Afmælishátíð á Skansinum

Á morgun, föstudag, hefst dagskrá á Skanssvæðinu með sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni kl. 15:30. Sýningin tekur um eina klst. Í framhaldi af henni, eða kl. 16:30, hefst afmælishátíðin þar sem eftirfarandi flytja stutt ávörp: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóra, Arnar Sigurmundsson f.h. […]

Andlát: Herdís Tegeder

Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma Herdís Tegeder, Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum laugardaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 15. júní kl 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarfélög í Vestmannaeyjum. Hermann Kristján Jónsson Sigurjón Hinrik Adólfsson, Kristín […]

Andlát: Magnús Þór Jónasson

Ástkær faðir okkar, MAGNÚS ÞÓR JÓNASSON frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. mai klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðssjóð Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum. Þórarinn Magnússon Elín Ósk Magnúsdóttir Sævar Þór Magnússon (meira…)

Andlát: Gísli Gunnar Kristinsson (Bói málari)

Ástkær móðurbróðir okkar Gísli Gunnar Kristinsson (Bói málari) Ásavegi 2, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 23. apríl s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Kristinn A. Hermansen Jóhanna Hermansen og fjölskyldur. (meira…)

Til minningar um Kolbein Aron

Seinnipartinn í dag fóru vinir og félagar Kolbeins Arons Arnarssonar uppá Heimaklett og tendruðu kerti til minngar um fallinn vin. Kolli eins og hann var alltaf kallaður, var bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. desember. Spor Kolla liggja víða og minning hans mun lifa um ókomna tíð. (meira…)

Andlát: Axel Guðmundsson

Ástkæri eiginmaður minn  Axel Guðmundsson  varð báðkvaddur á heimili sinu þann 12. desember 2018. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðlaug Auður Guðnadóttir (meira…)

Andlát: Kolbeinn Aron Arnarson

Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og barnabarn Kolbeinn Aron Arnarson frá Vestmannaeyjum varð bráðkvaddur á heimili sínu 24. desember. Jarðaförin fer fram frá Landakirku laugardaginn 12. janúar klukkan 14. Innilegar þakkir fyrir allan samhug á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg Sigríður Kolbeinsdóttir Einar Brigir Baldursson,   Íris Sif Hermannsdóttir Einar Birgir Sigurjónsson (meira…)

Til minningar um Kolbein Aron Arnarson

Minningarbók þessi mun liggja frammi í íþróttahúsinu 4. til 9. janúar til minningar um fallinn félaga. Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma […]

Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug

Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs og frænda Magnúsar Bergssonar, rafvirkja, Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum, sem lést 15. nóv. sl. Innilegar þakkir til þeirra sem önnuðust hann af alúð á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og einnig þökkum við þeim sem heimsóttu hann og styttu […]

Andlát – Kolbeinn Aron Arnarson

Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29 ára að aldri. Kolbeinn Aron var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék hann 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.