Sjóstangaveiðimót í Eyjum

Nú stendur yfir Hvítasunnumót Sjóve í sjóstangaveiði. Halldór B. Halldórsson fylgdist með veiðimönnunum undirbúa sig fyrir róðurinn og smábátunum fara út eldsnemma í morgun í brakandi blíðu. Og svo aftur þegar komið var í land og aflanum landað. Er þetta fyrri dagurinn en haldið er aftur til veiða á sama tíma í fyrramálið. (meira…)

Bíltúr um Heimaey

Skjask 060625

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)

Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Bjorgunarhringur Afh Ads IMG 0318

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]

Framkvæmdir ganga vel í Oddfellow húsinu

Oddf 230525

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðastliðna mánuði á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson hefur fylgst vel með framkvæmdum. Fyrst sýnir hann okkur myndir frá í byrjun mánaðarins og svo aftur það sem hann tók 8. maí og að síðustu sjúm við stöðuna í dag. (meira…)

Á ferðalagi um eyjuna

Í dag förum við á ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjöldann allan af framkvæmdum hingað og þangað um bæinn. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Einstakt fágætissafn opnað – seinni hluti

20250518 143910

Á Safnadeginumá sunnudaginn sl. var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem flutt voru stutt ávörp. Á þau má horfa hér. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur […]

Einstakt fágætissafn opnað

Fágætissalur

Fágætissalur í Ágústarstofu var opnaður í Safnahúsinu í gær að viðstöddu fjölmenni. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem  flutt voru stutt ávörp. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur gefið Bókasafni Vestmannaeyja. Þar verður […]

Veðurblíða á Víkingahátíð

K94A2432

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við víkinga á vappi um bæinn um helgina. Haldin var Víkingahátíð á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingafélagi Vilborgu sem starfrækt er hér í Vestmannaeyjum. Reistu víkingarnir lítið víkingarþorp við Sagnheima og voru víkingar gráir fyrir járnum á vappinu. Auk þess sem […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

fundur_baejarstj_22

1616. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru um listaverk Ólafs Elíassonar og aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1 202402027 – Listaverk Ólafs Elíassonar 2 202505054 – Aðgerðir gegn […]

Strandveiðarnar komnar á fullt

K94A2294

Strandveiðarnar eru nú komnar á fullt, en þær hófust fyrir réttri viku síðan. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þegar smábátarnir komu til hafnar í Eyjum í dag. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.