Stranda bát­um sof­andi

Rekja má 43 skips­strönd við landið á síðustu 20 árum til þess að stjórn­andi sofnaði. Í einu til­viki hafði stjórn­andi vakað í 40 klukku­tíma fyr­ir strandið. Rann­sókna­stjóri sigl­inga­sviðs RNSA seg­ir þenn­an fjölda uggvæn­leg­an og það sé mik­il mildi að ekki hafi orðið bana­slys í þess­um skips­strönd­um. Hann seg­ir það aldrei nóg­sam­lega brýnt fyr­ir skip­stjórn­end­um að […]

Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]

Yfir helmingur aflahlutdeildar í loðnu á skipum í Vestmannaeyjum og Fjarðarbyggð

Loðna hefur lengi verið einn af mikilvægustu fiskistofnum landsins. Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Enn hefur loðna […]

Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum 1000 milljónir

Bæjarstjóri kynnti á fundir bæjarráðs í gær greininguna Loðnubrestur 2019 / Staða, áhrif og afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjabær og hagaðilar héldu íbúafund 26. mars eftir að ljóst var að loðnubrestur yrði vertíðina 2019. Á fundinum kom fram að miklvægt er að hafa í hendi raunveruleg gögn og greiningar um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til […]

Færðu Sea life trust töskukrabba

Skipverjar á Brynjólfi VE komu færandi hendi með töskukrabba (Cancer pagurus) til Sea life trust eftir hádegi í dag. Krabbann fengu þeir í troll suður af Vestmannaeyjum. Töskukrabbi er rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 cm í þvermál og vegið allt að 3 kíló. Töskukrabbi […]

Lítið mældist af loðnu í rannsóknarleiðöngrum í janúar

Bráðabirgðamat liggur nú fyrir frá mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar. Stærð hrygningarstofnsins samkvæmt þessum mælingum var um 64 þúsund tonn. Matið byggir á mælingum þriggja skipa, RS Árna Friðrikssonar, ásamt loðnuskipunum Hákoni EA-148 og Polar Amaroq. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Meðfylgjandi mynd sýnir […]

Fiskeldi um 10% af verðmæti útfluttra sjávarafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 25 milljörðum króna á árinu 2019, sem er 90% aukning frá fyrra ári. Hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira og rímar þessi þróun vel við spá okkar fyrir árið. Í erlendri mynt var aukningin aðeins minni, eða 75%, þar sem gengi krónunnar veiktist um tæp 8% á milli ára sé tekið mið […]

Kærkomin blíða (myndband)

Ævar Líndal háseti á Dala-Rafni sendi okkur þetta myndband sem hann tók á landleið í blíðunni í gær. Eins og sjá má var renni blíða hjá strákunum. Dala Rafn kom í land með 150 kör eftir fjóra daga á veiðum. En skipstjóri í túrnum var Ingi Grétarsson.   (meira…)

Loksins komin langþráð bongóblíða

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag og kom aftur inn í morgun með rúmlega 30 tonn. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði hvernig veiðar hefðu gengið. „Það verður að segjast að veiðarnar gengu vel. Í fyrri túrnum vorum við í Breiðamerkurdýpinu og uppistaða aflans þar var […]

Polar Amaroq fékk gat á peruna – skipstjórinn bjartsýnn hvað varðar loðnuvertíð

Fréttir að afloknum loðnuleitarleiðangrinum á dögunum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað loðnuvertíð varðar. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leiðangrinum var grænlenska skipið Polar Amaroq og skipstjóri þar um borð var Geir Zoëga. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs og spurði hvort hann teldi að líkur væru á loðnuvertíð. „Staðreyndin er sú […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.