Forsölulok og skipulagið í kringum hvítu tjöldin

Forsölu á Þjóðhátíð lýkur á dalurinn.is á morgun fimmtudag. Frá og með föstudeginum 27. júlí verður eingöngu hægt að kaupa miða á lokaverði. Hvítu tjöldin og dagsetningar 31. júlí 2018 – Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum. Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00 Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00 Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00 Sigurbraut, […]

Dagskráin á Húkkaraballinu

Eins og ár hvert mun Húkkaraballið fara fram á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð. Dagskrá ballsins í ár er þétt skipuð og glæsileg, staðsetning á ballinu kemur í ljós á næstu dögum. Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum sem er úthlutað fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal, eða um 800 metrar. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að úthlutunin hafi gengið vel fyrir utan byrjunarörðuleika sem urðu í byrjun, „það var vegna samskiptaörðuleika við Borgun um greiðslufyrirkomulagið,“ sagði Dóra Björk. Á morgun er […]

FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi

„Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðarlag sem Vísir frumsýndi í dag. Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með stórsöngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Hér að ofan má sjá myndbandið […]

Melodic Objects í Höllinni á morgun þriðjudag

Hópur sem kallar sig “Melodic Objects” og bjóða upp á djögl + tónlist bíður til tónlistarveislu í Höllinni á morgun þriðjudaginn 24. júlí kl. 16.00. 6 djöglarar og einn tónlistarmaður vinna saman að tónlistarveislu fyrir augu og eyru.  Sýning fer fram undir stjórn Jay Gilligan, sem er prófessor í djögli við Dance and Circus University í Stokkhólmi. Sýningin er gerð til heiðurs […]

Ógildir miðar á Þjóðhátíð 2018

“Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa Þjóðhátíðarmiða útá stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt. Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.” segir í tilkynningu á dalurinn.is. “Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið […]

Til upplýsingar vegna umsóknar the Brothers Brewery

Umhverfis- og skipulagsráð gat ekki orðið við erindi Brothers Brewery ehf. þar sem gildandi deiliskipulag kveður á að umrætt svæði sé torgsvæði/grænt svæði, ekki byggingasvæði. Ráðið telur mikilvægt að halda svæðinu sem slíku, ekki síst fyrir þær sakir að fá slík svæði eru eftir. Formaður ráðsins hefur boðið forsvarsmönnum Brothers Brewery ehf. að funda með […]

Maud loksins á leiðinni heim

Það ráku margir upp stór augu á bryggjunni nú í morgunsárið við þessa sjón. En hér er á ferðinni skipið Maud sem norski landkönnuðurinn Roald Armundsen sigldi frá Noregi yfir Norðuríshaf. Skipið var byggt fyrir Roald árið 1917 skömmu áður en hann hélt í sinn annan rannsóknaleiðangur norður á bóginn. Sigldi hann svokallaða norðausturleið, milli […]

Ég lifi og þér munuð lifa

“Þessi litla hugmynd vaknaði hjá mér þegar ég var staddur í Brandi fyrir ári síðan og hefur heldur betur orðið að skemmtilegu ævintýri,” sagði Helgi Rasmussen Tórzhamar um myndbandið og lagið, Ég lifi, sem frumsýnt var nú í morgun. Lagið samdi Helgi sjálfur en hann fékk Ólaf Tý Guðjónsson til liðs við sig við textasmíðina. […]

Getum við vaxið áfram í eyjum?

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 17.júlí síðastliðinn lá fyrir ósk okkar í The Brothers Brewery um byggingareit á Vigtartorgi. Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ástæða þess að við sækjum um eftirfarandi lóð er að fyrirtækið hefur vaxið hratt í framleiðslu frá opnun í Baldurshaga og er kominn tími […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.