Að komast leiðar sinnar

Á stærstu ferðahelgum sumarsins hér í Eyjum búum við heimamenn – og raunar gestir okkar líka – við skert ferðafrelsi; umfram það sem við þurfum að þola venjulega. Þetta er ekkert nýtt – svona hefur þetta verið um langt skeið. Allir þessir skemmtilegu viðburðir sumarsins – Pæjumót, Orkumót, Goslok og núna Íslandsmótið í golfi – […]

Mikilvægar tímasetningar í undirbúningnum

Nú eru aðeins fjórir dagar í hátíðina og nóg um að vera næstu daga að klára græja hina ýmsu hluti fyrir helgina. Í síðustu viku fengu allir þeir sem sóttu um lóð að vita í hvaða götum þeir eiga að vera og í dag fær fólk númerið á sínu tjaldi.   Niðursetning á súlum verður á […]

Tónleikar Sunnu á Slippnum

Sunna Guðlaugsdóttir er flestum Eyjamönnum góðu kunn, hún hefur sungið sig inní hjörtu eyjamanna á síðustu árum. Sunna vinnur nú að því að gefa út sína fyrstu plötu og ætlar að fara aðeins öðruvísi leið til þess að láta þann draum sinn rætast. Á fimmtudaginn spilaði Sunna á Slippnum ásamt dönskum og íslenskum félögum sínum. Hún […]

Myndlistarsýning Steinunnar

Um helgina mun Steinunn Einarsdóttir myndlistarkona halda sölusýningu á verkum sínum. Á sýningunni verða verk af öllum stærðum og gerðum og frá hinum ýmsum tímabilum. Í tilefni þess að hún er að flytja í nýtt húsnæði verða verkin seld með miklum afslætti. Sýningin verður haldin á gamla heimilinu hennar að Vestmannabraut 36, efri hæð. Sýningin […]

Forsölulok og skipulagið í kringum hvítu tjöldin

Forsölu á Þjóðhátíð lýkur á dalurinn.is á morgun fimmtudag. Frá og með föstudeginum 27. júlí verður eingöngu hægt að kaupa miða á lokaverði. Hvítu tjöldin og dagsetningar 31. júlí 2018 – Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum. Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00 Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00 Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00 Sigurbraut, […]

Dagskráin á Húkkaraballinu

Eins og ár hvert mun Húkkaraballið fara fram á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð. Dagskrá ballsins í ár er þétt skipuð og glæsileg, staðsetning á ballinu kemur í ljós á næstu dögum. Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum sem er úthlutað fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal, eða um 800 metrar. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að úthlutunin hafi gengið vel fyrir utan byrjunarörðuleika sem urðu í byrjun, „það var vegna samskiptaörðuleika við Borgun um greiðslufyrirkomulagið,“ sagði Dóra Björk. Á morgun er […]

FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi

„Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðarlag sem Vísir frumsýndi í dag. Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með stórsöngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Hér að ofan má sjá myndbandið […]

Melodic Objects í Höllinni á morgun þriðjudag

Hópur sem kallar sig “Melodic Objects” og bjóða upp á djögl + tónlist bíður til tónlistarveislu í Höllinni á morgun þriðjudaginn 24. júlí kl. 16.00. 6 djöglarar og einn tónlistarmaður vinna saman að tónlistarveislu fyrir augu og eyru.  Sýning fer fram undir stjórn Jay Gilligan, sem er prófessor í djögli við Dance and Circus University í Stokkhólmi. Sýningin er gerð til heiðurs […]

Ógildir miðar á Þjóðhátíð 2018

“Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa Þjóðhátíðarmiða útá stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt. Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.” segir í tilkynningu á dalurinn.is. “Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.