Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]

Sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast. Fræðsluefnið er á veggspjaldi og í smáforriti fyrir síma. Þar er farið í nokkrum orðum um brottkast, reglur, undanþágur og úrræði. Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að umgengni við hafið […]

Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]

Fiskveiðiáramót

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund […]

Lítið mældist af makríl

Árni Friðriksson

Samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana liggur fyrir. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurinn var meðal annars farinn á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 á tímabilinu 30. júní til 3. ágúst nú í sumar. Vísitala lífmassa makríls […]

Bergur verður grænn

Bergur Jóhanna Gísladóttir

Í gær birti Tryggvi Sigurðsson myndir af togaranum Bergi VE-44 í slippnum í Reykjavík. Myndirnar birti Tryggvi á síðu sinni “Vélbátar Vestmannaeyinga í yfir 100 ár” á Facebook. Myndirnar sýna togarann Berg í miðri málun þar sem skrokkur hans fær nú græna kápu en báturinn hefur áður borið rauðan lit. Ástæða þess er að sjávarútvegsfyrirtækið […]

Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun. Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á […]

Makrílinn mestur austan við landið

Í lok júlímánaðar lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátttöku sinni í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí s.l. Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er […]

Bergur VE seldur til Grindavíkur

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE […]

Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]