Til upplýsingar vegna umsóknar the Brothers Brewery

Umhverfis- og skipulagsráð gat ekki orðið við erindi Brothers Brewery ehf. þar sem gildandi deiliskipulag kveður á að umrætt svæði sé torgsvæði/grænt svæði, ekki byggingasvæði. Ráðið telur mikilvægt að halda svæðinu sem slíku, ekki síst fyrir þær sakir að fá slík svæði eru eftir. Formaður ráðsins hefur boðið forsvarsmönnum Brothers Brewery ehf. að funda með […]
Maud loksins á leiðinni heim

Það ráku margir upp stór augu á bryggjunni nú í morgunsárið við þessa sjón. En hér er á ferðinni skipið Maud sem norski landkönnuðurinn Roald Armundsen sigldi frá Noregi yfir Norðuríshaf. Skipið var byggt fyrir Roald árið 1917 skömmu áður en hann hélt í sinn annan rannsóknaleiðangur norður á bóginn. Sigldi hann svokallaða norðausturleið, milli […]
Ég lifi og þér munuð lifa

“Þessi litla hugmynd vaknaði hjá mér þegar ég var staddur í Brandi fyrir ári síðan og hefur heldur betur orðið að skemmtilegu ævintýri,” sagði Helgi Rasmussen Tórzhamar um myndbandið og lagið, Ég lifi, sem frumsýnt var nú í morgun. Lagið samdi Helgi sjálfur en hann fékk Ólaf Tý Guðjónsson til liðs við sig við textasmíðina. […]
Getum við vaxið áfram í eyjum?

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 17.júlí síðastliðinn lá fyrir ósk okkar í The Brothers Brewery um byggingareit á Vigtartorgi. Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ástæða þess að við sækjum um eftirfarandi lóð er að fyrirtækið hefur vaxið hratt í framleiðslu frá opnun í Baldurshaga og er kominn tími […]
100 ár frá komu fyrsta bílsins til Eyja

Í dag er þess minnst á Þingvöllum að í ár eru 100 ár frá því að Ísland hlaut fullveldi. En fyrir 100 árum upp á dag birtist einnig í Eyjum í fyrsta sinn merkilegur hlutur. En þá kom fyrsti bílinn til Vestmannaeyja. Hann var vörubíll af gerðinni Maxwell og í Eigu Eyþórs Þórarinssonar kaupmanns á […]
Tyrkjaránið og súpa í Sagnheimum

Það var þétt setinn salurinn í Sagnheimum í hádeginu í gær, þriðjudag, þar sem Ragnar Óskarson fjallaði um Tyrkjaránið 1627 í máli og myndum. Þá sagði Jóhann Jónsson frá endugerð skiltis við Fiskhella. Kári Bjarnason sagði þá í stuttu máli frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Eins og fyrri daginn var okkar maður […]
Mikið líf við höfnina

Skemmtiferðaskip setja skemmtilegan svip á bryggjuna og mannlífið í Vestmannaeyjum og hefur þeim farið fjölgandi milli ára undanfarin ár. „Það sem af er sumri hefur gengið mjög vel með skemmtiferðaskipin, þegar hafa komið 27 skip að bryggju og þrjú hafa lagst við akkeri og ferjað farþega í land þaðan,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður hjá […]
Tyrkjaránið 1627 – saga og súpa í Sagnheimum

Þriðjudaginn 17. júlí mun Ragnar Óskarsson fjallar um einn mesta harmleik í sögu Vestmannaeyja, Tyrkjaránið 1627, í máli og myndum í Sagnheimum klukkan 12:00. Jóhann Jónsson segir frá endurgerð sérstaks skiltis við Fiskhella og Kári Bjarnason segir stuttlega frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Allir hjartanlega velkomnir. (meira…)
Tói Vídó með mynd á ljósmyndasýningu í Berlín

Vestmannaeyjar eru ríkar af myndefni og hafa verið viðfangsefni margra fallegra ljósmynd. Það sem Eyjarnar eru einnig ríkar af eru færir áhugaljósmyndarar. Einn þeirra er Tói Vídó. Hann hefur verið að leika sér með myndavélina í nokkur ár og hefur náð ótrúlega góðu valdi á henni. Í gegnum tíðina hefur hann verið að senda öðru hvoru myndir inn á hinar og þessar síður og ljósmyndasamkeppnir á netinu. Ein af þessum síðum er Gurushot.com. En þar eru settar fram þemur sem […]
Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd varðandi hvítu tjöldin

Við umsóknir um lóðir fyrir hvít tjöld í dalnum urðu þau leiðu mistök að tekið var út af kortareikningum umsækjanda. Þeir sem lentu í því að gjaldfært var af kortum þeirra fyrir lóðum munu fá það bakfært inn á kortin sín eftir hádegi í dag og ný heimild verður tekin frá. SMS verður sent þessu […]