Andlát: Ásgeir Ingi Þorvaldsson

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, og langafiÁSGEIR INGI ÞORVALDSSONMúrarameistarilést föstudaginn 16. október á heimili sínu í Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 24. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju.Blóm og Kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans […]

Andlát: Páll Róbert Óskarsson

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afiPáll Róbert ÓskarssonRobbi á Gamlóhúsgagna –og húsasmíðameistariLést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 13. október. Útför hans fer fram föstudaginn 23. október kl. 14 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju.Starfsfólki sjúkradeildar HSU sendum við sérstakar þakkir fyrir […]

Andlát: Svala Vatnsdal Hauksdóttir

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir. Svala Vatnsdal Hauksdóttir Vestmannabraut 11 Vestmannaeyjum Lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, föstudaginn 11. september sl. Útförin fer fram frá Landakirkju, föstudaginn 25. september n.k. kl. 13.00. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta í jarðarförina þá verður henni streymt á: landakirkja.is Þeim sem vilja minnast Svölu […]

Helliseyingar minntust Páls

Í gær fóru nokkrir vaskir Helliseyingar með skjöld til minningar um Pál Steingrímsson kvikmyndargerðamann út í eyna. Skjöldurinn var festur á klöpp við kofann, Lundaholuna. Palli eins og hann var jafnan kallaður hefði orðið 90 ára í gær. Hellisey var Palla alla tíð kær en hluta ösku hans var dreift á eyjunni. Um skemmtilega athöfn […]

Andlát: Heiðar Stefánsson

Ástkæri og elskulegi sonur, faðir, afi og bróðir Heiðar Stefánsson Lést á heimili sínu á Spáni þann 03. Júlí. Útför mun fara fram í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum Laugardaginn 25.júlí Klukkan 14:00. Erna Fannberg Fannbergsdóttir Fannberg Einar Heiðarsson Helga Dís Heiðarsdóttir – Kristinn Hjartarson Magnús Daði Heiðarsson Erna Lind Heiðarsdóttir Systkyni og barnabörn (meira…)

Minning: Sigurbjörn M. Theodórsson

Það er mikil gæfa að eiga móðurbróður (reyndar tvo móðurbræður og fjórar móðursystur) sem er svo stór og dýrmætur partur af lífi mínu. Orð eru fátækleg á svona stundum en svona minnist ég Sibba frænda sem verður jarðsettur frá Landakirkju í dag. Greinin birtist í Morgunblaðinu.Stóri frændi minn. Uppáhaldsfrændi minn.Þvílík ævintýraveröld sem það var að […]

Andlát: Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir

Móðir okkarÞórdís Vilborg Sigfúsdóttir lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 22-06-2020.Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.Við viljum þakka starfsfólki sjúkrahússins fyrir umhyggju og natni hennar síðustu daga.Hlynur Geir RichardssonÞorgeir Richardsson (meira…)

Andlát: Gísli Matthías Sigmarsson

Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafiGísli Matthías Sigmarssonskipstjórilést á Landspítalanum laugardaginn 6. júní.Útförin fer fram frá Landakirkju þriðjudaginn 16. júní kl:14:00.Sjöfn Kolbrún BenónýsdóttirSigmar Gíslason, Ásta KristmannsdóttirKatrín Gísladóttir, Auðunn Arnar StefnissonBenóný Gíslason, Jóna Þorgerður HelgadóttirGrímur Þór Gíslason, Ásta María ÁstvaldsdóttirGísli Matthías Gíslason, Jóna KristjánsdóttirSigurður Friðrik Gíslason, Berglind SigmarsdóttirFrosti Gíslason, Ingibjörg Grétarsdóttirbarnabörn og barnabarnabörn. (meira…)

Andlát: Grétar Þorgilsson

Elskulegur eiginmaður minn,faðir, tengdafaðir, afi og langafi,Grétar Þorgilssonskipstjóri og útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum,lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum sunnudaginn 31. maí sl. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum föstudaginn 12. júní kl 14.00.Þórunn PálsdóttirÞorsteina Grétarsdóttir,   Ómar GarðarssonPáll Sigurgeir Grétarsson,   Herdís KristmannsdóttirGunnar Grétarsson,   Jósebína Ósk FannarsdóttirMargrét Íris Grétarsdóttir,   Einar HallgrímssonLára Huld Grétarsdóttir,   Ari SteindórssonSindri Þór Grétarsson,   Sæfinna ÁsbjörnsdóttirGuðbjörg […]

Andlát: Viktoría Ágústa Ágústsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langammaViktoría Ágústa Ágústsdóttirfrá Aðalbóli, VestmannaeyjumAndaðist laugardaginn 4. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey.Fjölskyldan vill þakka starfsfólki á heilbrigðisstofnuninni fyrir góða umönnun og velvild.Ólafur Ágúst Einarsson, Halla SvavarsdóttirAgnes Einarsdóttir, Kári ÞorleifssonViðar Einarsson, Dóra Björk GunnarsdóttirHjalti Einarsson, Dagmar Skúladóttirömmu- og langömmubörn. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.