Breytt aldursviðmið í frístundastyrknum

Lögð var fram tillaga á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær að aldursviðmið í reglum um frístundastyrk verði breytt. Verði frá 2 ára aldri til 16 ára í stað 6 ára til 16 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. september á þessu ári. Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja […]

Vegleg gjöf frá Hollvinasamtökum Hraunbúða

Á dögunum færðu Hollvinasamtök Hraunbúða, heimilinu EKG tæki, svokallað hjartalínurit að verðmæti 700.000 krónum.  Fyrir átti heimilið mun eldra tæki sem var löngu kominn tími á að endurnýja.  Búið er að prófa tækið og nota það tvívegis á þessum stutta tíma og er mikil ánægja með það.  Á þriðjudag var svo formleg afhending tækisins og […]

Niðursetning á súlum í dag

Nú hefur öllum sem sóttu um lóð í Herjólfsdal verið úthlutað lóðum og númerin á tjöldunum komu á sunnudaginn. Niðursetning á súlunum er í kvöld og þeir sem ekki sóttu um lóð mega setja niður súlur klukkan 21:30 í kvöld. Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum. Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00 Ástarbraut […]

Við þurfum að hafa hugrekki til þess að horfa fram á við

Sagt er að það sé mikilvægt að hafa ekki öll eggin sín í sömu körfu og á meðan störfum hefur fækkað í sjávarútvegi þá fjölgar störfum hratt í ferðaþjónustu hér í Eyjum. Eyjamenn hafa því á undanförnum árum fengið sístækkandi körfu með nýjum eggjum. Unga kynslóðin sem áður vann í fiski starfar nú í ferðaþjónustu. […]

Mættur til Eyja til þess að taka upp sjónvarpsþátt

Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragn­ar Freyr Ingvars­son og er lyf- og gigt­ar­lækn­ir og er hann með vefsíðuna sem ber ein­mitt heitið Lækn­ir­inn í Eld­hús­inu. Hann hef­ur skrifað mat­reiðslu­bæk­ur og tekið upp fjölda sjón­varpsþátta þar sem hann kynn­ir sér mat og mat­ar­menn­ingu. Um þess­ar mund­ir er hann önn­um […]

Að komast leiðar sinnar

Á stærstu ferðahelgum sumarsins hér í Eyjum búum við heimamenn – og raunar gestir okkar líka – við skert ferðafrelsi; umfram það sem við þurfum að þola venjulega. Þetta er ekkert nýtt – svona hefur þetta verið um langt skeið. Allir þessir skemmtilegu viðburðir sumarsins – Pæjumót, Orkumót, Goslok og núna Íslandsmótið í golfi – […]

Mikilvægar tímasetningar í undirbúningnum

Nú eru aðeins fjórir dagar í hátíðina og nóg um að vera næstu daga að klára græja hina ýmsu hluti fyrir helgina. Í síðustu viku fengu allir þeir sem sóttu um lóð að vita í hvaða götum þeir eiga að vera og í dag fær fólk númerið á sínu tjaldi.   Niðursetning á súlum verður á […]

Tónleikar Sunnu á Slippnum

Sunna Guðlaugsdóttir er flestum Eyjamönnum góðu kunn, hún hefur sungið sig inní hjörtu eyjamanna á síðustu árum. Sunna vinnur nú að því að gefa út sína fyrstu plötu og ætlar að fara aðeins öðruvísi leið til þess að láta þann draum sinn rætast. Á fimmtudaginn spilaði Sunna á Slippnum ásamt dönskum og íslenskum félögum sínum. Hún […]

Myndlistarsýning Steinunnar

Um helgina mun Steinunn Einarsdóttir myndlistarkona halda sölusýningu á verkum sínum. Á sýningunni verða verk af öllum stærðum og gerðum og frá hinum ýmsum tímabilum. Í tilefni þess að hún er að flytja í nýtt húsnæði verða verkin seld með miklum afslætti. Sýningin verður haldin á gamla heimilinu hennar að Vestmannabraut 36, efri hæð. Sýningin […]

Forsölulok og skipulagið í kringum hvítu tjöldin

Forsölu á Þjóðhátíð lýkur á dalurinn.is á morgun fimmtudag. Frá og með föstudeginum 27. júlí verður eingöngu hægt að kaupa miða á lokaverði. Hvítu tjöldin og dagsetningar 31. júlí 2018 – Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum. Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00 Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00 Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00 Sigurbraut, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.