Endurbætur á Oddfellow-húsinu

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. M.a. er verið að byggja við austugafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan. (meira…)
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1615. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru síðari umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar og umræða um samgöngumál svo eitthvað sé nefnt. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Seinni umræða- 2. 201212068 […]
Dalur færist

Húsið Dalur var byggt árið 1906 og stendur við Kirkjuveg 35. Brátt verður breyting á því. Til stendur að færa húsið neðar í götuna. Nánar til tekið niður fyrir næsta hús á Kirkjuveginum, Grund. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um framkvæmdasvæðið og sýnir hann okkur á myndbandi hér að neðan húsið sem og hæðina […]
Upptaka frá íbúafundinum um listaverkið

Á föstudaginn var haldinn íbúafundur í Eldheimum um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Olafur Eliasson kynnti listaverkið. Þá voru pallborðsumræður þar sem í pallborði voru áðurnefndur Olafur og einnig Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Góð mæting var á fundinn og verður honum gerð […]
Hásteinsvöllur í dag

Þessa dagana er verið að leggja hitalagnir í Hásteinsvöll. Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að næstu daga verði unnið frá kl. 16:00 – 19-20:00. „Við þurfum á höndum að halda. Þeir sem hafa tök á mega mæta. Þetta er góð æfing. Mikið labb en engin átök og eitthvað fyrir alla að gera. Við biðlum […]
Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag bjóðum við upp á útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar á fallegum vetrardegi. Myndbandið er frá Halldóri B. Halldórssyni og er tekið í gær. (meira…)
Sumarveður að vetri til

Veðurfar hefur verið einstaklega gott undanfarið. Fátt sem minnir á að það sé mars, sem hefur oftar en ekki verið kaldur og hvítur. Halldór B. Halldórsson nýtti veðurblíðu dagsins til myndbands-upptöku. Sjá má afraksturinn hér að neðan. (meira…)
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]
Bæjarrölt í blíðunni

Daginn er farið að lengja og veðrið hefur leikið við bæjarbúa undanfarið. Þá er upplagt að fara bæjarrölt um Heimaey. Það gerði einmitt Halldór B. Halldórsson í dag og fór hann allvíða. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Viðlagafjara í dag

Framkvæmdir eru í fullum gangi í Viðlagafjöru þar sem unnið er að byggingu laxeldis. Greint var frá því seinni partinn í síðasta mánuði að fyrsti áfangi væri á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Það má því segja að það sé í mörg horn að líta í þessari stóru […]