Jarðvegsvinna að hefjast við Hásteinsvöll

Þjótandi er að hefja jarðvegsvinnu við Hásteinsvöll, en til stendur að setja á hann gervigras. Vestmannaeyjabær auglýsti svo í þessari viku eftir tilboðum í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna endurgerðar aðalvallar vallarins. Fram kemur að gervigrasið skuli vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá segir að áætluð verklok […]

Bæjarstjórn í beinni

bæjarstjórn_vestm

1612. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202410002 – Almannavarnarlögn NSL4 3. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar […]

Guðný Emilíana syngur lagið I defy

Guðný Emilíana Tórshamar flutti lag á tónleikum í desember eftir hina virtu færeysku söngkonu Guðríði Hansdóttur, sem ber heitið I Defy. Guðný segir á facebook að lagið hafi heillað hana við fyrstu hlustun. Hún segir jafnframt að það séu spennandi ár framundan hjá henni, bæði á tónleikasviðinu og í stúdíóupptökum á nýju efni sem kemur […]

Laxey og lúxushótel skapa tækifæri

Johann Opf Cr DSC 8755

Okkar maður, Jóhann Halldórsson, sem skrifað hefur pistla á Eyjafréttir.is þar sem hann veltir upp stöðu og framtíð Vestmannaeyja hélt áhugaverðan fyrirlestur við afhendingu Fréttapýramídanna. Jóhann kallar pistla sína Litla Mónakó og vísar til mikillar uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Fór hann yfir þá þýðingu sem tilkoma Laxeyjar er fyrir Vestmannaeyjar og þá möguleika sem opnast með […]

Sýn Jóa á Hólnum á gosið 1973

DSC 8750

Eitt af atriðunum þegar Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eldheimum sl. föstudag var upplestur Magnúsar R. Einarssonar, útvarpsmanns, tónlistarmanns og sambýlismanns Kristínar Jóhannsdóttur, safnstjórna Eldheima. Þar las Magnús upp athyglisverða upprifjun föður Kristínar, Jóhanns Friðfinnssonar, Jóa á Hólnum um Heimaeyjargosið 1973 sem hann setti saman úti í Hamborg tæpum 30 árum síðar. Upphaf jarðelda á Heimaey, […]

Ferðast um eyjuna í fallegu veðri

default

Það var fallegt um að litast Í Vestmannaeyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar frá því fyrr í dag. Halldór fór vítt og breytt um bæinn og eins sýnir hann okkur eyjuna úr lofti. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Árið er…

Árið er 2024. Halldór B. Halldórsson hefur tekið saman ljósmyndir frá nýliðnu ári sem hann setti saman í skemmtilegt myndband sem sjá má hér að neðan. (meira…)

Halldór gerir upp liðið ár

Skjask Hbh 2025 La

Halldór B. Halldórsson, hitti mikið af fólki á vegi sínum í fyrra. Hann lítur yfir farinn veg á skemmtilegu myndbandi sem sjá má hér að neðan. (meira…)

Í vetrarbúning

default

Í dag fáum við að sjá Vestmannaeyjar í vetrarbúningi. Stillt veður og fallegt um að litast. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur eyjarnar úr lofti. (meira…)

Jólaleg Heimaey

Það var svo sannarlega jólalegt á Heimaey um helgina. Hvít föl yfir öllu og stillt veður. Við sjáum nú myndband frá Halldóri B. Halldórssyni sem tekið var um helgina. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.