17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]

Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og […]

Kap VE fer í loðnu­leit­

Ákveðið er að senda loðnu­skipið Kap VE til loðnu­leit­ar og rann­sókna. Það verður 4. loðnu­leiðang­ur­inn í vet­ur. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morg­un í a.m.k. tíu daga leiðang­ur. Í gær var unnið að skipu­lagn­ingu. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verða með um borð. „Við þurf­um að fara […]

Huginn landar ekki meir á Írlandi

Tilkynning birtist á vef Fiskistofu í gær þar sem fram kemur að ekki verði veitt frekari löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun. Huginn Ve er staddur í Kyllibegs á Írlandi þar sem landað var 1.900 tonn af kolmunna upp úr bátnum. Þurfum að sigla 400 sjómílum lengra fyrir 30% lægra […]

Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]

Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]

Af­leiðing­ar lok­un­ar al­var­leg­ar

Þeir aðilar inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvaða af­leiðing­ar það kann að hafa fyr­ir fyr­ir­tæki sem reka fisk­vinnslu fari svo að fyr­ir­tæk­in verði lokuð í tvær vik­ur vegna kór­ónu­veiru­smits hjá starfs­manni. „Þetta yrði högg fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir einn út­gerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þung­bært gæti orðið fyr­ir […]

Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]

Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.