Handverksmarkaður – myndband

Handverksm 2024 Hbh

Líkt og greint var frá fyrr í dag hér á Eyjafréttum er glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni um helgina. Hann hófst í dag og er einnig opinn á morgun, sunnudag. Halldór B. Halldórsson leit við þar og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina með í farteskinu. (meira…)

Í blíðu yfir Eyjum

Yfir Hofn Midbæ Hbh Skjask 1124

Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland. Halldór B. […]

Opna aftur eftir breytingar

ÓPF

Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum lögðu leið sína í Miðstöðina í gærkvöld en þar gátu þeir kynnt sér ýmis verkfæri sem þar eru til sölu. Einnig var boðið upp á léttar veitingar. Mar​i​nó Sigursteinsson er eigandi Miðstöðvarinnar. „​Við vorum að opna eftir breytingar á búðinni og því var ákveðið að halda smá teiti. Einnig höldum við upp […]

Ferðalag um Heimaey

default

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur í fjögurra mínútna ferðalag um Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Þingmannsefnin fengu skýr skilaboð frá Eyjamönnum

Í kvöld fór fram framboðsfundur í Höllinni. Að fundinum stóðu Vestmannaeyjabær, Eyjafréttir og Tígull. Í pallborði voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Á annað hundruð Eyjamenn mættu á fundinn og var spurningum beint til frambjóðenda frá skipuleggjendum fundarins og úr sal.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða. Ályktun Fundarmenn gera þá lágmarkskröfu til […]

Ný ábreiða frá Glacier Guys

Dukararnir 2

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson halda áfram að skemmta landanum með frábærum ábreiðum, sem  þeir kalla „föstudagsfiðringinn.“ Í þetta sinn er það hittari frá Helga Björns sem varð fyrir valinu. Þeir þremenningar – sem kalla sig “Glacier Guys” – láta ekki nægja að skemmta okkur með góðri tónlist því einnig safna […]

Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum

K94A1187

Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1610. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins, en hæst ber fyrri umræða um fjárhagsáætlun næsta árs. Hér að neðan má sjá útsendingu frá fundinum og þar fyrir neðan má kynna sér dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – Fjárhagsáætlun 2025 -fyrri umræða- 2. […]

ChatGPT plus fær íslenskar raddir

Nýjar íslenskar raddir eru komnar inn í talgervil mállíkansins ChatGPT. Því er nú hægt að tala upphátt á íslensku við mállíkanið og fá svar til baka, á íslensku. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni sem er nú aðgengileg öllum notendum sem greiða fyrir aðgang (Plus er kostuð útgáfa gervigreindarinnar), með betri raddvirkni […]

„Ég er kominn heim”

K94A1149

„Ég er kominn heim” söng Óðinn Valdimarsson um árið. Það hljómar einmitt undir nýjasta myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem sýnir okkur Vestmannaeyjar á fyrsta degi nóvember-mánaðar. (meira…)