Vestmannaeyjar í dag

Það styttist í jólin og með snjófölinni verður æ jólalegra um að litast. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um Heimaey í dag. Myndband frá ferðalaginu má sjá hér að neðan. (meira…)
Glaicer Guys flytja jólalag – gefa til góðgerðamála

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa unnið ótrúlegt afrek með því að safna rúmlega 1.250.000 krónum til styrktar góðgerðarmálefnum. Þessir kraftmiklu strákar halda áfram að gleðja eyjafólk með fallegum söng sínum og einstakri góðmennsku. Hér má sjá skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri, ásamt flutningi […]
Orðið jólalegt í Eyjum

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 1. desember. Óhætt er að segja að það sé jólalegt um að litast í Eyjum í dag. Hvít jörð og nánast logn. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur svipmyndir frá í morgun hér að neðan. (meira…)
Á ferð og flugi um bæinn

Nú skellum við okkur með Halldóri B. Halldórssyni vítt og breitt um Vestmannaeyjabæ. Myndbandið er tekið í dag, föstudag. (meira…)
Flutningurinn heppnaðist afar vel

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]
Handverksmarkaður – myndband

Líkt og greint var frá fyrr í dag hér á Eyjafréttum er glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni um helgina. Hann hófst í dag og er einnig opinn á morgun, sunnudag. Halldór B. Halldórsson leit við þar og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina með í farteskinu. (meira…)
Í blíðu yfir Eyjum

Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland. Halldór B. […]
Opna aftur eftir breytingar

Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum lögðu leið sína í Miðstöðina í gærkvöld en þar gátu þeir kynnt sér ýmis verkfæri sem þar eru til sölu. Einnig var boðið upp á léttar veitingar. Marinó Sigursteinsson er eigandi Miðstöðvarinnar. „Við vorum að opna eftir breytingar á búðinni og því var ákveðið að halda smá teiti. Einnig höldum við upp […]
Ferðalag um Heimaey

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur í fjögurra mínútna ferðalag um Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Þingmannsefnin fengu skýr skilaboð frá Eyjamönnum

Í kvöld fór fram framboðsfundur í Höllinni. Að fundinum stóðu Vestmannaeyjabær, Eyjafréttir og Tígull. Í pallborði voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Á annað hundruð Eyjamenn mættu á fundinn og var spurningum beint til frambjóðenda frá skipuleggjendum fundarins og úr sal. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða. Ályktun Fundarmenn gera þá lágmarkskröfu til […]