Veiða bæði fyrir vestan og austan land

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]
Eyjarnar landa í Eyjum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudag en í gær lönduðu Gullver NS á Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE í Vestmannaeyjum. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og forvitnaðist um gang veiðanna. Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn hefði verið […]
Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]
ASÍ: Ótækt að útgerð beiti starfsfólki sem pólitísku vopni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega nýlegar uppsagnir í sjávarútvegi og segir óásættanlegt að útgerðin noti starfsfólk sitt sem vopn í deilu um veiðigjöld. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag. Í ályktuninni segir að auðlindir hafsins í kringum Ísland séu ekki séreign útgerðarinnar, þó að hún hafi […]
„Það tapa allir – líka ríkissjóður!“

Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, gagnrýndi harðlega hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum á fundi bæjarstjórnar í dag. Hann sagði að ákvörðunin sýndi gjánna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og hefði þegar haft í för með sér uppsagnir hjá fyrirtækjum í Eyjum. Í ræðu sinni sagði Eyþór að ríkisstjórnin hefði „komið því í gegn að hækka veiðigjöldin […]
Eyjamenn fjölmennir á Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin 2025 var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku og var hún að mati forráðamanna sýningarinnar stærsta sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Aðsókn var góð og að venju fjölmenntu Eyjamenn á sýninguna. Þar hittist fólk og rifjaði upp gömul kynni og ný urðu til. Hún stóð undir nafni og sýndi miklar framfarir í tækjum og […]
Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]
Ísfélag – Makrílvertíð lokið og síldarvertíð tekur við

Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka. Öll uppsjávarskip félagsins, […]
„Bölvuð bræla”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í gærmorgun. Afli hvors skips var um 40 tonn. Skipstjórarnir sögðu – í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar – að komið hefði verið til löndunar af tveimur ástæðum; annars vegar hefði verið komin bölvuð bræla og hins vegar hefði fisk vantað til vinnslu hjá Vísi í […]
Lokun Leo Seafood

Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum […]