Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu til Vestmannaeyja í gær með fullfermi. Skipstjórarnir segja að nú sé vertíðin hafin og mikið sé af fallegum vertíðarfiski við Eyjarnar. Heimasíðan ræddi við báða skipstjórana og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að vel hefði fiskast af þorski og karfa í veiðiferðinni. „Við vorum […]

Niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar

Vsv Lodna3

Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að […]

Fundu töluvert magn af loðnu fyrir austan land

Uppsjávarveiðiskipin Börkur og Polar Amaroq sigldu fram á umtalsvert magn af loðnu fyrir austan land á leið sinni til kolmunnaveiða. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ sagði Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Berki NK í samtali við Eyjafréttir. Skipin gerðu Hafrannskóknarstofnun strax viðvart. „Þetta var allt gert eftir þeirra stjórn, við sigldum eftir ákveðnum […]

Frumvarp til laga um skip í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til laga um skip hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 4. mars 2020. Frumvarpinu er ætlað að einfalda löggjöf í kringum skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra […]

Fyrstu niðurstöður úr merkingum á þorski árið 2019

Við Ísland hafa merkingar verið notaðar til að rannsaka far fiska í meira en eina öld en árið 1904 var fyrsti þorskurinn merktur við Ísland. Síðan þá hefur þorskur verið merktur reglulega en með nokkrum hléum. Hafrannsóknastofnun merkti þorska árið 2010 og eftir 9 ára hlé hófust merkingar aftur í mars 2019 þegar 1800 þorskar […]

Loðnumælingum næstum lokið

Loðnumælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa, Heimaeyjar VE, Hákons EA, Aðalsteins Jónssonar SU, Barkar NK og Polar Amaroq, kláruðust nokkurn vegin  í nótt. Einungis lítið svæði út af Húnaflóa er óyfirfarið og mun Árni Friðriksson klára það þegar veður leyfir aftur. Endanlegar niðurstöður þessara mælinga liggja því ekki fyrir en vegna þeirra hagsmuna sem […]

Staða loðnuleitar rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í gær. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta. Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson […]

Heimaey fer í loðnuleit á sunnudag

Heimaey skip Ísfélags Vestmannaeyja fer til liðs við Árna Friðriksson við loðnuleit á sunnudag. Full ástæða þykir til að halda mælingum áfram og gera þriðju mælinguna á grunni fyrri mælinga. Árni Friðriksson byrjaði þá mæliyfirferð 11. febrúar og mun Heimaey ásamt öðrum skipum bætast við í mælinguna um og eftir helgi þegar óveður helgarinnar gengur […]

Ekki hægt að mæla með veiðikvóta – leit haldið áfram eftir helgi

Bráðabirgðaniðurstaða loðnumælinga dagana 1.-9. febrúar liggur nú fyrir. Heildarmagn hrygningarloðnu samkvæmt henni er 250 þúsund tonn og hefur þá ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu. Þessi mæling byggir á yfirferð sem í þátt tóku RS Árni Friðriksson og uppsjávarveiðiskipin; Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Margrét EA og […]

Útlit fyr­ir að meira mæl­ist í loðnu­leiðangri

Vsv Lodna3

Útlit er fyr­ir að meira mæl­ist af kynþroska loðnu í leiðangri sem nú stend­ur yfir, held­ur en í loðnu­mæl­ing­um í síðasta mánuði. Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri á upp­sjáv­ar­sviði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, tel­ur þó að ekki sé tíma­bært að tala um ein­hvern kvóta, magnið sé ekki slíkt enn sem komið er. Niður­stöðurn­ar verða metn­ar í næstu viku að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.