 vegna aðstöðuleysis á Sæheimum fyrir eftirlitið. Pysjueftirlitið hefur vaxið gríðarlega á síðustu þrem árum og húsnæði safnsins er hreinlega sprungið. „Til að geta tekið á móti öllum björgunarmönnunum okkar, sem og gestum safnsins var tekin ákvörðun um að flytja eftirlitið á hentugri stað þangað til að nýja […]

Björgunarfélag Vestmannaeyja fagnaði 100 ára afmæli um helgina

Í byrjun ágúst eða þann 4. ágúst voru liðin hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Á afmælisdaginn sjálfan fögnuðu félagar BV með því að setja extra púður í flugeldasýningu sína á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Nú um helgina fór svo fram heljarinnar afmælisveisla. Hófst hún með opnu hús hjá félaginu á laugardaginn. Um kvöldið […]

Hnetuhjúpuð hreindýrasteik og grafið hreindýrahjarta

Matgæðingur vikunnar hefur svarað kallinu, en það er hann Björn Sigþór Skúlason sem er matgæðingur að þessu sinni. „Fyrst vil þakka Esther fyrir að tilnefna mig í þetta. Þar sem að ég hef afskaplega gaman af því að veiða er tilvalið að koma með smá hreindýraþema.“   Hnetuhjúpuð hreindýrasteik Þessa uppskrift fann ég á netinu […]

Pysjueftirlitið er flutt í hvíta húsið

Það var nóg um að vera í pysjueftirlitinu um helgina og er heildarfjöldinn að nálgast 300. Frá og með deginum í dag mun pysjueftirlitið flytja sig um set, nánar tiltekið í “hvíta húsið” við Strandveg 50. Opnunartíminn verður frá 13-18 alla daga en Sæheimar taka enn á móti pysjum eða þangað til pysjueftirlitið opnar klukkan 13:00 […]

GRV hljóp norræna skólahlaupið í morgun

Í morgun hlupu nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja hið árlega Norræna Skólahlaup. Hlaupnir voru 3 km, hin svokallaði ÍBV-hringur. Hlaupið var af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 10:00 en þó ekki fyrr en Anna Lilja Sigurðardóttir var búin að hita hlauparana vel upp. Foreldrum og starfsfólki var boðið að taka þátt í hlaupinu með nemendum og nýttu sér […]

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á morgun laugardag

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun laugardag. Allt samkvæmt áætlun. Veðurspáin fyrir laugardaginn er ekki slæm, en Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Þannig að ekki er hægt að koma á morgun í hlaupið. Þeir sem geta komið í dag með Herjólfi kl.19:00 frá Þorlákshöfn geta breytt miðanum og fá frítt. Hafið samband með því að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.