Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

DSC 6624 EIS 2

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Sjorinn Opf

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]

Lenti í mokveiði á Eyjólfsklöpp – myndasyrpa

Á dögunum bauðst Óskari Pétri Friðrikssyni ljósmyndara Eyjafrétta að fara á sjóinn með Kap VE. Kapin er sem kunnugt er á netaveiðum. Óhætt er að segja að Óskar hafi hitt á flottan túr því vel fiskaðist. „Við lögðum af stað klukkan 05.00 og komum í land kl. 22.15. Við veiddum 154 kör af fiski og […]

Birta niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Breki IMG 7484

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Stofnmæling botnfiska […]

Viðskiptavinur VSV varð fyrir drónaárás

WhatsApp Image 2025 04 08 At 17.20.03 (3)

Aðfaranótt mánudagsins sl. var gerð árás á höfuðstöðvar eins af viðskiptavinum Vinnslustöðvarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið er með alls 25 verslanir vítt og breitt um Úkraínu. Flestar þeirra eru í borginni Sumy. Fjallað er um málið í dag á vef Vinnslustöðvarinnar. Stærsti hluti framleiðslunnar gjöreyðilagðist „Það var áfall að fá þær fréttir í byrjun vikunnar að […]

Laxey sækir um stækkun

default

Fyr­ir­tækið Lax­ey hf. hyggst stækka land­eld­is­stöð sína fyr­ir lax við Viðlaga­fjöru og sækja um leyfi fyr­ir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Þar segir enn fremur að Lax­ey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeld­is­stöð og er hún áformuð á at­hafna­svæði vest­an […]

Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]

Segja upplýsingaskortinn óásættanlegan

20250403_072519

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem nú er í samráðsgátt voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Þar voru  drög að umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið einnig rædd. Þá ræddi ráðið bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá fundi 28. mars. sl um frumvarpsdrögin. Í umsögn bæjarráðs kemur fram að ráðið […]

Þrír Eyjamenn í stjórn SFS

Sjonum DSC 7447 Min

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ný stjórn hafi verið kjörin á fundinum fyrir starfsárið 2025 – 2026. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Hann tekur við af Ólafi Marteinssyni sem verið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.