Verðmæti afl­ans nam 128 millj­örðum

Íslensk skip lönduðu tæp­lega 1.259 þúsund tonn­um af afla á síðasta ári, um 79 þúsund tonn­um meira en árið áður. Afla­verðmæti árs­ins nam enn frem­ur 128 millj­örðum króna og jókst um 15,6% á milli ára. Verðmæti afl­ans eykst því meira en sá afli sem landað er, en afla­aukn­ing­in nem­ur 7% sam­an­borið við 15,6% aukn­ingu afla­verðmæt­is. […]

Nú þarf að fiska annað en ýsu

Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) […]

28% makrílkvótans til Eyjaskipa

Fiskistofa hefur gefið út endanlega aflahlutdeild í makríl, eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust við bráðabirgðaúthlutun í lok júní. Samkvæmt reglugerð um veiðar á makríl er 127.307 tonnum af makríl úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið. Þar af er 124.450 tonnum úthlutað til skipa í A-flokki, sem eru skip með veiðireynslu í […]

Sáu meiri mak­ríl sunn­an við landið nú en í fyrra

„Sunn­an við landið fékkst þó nokkuð mikið meiri mak­ríll en í fyrra. Hann var al­mennt stór og vel hald­inn. Íslands­meg­in við miðlín­una fyr­ir vest­an feng­um við lítið eitt minna af mak­ríl en í fyrra, miðað við hrá­ar afla­töl­ur. Fyr­ir norðan var eng­inn mak­ríll eins og í fyrra og raun­ar oft áður.“ Þetta seg­ir Anna Heiða […]

Gamla Vestmannaey fær nafnið Smáey

Eins og kunnugt er kom ný Vestmannaey til landsins um miðjan síðasta mánuð. Nú hefur gamla Vestmannaey fengið nafnið Smáey og einkennisstafina VE 444. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, […]

Pattaralegur makríll stríðveiddur í „bæjarlæk“ Eyjanna

„Við höfum landað um 3.000 tonnum af makríl til vinnslu í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar frá því í byrjun júlí. Fiskurinn er stór, feitur og pattaralegur, einhvern veginn lengra genginn og þroskaðri en við höfum séð áður um svipað leyti sumars. Miðin eru rétt við Eyjar, við tökum þetta einfaldlega beint upp úr stóra bæjarlæknum okkar!“ Það […]

Breki VE fiskaði nær 7.800 tonn á fyrsta útgerðarárinu sínu

Breki VE fór í fyrsta sinn til veiða frá Vestmannaeyjum 24. júlí 2018, fyrir nákvæmlega einu ári. Áhöfnin og togarinn héldu upp á ársafmælið með því að koma til hafnar í morgun með fullfermi, enn einu sinni. Það sætir nefnilega vart tíðindum lengur að Breki komi með minna en lestarfylli af fiski úr veiðiferðum sem […]

Góður afli hjá Eyjunum í sumar

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa fiskað vel það sem af er sumri að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra Bergs-Hugins, dótturfélags Síldarvinnslunnar. Sérstaklega mun ýsuveiði hafa verið góð hjá skipunum. Arnar segir að stundum hafi veiðiferðirnar verið afar stuttar. „Nefna má að bæði skipin fóru út sl. fimmtudagskvöld og voru komin til löndunar fyrir hádegi […]

Ný Vestmannaey komin til heimahafnar

Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við […]

Ný Vestmannaey á heimleið

Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun. Vestmannaey mun væntanlega sigla inn í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.