150 sóttu um 30 sumarstörf hjá VSV

Áður tíðkaðist að nánast allir sem sóttu um sumarstarf hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum fengju vinnu og hefur þurft að sækja mannskap til þess að uppfylla þörf fyrirtækisins. Þessi staða hefur heldur betur breyst og sóttu nú 150 einstaklingar um sumarstarf hjá Vinnslustöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, segir í svari Lilju Bjargar Arngrímsdóttur, […]
Vertíðin einkennst af brælum og covidástandi

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudagsmorgun. Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum. „Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið […]
Eðlileg krafa ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19 á fundi sínum í síðustu viku. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. […]
Aflabrögð á fyrra helmingi fiskveiðiársins

Heildarafli íslenska flotans þegar fiskveiðiárið 2019/2020, sem hófst 1. september 2019, var hálfnað nam rúmlega 420 þúsund tonnum upp úr sjó. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 496 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla milli fiskveiðiára sem nemur um 15% eða um […]
Heimilt að stunda strandveiðar á almennum frídögum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Reglugerðin er efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á […]
Langþráð bræðsla

Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan […]
Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]
Ísfélagið og Vinnnslustöðin fá undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem fengið hafa undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Tvö fyrirtæki frá Vestmannaeyjum má finna á listanum en það eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. ásamt dótturfyrirtækjum. Fram kemur á síðu […]