Lítil bjartsýni við loðnuleit

Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, segir of snemmt að slá nokkru föstu en er ekki ýkja bjartsýnn á að dragi til tíðinda við leitina. […]
Þrjú skip leita loðnu

Ákveðið hefur verið að veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði og grænlenska skipið Polar Amaroq haldi í dag til loðnuleitar ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Síðastnefnda skipið fór til leitar á mánudag og hefur verið fyrir norðaustan land. Leiðangur skipanna þriggja hefst fyrir suðaustan land í grennd við Hornafjörð og verður siglt á móti göngu loðnunnar norður […]
Sindri VE orðinn Campelo 2 í Jakobslandi

Vinnslustöðin hefur selt og afhent nýjum eigendum togarann Sindra VE-60, útgerðarfyrirtæki í bænum Marin í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu eða Jakobslandi í norðvesturhluta Spánar. Í Galisíu endar einmitt helgigönguleiðin Jakobsvegur sem margir íslenskir göngugarpar þekkja og hafa þrammað. Sindri VE valdi hins vegar sjóleiðina til nýrra heimkynna á slóðum heilags Jakobs og nefnist nú Campelo 2. Sindri […]
Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Í skipasmíðastöð Vard í sveitarfélaginu Aukra í Noregi er unnið að smíði á nýrri Vestmannaey og Bergey fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, en Bergur-Huginn er dótturfélag Síldarvinnslunnar. Þeir Gunnþór Ingvarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins voru í Noregi í síðustu viku þar sem fundað var um smíði skipanna. Guðmundur segir að smíðin sé […]
Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni – Fundi frestað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ætlaði að fara yfir samgöngur og fleiri mál ásamt Ásgerði Kristínu Gylfadóttur 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á opnum fundi á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 20:00, en vegna veðurs hefur fundinum verið frestað. (meira…)
Þrjú skipa VSV slysalaus allt síðasta ár

. Mynd: JÓI. Mynd: Jói myndó„Auðvitað er ánægjulegt fyrir mig og áhöfnina að ekkert slys hafi orðið um borð á árinu 2018 sem kostaði fjarveru frá vinnu. Aðalatriðið er samt að halda áfram á sömu braut og fagna helst líka slysalausu árinu 2019. Verkefnið er viðvarandi og kallar á að menn séu vakandi fyrir hættum […]
Tíu milljarða markinu náð hjá Bergey VE

Bergey VE kom með fullfermi eða 70 tonn til Seyðisfjarðar síðast liðið mánudagskvöld. Uppistaða aflans var ýsa sem fékkst í Litladýpi og Berufjarðarálnum. Þessi veiðiferð markar tímamót í sögu skipsins því með henni fór aflaverðmæti þess yfir tíu milljarða múrinn en afli skipsins frá því það kom nýtt til landsins í ágústmánuði 2007 er 39.050 […]
Nær sokkinn í innsiglingunni

Rétt fyrir klukkan 14:00 í dag var kallað eftir hjálp frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. En þar var smábáturinn Lubba VE 27 í vanda við innsiglingu við höfnina með fjóra skipverja um borð. Í ljós kom leki á bátnum og var báturinn orðinn vel fullur af sjó. Var báturinn þá keyrður upp í fjöru til þess að […]
Hvað er að frétta af loðnunni?

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Á þriðjudaginn hélt Þorsteinn Sigurðsson, sviðstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun erindi sem bar yfirskriftina: Hvað er að frétta af loðnunni? Um 60 manns komu á erindið frá hinum ýmsu sviðum sjávarútgsins. Þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa […]
Brynjólfur hinn fengsæli til hafnar í muggunni

Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar. Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. Það hefur aldeilis skilað lukkast vel. Samkvæmt vefnum aflafrettir.is var Steinunn […]