100 ár frá komu fyrsta bílsins til Eyja

Í dag er þess minnst á Þingvöllum að í ár eru 100 ár frá því að Ísland hlaut fullveldi. En fyrir 100 árum upp á dag birtist einnig í Eyjum í fyrsta sinn merkilegur hlutur. En þá kom fyrsti bílinn til Vestmannaeyja. Hann var vörubíll af gerðinni Maxwell og í Eigu Eyþórs Þórarinssonar kaupmanns á […]

Tyrkjaránið og súpa í Sagnheimum

Það var þétt setinn salurinn í Sagnheimum í hádeginu í gær, þriðjudag, þar sem Ragnar Óskarson fjallaði um Tyrkjaránið 1627 í máli og myndum. Þá sagði Jóhann Jónsson frá endugerð skiltis við Fiskhella. Kári Bjarnason sagði þá í stuttu máli frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Eins og fyrri daginn var okkar maður […]

Mikið líf við höfnina

Skemmtiferðaskip setja skemmtilegan svip á bryggjuna og mannlífið í Vestmannaeyjum og hefur þeim farið fjölgandi milli ára undanfarin ár. „Það sem af er sumri hefur gengið mjög vel með skemmtiferðaskipin, þegar hafa komið 27 skip að bryggju og þrjú hafa lagst við akkeri og ferjað farþega í land þaðan,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður hjá […]

Tyrkjaránið 1627 – saga og súpa í Sagnheimum

Þriðjudaginn 17. júlí mun Ragnar Óskarsson fjallar um einn mesta harmleik í sögu Vestmannaeyja, Tyrkjaránið 1627, í máli og myndum í Sagnheimum klukkan 12:00. Jóhann Jónsson segir frá endurgerð sérstaks skiltis við Fiskhella og Kári Bjarnason segir stuttlega frá væntanlegri útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Allir hjartanlega velkomnir. (meira…)

Tói Vídó með mynd á ljósmyndasýningu í Berlín

Vestmannaeyjar eru ríkar af myndefni og hafa verið viðfangsefni margra fallegra ljósmynd. Það sem Eyjarnar eru einnig ríkar af eru færir áhugaljósmyndarar.  Einn þeirra er Tói Vídó. Hann hefur verið að leika sér með myndavélina í nokkur ár og hefur náð ótrúlega góðu valdi á henni.  Í gegnum tíðina hefur hann verið að senda öðru hvoru myndir inn á hinar og þessar síður og ljósmyndasamkeppnir á netinu. Ein af þessum síðum er Gurushot.com. En þar eru settar fram þemur sem […]

Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd varðandi hvítu tjöldin

Við umsóknir um lóðir fyrir hvít tjöld í dalnum urðu þau leiðu mistök að tekið var út af kortareikningum umsækjanda.  Þeir sem lentu í því að gjaldfært var af kortum þeirra fyrir lóðum munu fá það bakfært inn á kortin sín eftir hádegi í dag og ný heimild verður tekin frá.   SMS verður sent þessu […]

Félagsmenn í Litku sýna vatnslitamyndir og olíumálverk í Einarsstofu í sumar

Litka er félag fólks á öllum aldri sem sameinast í áhuga sínum á myndlist. Félagið var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haldið úti blómlegu starfi og sýnt á fjölmörgum stöðum víða um land. Litka hefur á að skipa rúmlega hundrað félagsmönnum allsstaðar að af landinu, m.a. frá Vestmannaeyjum. Hópurinn er fjölbreyttur og einstaklingarnir […]

Ég ákvað að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þetta er það sem mig langar að gera

Sunna Guðlaugsdóttir er flestum Eyjamönnum góðu kunn, hún hefur sungið sig inní hjörtu eyjamanna á síðustu árum. Hún flutti á sínum tíma til Vestmannaeyja með kærasta sínum Heimi, en hann er fæddur og uppalin Eyjamaður, sonur hjónanna Mörtu Jónsdóttur og Gústaf Ó. Guðmundssonar. Kærustuparið býr reyndar núna í Danmörku og hafa sest þar að. Sunna […]

Misskilningur í gangi

ÍBV sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þess efnis að misskilningur væri meðal fólks í tengslum við greiðslur fyrir úthlutun á tjaldsvæðinu fyrir hvítu tjöldin fyrir Þjóðhátíðina. „Sá misskilingur er í gangi að það sé verið að taka út af kortunum ykkar fyrir lóðunum í dalnum. Þetta er þannig að þið fáið skilaboð í […]

Sumarnótt í Skipasandi

Það voru margir sem litu við í Skipasandi í gærkvöldi og nótt. Tónlistarmaðurinn Aron Can tók öll sín bestu lög og hitaði upp mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik tóku gesti í tímavél og tóku sín allra bestu lög við góðar undirtektir.Mikið stuð og lifandi tónlist var allan tíman á stóra útisviðinu, í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.