Skip undirbúin til loðnuleitar

Páll Reynisson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er kominn austur á land í þeim tilgangi að búa loðnuskip til leitar og mælinga á loðnu. Á vef Síldarvinnslunnar er rætt  stuttlega við Pál og spurt hvað felist í því að gera skipin hæf til þessa verkefnis. „Það þarf að kvarða dýptarmæla skipanna en þá er næmni mælanna athuguð. […]

Sigurður og Heimaey komin til hafnar

Sigurður VE kom með Heimaey VE í togi til hafnar í Vestmannaeyjum um átta leitið í morgun. Eins og áður hefur verið greint frá kom upp bilun í Heimaey VE þar sem skipið var statt á veiðum austur í smugu. Viðgerð er þegar hafin og má búast við að henni ljúki á nokkrum dögum. Að […]

Sigurður með Heimaey vélarvana í togi

Sigurður VE er nú norð-austur af Langanesi með Heimaey VE í togi en Heimaey varð vélarvana við síldveiðar norður af landinu. „Já þetta er bara einhver bilun sem kemur betur í ljós þegar þeir koma í land”, sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu. Ekki stóð annað til en að draga skipið til Eyja og á […]

Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda

Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Þríhliða Síldarsmugusamningur Síldarsmugusamningarnir eru þríhliða og snúast um […]

Engar loðnuveiðar fiskveiðiárið 2019/2020

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2019/2020. Ráðgjöfin verður endurmetin byggt á mælingum á stærð veiðistofnsins í byrjun árs 2020. Samkvæmt bergmálsmælingunni haustið 2019 er hrygningarstofn loðnu metinn 186 000 tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir […]

Fundarröð um sjávarútveg, Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg gestur fundarins í dag var Eyjamaðurinn öflugi Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís. Jónas var lengi sjómaður í Eyjum en hefur starfað hjá Matís til fjölda ára og hefur hann aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á alþjóðlegum sjávarútvegi. Hann þekkir vel til og hafði frá mörgu áhugaverðu […]

Framkvæmdir við FES

Þeir sem hafa ekið austur Strandveg hafa orðið varir við framkvæmdir vestan við mjölgeymslu Ísfélagsins við FES. Þarna eru á ferðinni Steina og Olla menn á vegum Ísfélagsins að reisa vegg til að afmarka ný lóðamörk fyrirtækisins. „Við erum að afmarka lóðina okkar svo bærinn geti lokið við bílastæðin. Veggurinn er reistur þannig að hann […]

Bergey komin til landsins

Guðmundur Alfreðsson sendi okku skemmtielgar myndir frá Bergey VE og afhending á skipinu úti í Noregi við heyrðum í Arnari Richardssyni hjá Berg-Huginn. „Bergey kom til landsins uppúr miðnætti á sunnudag fór beint inn á Akureyri þar sem á að setja upp millidekk eins og hefur verið gert í Vestmannaey sem er í lokafrágang á […]

Ný Bergey afhent í Noregi

Í dag var ný Bergey VE afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, í Aukra í Noregi. Bergey er eitt af sjö skipum sem skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir íslensk fyrirtæki og er hún systurskip Vestmannaeyjar VE sem afhent var Bergi-Hugin í júlímánuði sl. Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að […]

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til minnkun í síld en aukningu í makríl

Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2020 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Þessi ráðgjöf hefur bein áhrif á veiðar Íslendinga sérstaklega í norsk-íslensku síldinni þar sem ráðið leggur til 11% lækkun og gera má ráð fyrir að hlutdeild Íslendinga lækki sem því nemur. Áhrifin af breytingunni í Makríl er erfiðara að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.