Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðihagsmuni

Sild Fra Faereyjum Mynd

Ísland og Færeyjar hafa náð samkomulagi um fiskveiðar fyrir árið 2025. Ríkin semja um skiptingu fiskveiðihagsmuna til eins árs í senn innan rammasamnings sem undirritaður var af utanríkisráðherrum ríkjanna í október 2022. Á ársfundi ríkjanna sem fór fram föstudaginn 6. desember var ákveðið að endurtaka fyrirkomulag skiptinga frá fyrri árum. Eins og áður munu bæði […]

Ufsaveisla á Papagrunni

Bæði Breki og Þórunn Sveinsdóttir héldu á austfjarðamið fyrir helgi og komu til löndunar í byrjun vikunnar. Breki á mánudag og Þórunn í gær. Uppistaða aflans var ufsi hjá báðum skipunum, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. Þar er rætt við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur. „Við fórum út á miðvikudaginn í síðustu. Byrjuðum […]

Miklar framkvæmdir í FES

FES Framkv 2024

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]

Bíða af sér veðrið

20221101 121730

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]

Hugmynd sem kviknaði í túrnum

DSC_6913

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. „Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo […]

Bergur og Vestmannaey landa fyrir austan

bergey_opf

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í vikunni, Bergur á miðvikudag og Vestmannaey í gær. Afli skipanna var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Bæði skip fóru óvenju víða í veiðiferðinni og átti veðrið þar hlut að máli. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði […]

Flutningurinn heppnaðist afar vel

DSC 3811 (1)

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]

287 milljarðar á tíu mánuðum

DSC_7145

Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 287 milljarða króna. Það er um 3% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vart þarf að nefna að þennan samdrátt má að langstærstum hluta skrifa á loðnubrest í ár. Að loðnuafurðum undanskildum, þá hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um rúmlega […]

Tóku forskot á sæluna

Breki Vestm

Jólahlaðborðin eru hafin vítt og breitt um landið. En ekki einungis til lands heldur líka til sjós. Guðmundur Helgason, háseti og afleysingakokkur á Breka VE kom skipsfélögum sínum í jólagírinn í síðasta túr, þegar hann töfraði fram glæsilegt jólahlaðborð. Litlu jólin um borð. Er hefð fyrir þessu hjá ykkur á Breka? Nei þetta er í […]

Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar

sjonum_DSC_7447_min

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.