Aflinn að mestu þorskur og ýsa

“Við fengum aflann á Öræfagrunni og í Hornafjarðardýpinu og það var gott veður allan túrinn að undanskildum einum sólarhring. Aflinn er mestmegnis ufsi og ýsa og það er einkar ánægjulegt að ufsinn láti sjá sig, en það er langt síðan hann hefur fengist á þessum slóðum. Þetta er hinn fallegasti fiskur og ufsinn er góður […]

Hátt í þriðjungs aukning á veiðigjaldi

Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 920 milljónir króna í veiðigjald í október samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti í vikunni. Fjárhæð veiðigjaldsins er þar með komin í rétt rúma 8,8 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í þeirri fjárhæð er búið að draga frá þann afslátt sem veittur er af veiðigjaldinu. Um er að ræða hátt […]

Góð veiði og góður fiskur

Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað sl. sunnudag. Heimasíðan ræddi stuttlega við skipstjórana. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að túrinn hefði gengið vel og blíðuveður hefði verið á miðunum. „Við vorum mest á Gerpisflakinu en komum við á Skrúðsgrunni og Tangaflaki. Aflinn […]

Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í Haustralli Hafró

Vinnslustöðvarskipin Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku bæði þátt í stofnmælingum Hafrannsóknarstofnunar á botnfiski hringinn í kringum landið núna í október, verkefni sem gjarnan er einfaldlega kallað „haustrall Hafró“. Breki lagði upp í sinn leiðangur 28. september og kom til heimahafnar 20. október, Þórunn lagði af stað 2. október og kom heim 24. október. […]

Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Vegur og virðing jólasíldar VSV vex

„Við lögðum verðandi jólasíld VSV í edikspækil í lok september, lítum til kerjanna nokkrum sinnum á sólarhring og hrærum í. Framleiðslan í ár er með sama sniði og í fyrra enda mæltist jólasíldin afar vel fyrir þá. Bitarnir eru minni í ár en áður, það er eina breytingin. Og svo hófumst við handa ögn fyrr […]

Aflinn mest þorskur og ýsa

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Afli Bergs var 68 tonn og afli Vestmannaeyjar 65 tonn. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana að löndun lokinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli þeirra hafi mest verið þorskur og ufsi. „Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða og á […]

Hvað hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert fyr­ir þig?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efna nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg. Sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing […]

Hagnaður sjávarútvegsfélaga 67 milljarðar 2022

Tekjur í sjávarútvegi jukust um 73 milljarða frá árinu 2021 til 2022 eða um 23,8% en á sama tíma nam hækkun á íslenskum sjávarafurðum 18,7%. Hagnaður ársins 2022 var 67 milljarðar króna, um tveimur milljörðum meiri en 2021 og reiknaður tekjuskattur var 17 milljarðar króna. Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja hækkaði um 4,4 milljarða á árinu og fór […]

Líf og fjör fyrir austan

Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar. Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað […]