Dýpkun gengur vel – fleiri ferðir í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_tms

Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fyrr en síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 12:00, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 18:15, 20:45. Ferðir kl. […]

Of grunnt fyrir Herjólf í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn fyrr í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er dýpið í Landeyjahöfn því miður ekki nógu gott. Sanddæluskipið Álfsnes er á leiðinni á svæðið og mun dýpkun hefjast í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Jafnframt er þess getið að staðan verði tekin […]

Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

20240210_173143_landeyjahofn_gardur_0224

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]

Herjólfur fellir niður seinni ferðir dagsins

Seinni ferðir dagsins sem áætlaðar voru frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 falla niður vegna veðurs – og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá […]

Frátafir hjá Herjólfi í dag og á morgun

herjolfur_b-3.jpg

„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars  vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá […]

Áætlunarflugið framlengt

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]

Óska eftir framlengingu á áætlunarflugi

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið. Brýnir hagsmunir í húfi Bæjarstjóri […]

Líklegt að dýpkun taki nokkra daga

lan_alfsn

Á fundi bæjarstjórnar um miðja viku fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna í Landeyjahöfn og samkvæmt Vegagerðinni fór dýpið úr -6 í -3 metra á tveimur dögum í síðustu viku, þann 12. og 13. febrúar. „Leiðindaspá er framundan og almennilegur dýpkunargluggi ekki fyrirsjáanlegur næstu vikuna. Álfsnesið verður þó til taks til að dýpka ef einhverjar […]

Lítið dýpi í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þess er jafnframt […]

Ófært til lands

herjolfur_naer

„Því miður falla niður allar siglingar í dag vegna veðurs og sjólags. Þar með taldar ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum okkar til þess að færa bókun sína,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.