Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]
Maginn fullur af burstaormum

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]
„Feginn að fá loksins svona veður”

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum á sunnudag og Bergur landaði fullfermi á laugardag og aftur í dag. Að sögn Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergi hafa þeir verið að undanförnu á Ingólfshöfðanum og þar hefur verið fantaveiði. „Í fyrri túrnum upplifðum við loksins […]
Hlýtur að fara að lagast

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 45 tonnum í Vestmannaeyjum í gær að loknum stuttum túr. Helmingur aflans var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og ufsa í aflanum. Egill Guðni Guðnason skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi verið erfiður túr. „Þetta var einungis tveggja sólarhringa túr en hann var erfiður, veðrið […]
„Ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur”

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið. „Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var […]
Eydís kveður Vinnslustöðina eftir rúman aldarfjórðung

Særún Eydís Ásgeirsdóttir hóf störf hjá Vinnslustöðinni 1997 sem verkakona í fiskvinnslu. Eydís vann í Vinnslustöðinni nær óslitið til dagsins í dag. Tók sér örstutta pásu þegar hún flutti frá Eyjum. Hún hefur verið umsjónarkona á kaffistofu Vinnslustöðvarinnar í ein 10 ár. Eydís fer yfir starfsferilinn og uppvöxtinn í ítarlegu viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Grípum niður […]
Óbreytt ráðgjöf eftir síðustu loðnumælingar

Uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnurannsóknir í síðustu viku. Markmiðið var að kanna hvort meira af loðnu hefði skilað sér inn á norðvesturmið síðan loðnumælingar fóru fram þar í fyrri hluta febrúarmánuðar. Magn af loðnu sem mældist nú var ívið lægra en fyrri mælingin og því ljóst að […]
Ótrúlega fjölbreyttur afli

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]
Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]
Góð loðnuveiði í dag

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]