Marhólmar og pólskt fyrirtæki með nýja síldarrétti á markaði í Finnlandi

„Við vinnum norsk-íslenska síld frá Vinnslustöðinni og flytjum í flökum til Póllands þar sem hún er sett á bakka með mismunandi kryddi, sósum, grænmeti og ávöxtum og send þannig áfram til Finnlands, sem hefur um árabil verið mikilvægasti síldarmarkaður okkar, og seld undir vörumerkinu Vestmans. Þetta er nýr áfangi, árangur vöruþróunarferlis og vinnslu í Vestmannaeyjum. Lykilþátturinn […]
Bergey kveður

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í síðasta sinn undir merkjum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag. Aflinn var 65 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fer væntanlega í slipp síðar í dag en það verður afhent nýjum eiganda í næstu viku. Það er Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði sem hefur fest kaup á skipinu. Bergey var smíðuð […]
Undirritaður samningur um útboð fyrir nýtt hafrannsóknaskip

Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina. Forsaga málsins er sú að á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí […]
Vestmannaeyjar stærsti útgerðarstaður landsins

Nýtt kvótaár hófst á miðnætti. Að þessu sinni er úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið, samanborið við um 384 þúsund þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Samdráttur á milli ára samsvarar því um 12 þúsund þorskígildistonnum. Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip […]
Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin

Hin nýja Vestmannaey hélt norður til Akureyrar hinn 6. ágúst sl. og munu þar starfsmenn Slippsins ganga frá millidekki skipsins. Áður höfðu starfsmenn Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum gengið frá lestarfæribandinu um borð. Millidekkið verður um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti fullkomnara en var í gömlu Vestmannaey (núverandi Smáey). Þar verða meðal annars tveir stærðarflokkarar […]
Verðmæti aflans nam 128 milljörðum

Íslensk skip lönduðu tæplega 1.259 þúsund tonnum af afla á síðasta ári, um 79 þúsund tonnum meira en árið áður. Aflaverðmæti ársins nam enn fremur 128 milljörðum króna og jókst um 15,6% á milli ára. Verðmæti aflans eykst því meira en sá afli sem landað er, en aflaaukningin nemur 7% samanborið við 15,6% aukningu aflaverðmætis. […]
Nú þarf að fiska annað en ýsu

Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) […]
28% makrílkvótans til Eyjaskipa

Fiskistofa hefur gefið út endanlega aflahlutdeild í makríl, eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust við bráðabirgðaúthlutun í lok júní. Samkvæmt reglugerð um veiðar á makríl er 127.307 tonnum af makríl úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið. Þar af er 124.450 tonnum úthlutað til skipa í A-flokki, sem eru skip með veiðireynslu í […]
Sáu meiri makríl sunnan við landið nú en í fyrra

„Sunnan við landið fékkst þó nokkuð mikið meiri makríll en í fyrra. Hann var almennt stór og vel haldinn. Íslandsmegin við miðlínuna fyrir vestan fengum við lítið eitt minna af makríl en í fyrra, miðað við hráar aflatölur. Fyrir norðan var enginn makríll eins og í fyrra og raunar oft áður.“ Þetta segir Anna Heiða […]
Gamla Vestmannaey fær nafnið Smáey

Eins og kunnugt er kom ný Vestmannaey til landsins um miðjan síðasta mánuð. Nú hefur gamla Vestmannaey fengið nafnið Smáey og einkennisstafina VE 444. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, […]