Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðihagsmuni

Ísland og Færeyjar hafa náð samkomulagi um fiskveiðar fyrir árið 2025. Ríkin semja um skiptingu fiskveiðihagsmuna til eins árs í senn innan rammasamnings sem undirritaður var af utanríkisráðherrum ríkjanna í október 2022. Á ársfundi ríkjanna sem fór fram föstudaginn 6. desember var ákveðið að endurtaka fyrirkomulag skiptinga frá fyrri árum. Eins og áður munu bæði […]
Ufsaveisla á Papagrunni

Bæði Breki og Þórunn Sveinsdóttir héldu á austfjarðamið fyrir helgi og komu til löndunar í byrjun vikunnar. Breki á mánudag og Þórunn í gær. Uppistaða aflans var ufsi hjá báðum skipunum, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. Þar er rætt við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur. „Við fórum út á miðvikudaginn í síðustu. Byrjuðum […]
Miklar framkvæmdir í FES

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]
Bíða af sér veðrið

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]
Hugmynd sem kviknaði í túrnum

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. „Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo […]
Bergur og Vestmannaey landa fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í vikunni, Bergur á miðvikudag og Vestmannaey í gær. Afli skipanna var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Bæði skip fóru óvenju víða í veiðiferðinni og átti veðrið þar hlut að máli. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði […]
Flutningurinn heppnaðist afar vel

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]
287 milljarðar á tíu mánuðum

Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 287 milljarða króna. Það er um 3% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vart þarf að nefna að þennan samdrátt má að langstærstum hluta skrifa á loðnubrest í ár. Að loðnuafurðum undanskildum, þá hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um rúmlega […]
Tóku forskot á sæluna

Jólahlaðborðin eru hafin vítt og breitt um landið. En ekki einungis til lands heldur líka til sjós. Guðmundur Helgason, háseti og afleysingakokkur á Breka VE kom skipsfélögum sínum í jólagírinn í síðasta túr, þegar hann töfraði fram glæsilegt jólahlaðborð. Litlu jólin um borð. Er hefð fyrir þessu hjá ykkur á Breka? Nei þetta er í […]
Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr […]