Allir í bátana

Við höldum áfram að birta brot úr dagskránni sem fram fór í Eldheimum þann 23. janúar sl. þegar rétt 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin var helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða […]
Mjallhvíta eyjan okkar

Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður. Það sem eftir lifir dags verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Snjókoma norðantil á landinu, en dregur smám saman úr ofankomu sunnanlands. Víða vægt frost, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands síðdegis í dag. Ennfremur segir í hugleiðingunum að á morgun dragi úr vindi […]
Hæst bar opnun nýrrar vefsíðu

Þess var minnst í Eldheimum á fimmtudaginn sl. að 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin var helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða bát fólkið fór. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og […]
Jarðvegsvinna að hefjast við Hásteinsvöll

Þjótandi er að hefja jarðvegsvinnu við Hásteinsvöll, en til stendur að setja á hann gervigras. Vestmannaeyjabær auglýsti svo í þessari viku eftir tilboðum í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna endurgerðar aðalvallar vallarins. Fram kemur að gervigrasið skuli vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá segir að áætluð verklok […]
Bæjarstjórn í beinni

1612. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202410002 – Almannavarnarlögn NSL4 3. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar […]
Guðný Emilíana syngur lagið I defy

Guðný Emilíana Tórshamar flutti lag á tónleikum í desember eftir hina virtu færeysku söngkonu Guðríði Hansdóttur, sem ber heitið I Defy. Guðný segir á facebook að lagið hafi heillað hana við fyrstu hlustun. Hún segir jafnframt að það séu spennandi ár framundan hjá henni, bæði á tónleikasviðinu og í stúdíóupptökum á nýju efni sem kemur […]
Laxey og lúxushótel skapa tækifæri

Okkar maður, Jóhann Halldórsson, sem skrifað hefur pistla á Eyjafréttir.is þar sem hann veltir upp stöðu og framtíð Vestmannaeyja hélt áhugaverðan fyrirlestur við afhendingu Fréttapýramídanna. Jóhann kallar pistla sína Litla Mónakó og vísar til mikillar uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Fór hann yfir þá þýðingu sem tilkoma Laxeyjar er fyrir Vestmannaeyjar og þá möguleika sem opnast með […]
Sýn Jóa á Hólnum á gosið 1973

Eitt af atriðunum þegar Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eldheimum sl. föstudag var upplestur Magnúsar R. Einarssonar, útvarpsmanns, tónlistarmanns og sambýlismanns Kristínar Jóhannsdóttur, safnstjórna Eldheima. Þar las Magnús upp athyglisverða upprifjun föður Kristínar, Jóhanns Friðfinnssonar, Jóa á Hólnum um Heimaeyjargosið 1973 sem hann setti saman úti í Hamborg tæpum 30 árum síðar. Upphaf jarðelda á Heimaey, […]
Ferðast um eyjuna í fallegu veðri

Það var fallegt um að litast Í Vestmannaeyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar frá því fyrr í dag. Halldór fór vítt og breytt um bæinn og eins sýnir hann okkur eyjuna úr lofti. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Árið er…

Árið er 2024. Halldór B. Halldórsson hefur tekið saman ljósmyndir frá nýliðnu ári sem hann setti saman í skemmtilegt myndband sem sjá má hér að neðan. (meira…)