Fengu gám í trollið

bergey_bergur_op

Í morgun fékk ísfisk­tog­ari­nn Berg­ur VE hluta af gám frá Eim­skip í trollið hjá sér. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Í sam­tali við mbl.is er haft eftir Jóni Val­geirs­syni, skip­stjóra skips­ins, að gám­ur­inn hafi komið í trollið þegar þeir voru að toga upp botn­vörpu af Pét­urs­ey. Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, aðfaranótt […]

Vel heppnuð Eyjaferð

20240907 163617 Cr

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við […]

Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]

Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

_DSC0433.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]

​Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]

Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða  klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum  sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]

„Hentar örugglega vel til vinnslu”

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Neskaupstað í gær. Afli beggja skipa var á milli 50 og 60 tonn, mest þorskur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að einungis hafi verið stoppað í rúmlega 50 tíma á miðunum. „Við héldum beint á Glettinganesflak frá Eyjum og vorum þar. Veður var þokkalegt í […]

Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli

Sandsili Ads Hafro

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. […]

Saltfiskveisla í Herjólfsbæ stóð undir nafni

„,(Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.