Pattaralegur makríll stríðveiddur í „bæjarlæk“ Eyjanna

„Við höfum landað um 3.000 tonnum af makríl til vinnslu í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar frá því í byrjun júlí. Fiskurinn er stór, feitur og pattaralegur, einhvern veginn lengra genginn og þroskaðri en við höfum séð áður um svipað leyti sumars. Miðin eru rétt við Eyjar, við tökum þetta einfaldlega beint upp úr stóra bæjarlæknum okkar!“ Það […]
Breki VE fiskaði nær 7.800 tonn á fyrsta útgerðarárinu sínu

Breki VE fór í fyrsta sinn til veiða frá Vestmannaeyjum 24. júlí 2018, fyrir nákvæmlega einu ári. Áhöfnin og togarinn héldu upp á ársafmælið með því að koma til hafnar í morgun með fullfermi, enn einu sinni. Það sætir nefnilega vart tíðindum lengur að Breki komi með minna en lestarfylli af fiski úr veiðiferðum sem […]
Góður afli hjá Eyjunum í sumar

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa fiskað vel það sem af er sumri að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra Bergs-Hugins, dótturfélags Síldarvinnslunnar. Sérstaklega mun ýsuveiði hafa verið góð hjá skipunum. Arnar segir að stundum hafi veiðiferðirnar verið afar stuttar. „Nefna má að bæði skipin fóru út sl. fimmtudagskvöld og voru komin til löndunar fyrir hádegi […]
Ný Vestmannaey komin til heimahafnar

Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við […]
Ný Vestmannaey á heimleið

Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun. Vestmannaey mun væntanlega sigla inn í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 […]
Batnandi ástand og vaðandi makríll

„Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019 við mbl.is Hlýsjórinn sunnan og vestan við landið hefur hlýnað. Selta sjávar á þessum slóðum er enn talsvert undir meðallagi líkt og síðustu fjögur ár. Hiti og selta sjávar fyrir norðan land mældust nú […]
Nóg að gera í frystihúsinu eftir sumarfrí

Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum um mánaðarmótin og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað veiðarnar. Heimaey og Sigurður frá Ísfélaginu hafa verið á makríl og fóru bæði skip út síðasta föstudag. „Heimaey og Sigurður fóru til makrílveiða á föstudagskvöld og eru þeir báðir að koma í […]
Taka upp stöðu hafnarstjóra á ný?

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku var umræða um skipurit Vestmannaeyjahafnar og hvort ástæða sé til breytinga á því vegna breytinga á starfsemi hafnarinnar. Ráðið samþykkti að skipa starfshóp sem ætlað er að meta kosti þess og galla að ráðið sé í stöðu hafnarstjóra. Málið var tekið upp í bæjarstjórn í síðustu viku þar sem […]
Það hafa komið góðir kaflar

Skipum er að fjölga á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum þessa dagana. Dagamunur er á veiðinni, góður afli hefur fengist suma daga en slakur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum, fyrir um hálfum mánuði, og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað […]
Nýja Vestmannaey stóðst prófanir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]