Setning þjóðhátíðar hefðinni samkvæmt

Setning Þjóðhátíðar fór fram hefðinni samkvæmt í gær og var góð mæting á hana. Unnar Hólm Ólafsson formaður ÍBV íþróttafélags setti hátíðina, Arnar Sigurmundsson hélt hátíðarræðu, Hjördís Traustadóttir sæmdi Birgi Guðjónssyni, fyrrum formanni Þjóðhátíðarnefndar, Gullmerki ÍBV, sem er hæsta viðurkenning innan félagsins. Þá hélt sr. Guðmundur Örn Jónsson heldur óhefbundna en bráðskemmtilega predikun þar sem […]

Ljósin skapa rómantíska stemningu og ævintýraljóma

Þegar talið er upp það sem gerir þjóðhátíð Vestmannaeyja svo einstaka eru það (ég ætla að hafa stóran staf í þessu líka) á Fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum, Brekkusöngurinn ((hér hef ég frekar stóran staf þar sem Brekkan er stytting)) og blysin á sunnudeginum það sem alltaf er nefnt. Á þess væri heldur engin […]

Líf og fjör á Húkkaraballinu

Húkkaraballið er jafnan upphafið af Þjóðhátíð hjá mörgum. Það fór fram í gær í portinu bakvið Strandveg 50 en þar hefur ballið verið haldið undanfarin ár. Dagskráin var ekki af verri endanum en fram komu JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Sura, Baldvin x Svanur x Hjalti, DJ Egill Spegill, Þorri og Huginn. Vel var mætt á […]

Náðu að láta dæluna ganga

Í gær var bandarísk dæla sem tók þátt í sögulegri glímu við hraunflauminn í Heimaeyjargosinu ræst með viðhöfn á Básaskersbryggju þar sem hún hafði aðsetur forðum. Nú er unnið að heimildamynd um eldhugana sem stóðu vaktina í gosinu og munu kvikmyndagerðarmennirnir Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson festa atburðinn á Básaskersbryggju á filmu. Eyjamenn og […]

Hlakka til að taka á móti þeim góðu gestum sem hingað koma

Fólk sem kemur á þjóðhátíð eru eins og hverjir aðrir ferðamenn og þurfa þjónustu í mat og gistingu. Hér áður fyrr voru aðilar í þjónustu sparsamir á opnunartíma og oft ekki auðvelt að fá að borða. Og í mörg ár var Sundlaugin lokuð yfir þjóðhátíðina en þetta hefur breyst. Í dag bjóða allir veitingastaðir og […]

Síðasta púslið fer í rétt fyrir setningu

Engin önnur útihátíð á sér jafn sögulega rætur eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja en hátíðin hefur ekki fallið niður síðan 1914, hvorki vegna veðurs eða náttúrhamfara. Vinnan á bakvið hátíðina er gríðarleg og hefst yfirleitt í október ár hvert þegar það eru um tíu mánuðir í næstu hátíð. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV og Formaður þjóðhátíðarnefndar […]

„Off -venue“ dagskrá alla þjóðhátíðina

Það er nóg um að vera fyrir utan dagskrá þjóðhátíðar alla helgina, en mikil dagskrá er í Alþýðuhúsinu og á 900 grillhús sem dæmi.   Alþýðuhúsið Í Alþýðuhúsinu verður  fjöldin allur af tónlistarmönnum sem munu skemmta og opið verður frá 12-20 alla helgina. Einnig verða FM957 og Bylgjan með beinar útsendingar úr Alþýðuhúsinu alla dagana. […]

Þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum

Hið árlega þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum var haldið í gær. Jarl mætti með gítarinn og skemmti fólki og boðið var uppá dýrindis þjóðhátíðarbakkelsi. Partýið átti upphaflega að vera á pallinum en var fært inn sökum veðurs, stemmingin var ekki verri við það. (meira…)

Húkkaraballið er í kvöld

Húkkaraballið er í kvöld og er dagskráin í ár þétt skipuð og glæsileg. Ballið er í portinu bakvið Strandveg 50 (gamla Þekkingarsetrinu) Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Undirbúningur í Herjólfsdal

Síðustu daga hefur vinnan í Herjólfsdal gengið vonum framar og allt verða klárt fyrir hátíðinna. Þó smiðshöggið sé ekki nelgt fyrr en rétt fyrir setningu á föstudaginn. Í gær fóru súlurnar fyrir hvítu tjöldin settar upp gekk hið nýja skipulag vel. Flestallir gengu því sáttir frá þeim gjörningi sem jafnvel kalla mætti “Friðar”súlurnar. Óskar Pétur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.