„Ótrúlegur hraði“

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]
Fjölskyldufyrirtæki á traustum grunni

Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera starfandi í yfir 80 ár innan sömu fjölskyldu. Marinó Jónsson, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið 1940 og er Marinó Sigursteinsson þriðji ættliður sem rekur Miðstöðina en hann tók við af föður sínum, Sigursteini Marinóssyni árið 1991. Nú er fjórði ættliðurinn, sonurinn Bjarni […]
110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]
Á topp 20 yfir bestu verkefnin

Á ráðstefnunni UTÍS var fjallað um þróunarverkefnið ,,ferðalag um íslenkst skólakerfi”. Þróunarverkefni leikskólans Kirkjugerði er á lista yfir bestu 20 verkefnin. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Utís sé árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er […]
Fjallaferð með Halldóri B.

Það hefur viðrað vel til flugs undanfarna daga í Eyjum. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér í gær. Hann flýgur nú með okkur yfir eyjarnar og sýnir okkur þær frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. (meira…)
Æfa viðbrögð við ýmsum ógnum

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka […]
Svipast um á sunnanverðri Heimaey

Í dag hefjum við okkur til flugs suður á Heimaey og skoðum Eyjuna á stað sem ekki er fjölfarinn. Halldór B. Halldórsson býður okkaur með í þessa ferð. (meira…)
Svipmyndir frá Eyjum

Það var líf og fjör um Heimaey í dag, líkt og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á. (meira…)
Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag skoðum við Vestmannaeyjar úr lofti, enda veðrið til þess. Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á skemmtilegt drónaferðalag. Njótið ferðalagsins! (meira…)
Gamla slökkvistöðin byggist upp

Eins og kunnugt er verður gamla slökkvistöðin í Eyjum að fjölbýlishúsi. Húsið er óðum að taka á sig mynd. Halldór B. Halldórsson skoðaði uppbygginguna í gegnum linsuna. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)