Vestmannaeyjar úr lofti

Eyjar Ur Lofti Skjask Hbh 0325

Í dag bjóðum við upp á útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar á fallegum vetrardegi. Myndbandið er frá Halldóri B. Halldórssyni og er tekið í gær. (meira…)

Sumarveður að vetri til

Hofnin 220325 Hbh Skjask

Veðurfar hefur verið einstaklega gott undanfarið. Fátt sem minnir á að það sé mars, sem hefur oftar en ekki verið kaldur og hvítur. Halldór B. Halldórsson nýtti veðurblíðu dagsins til myndbands-upptöku. Sjá má afraksturinn hér að neðan. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

fundur_baejarstj_22

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1.  202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]

Bæjarrölt í blíðunni

K94A1884 2

Daginn er farið að lengja og veðrið hefur leikið við bæjarbúa undanfarið. Þá er upplagt að fara bæjarrölt um Heimaey. Það gerði einmitt Halldór B. Halldórsson í dag og fór hann allvíða. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Viðlagafjara í dag

Framkvæmdir eru í fullum gangi í Viðlagafjöru þar sem unnið er að byggingu laxeldis. Greint var frá því seinni partinn í síðasta mánuði að fyrsti áfangi væri á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Það má því segja að það sé í mörg horn að líta í þessari stóru […]

Öldurót við eyjar

K94A1815 Hbh

Það hefur verið há ölduhæð og mikið öldurót líkt og greint hefur verið frá um helgina hér á Eyjafréttum. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð vestur og suður á eyju. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Unnið að endurbótum á húsi Oddfellow

Oddfellow Hbh 2025

Eitt af þeim húsum sem nú er verið að breyta og byggja við er hús Oddfellow stúkunnar sem er staðsett á Strandvegi 45A. Þar er unnið að viðbyggingu á austurhlið hússins auk breytinga innandyra. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur hér að neðan myndband frá framkvæmdunum. (meira…)

Umgjörð Herjólfsdals

Kaplagjota Skjask Hbh 2025 La

Það var fallegt um að litast í vetrarblíðunni í dag. Blíðan bauð upp á drónaflug yfir Heimaey. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Við sjáum nú skemmtilegt myndband af fjallstindum og falllegum Herjólfsdalnum. (meira…)

Framkvæmdafréttir

K94A1783

Víða um bæinn eru framkvæmdir í fullum gangi. Má þar nefna framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar við íþróttamannvirki. Þá er unnið að byggingu fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Að ógleymdri uppbyggingu í Viðlagafjöru. Halldór B. Halldórsson leit við á nokkrum stöðum þar sem framkvæmdir standa yfir og má sjá myndband af því hér að neðan. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1613. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Á dagskrá fundarins er m.a. umræða um samgöngumál, hitalagnir undir Hásteinsvöll svo fátt eitt sé nefnt. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 201808173 – Dagskrá bæjarstjórnafunda 3. […]