Gamla Vestmannaey fær nafnið Smáey

Eins og kunnugt er kom ný Vestmannaey til landsins um miðjan síðasta mánuð. Nú hefur gamla Vestmannaey fengið nafnið Smáey og einkennisstafina VE 444. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, […]

Pattaralegur makríll stríðveiddur í „bæjarlæk“ Eyjanna

„Við höfum landað um 3.000 tonnum af makríl til vinnslu í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar frá því í byrjun júlí. Fiskurinn er stór, feitur og pattaralegur, einhvern veginn lengra genginn og þroskaðri en við höfum séð áður um svipað leyti sumars. Miðin eru rétt við Eyjar, við tökum þetta einfaldlega beint upp úr stóra bæjarlæknum okkar!“ Það […]

Breki VE fiskaði nær 7.800 tonn á fyrsta útgerðarárinu sínu

Breki VE fór í fyrsta sinn til veiða frá Vestmannaeyjum 24. júlí 2018, fyrir nákvæmlega einu ári. Áhöfnin og togarinn héldu upp á ársafmælið með því að koma til hafnar í morgun með fullfermi, enn einu sinni. Það sætir nefnilega vart tíðindum lengur að Breki komi með minna en lestarfylli af fiski úr veiðiferðum sem […]

Góður afli hjá Eyjunum í sumar

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa fiskað vel það sem af er sumri að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra Bergs-Hugins, dótturfélags Síldarvinnslunnar. Sérstaklega mun ýsuveiði hafa verið góð hjá skipunum. Arnar segir að stundum hafi veiðiferðirnar verið afar stuttar. „Nefna má að bæði skipin fóru út sl. fimmtudagskvöld og voru komin til löndunar fyrir hádegi […]

Ný Vestmannaey komin til heimahafnar

Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við […]

Ný Vestmannaey á heimleið

Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun. Vestmannaey mun væntanlega sigla inn í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 […]

Batn­andi ástand og vaðandi mak­ríll

„Al­mennt talað fer ástand sjáv­ar suður af land­inu batn­andi,“ sagði Héðinn Valdi­mars­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um helstu niður­stöður vor­leiðang­urs stofn­un­ar­inn­ar 2019 við mbl.is Hlý­sjór­inn sunn­an og vest­an við landið hef­ur hlýnað. Selta sjáv­ar á þess­um slóðum er enn tals­vert und­ir meðallagi líkt og síðustu fjög­ur ár. Hiti og selta sjáv­ar fyr­ir norðan land mæld­ust nú […]

Nóg að gera í frystihúsinu eftir sumarfrí

Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um um mánaðarmótin og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað veiðarn­ar. Heimaey og Sigurður frá Ísfélaginu hafa verið á makríl og fóru bæði skip út síðasta föstudag. „Heimaey og Sigurður fóru til makrílveiða á föstudagskvöld og eru þeir báðir að koma í […]

Taka upp stöðu hafnarstjóra á ný?

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku var umræða um skipurit Vestmannaeyjahafnar og hvort ástæða sé til breytinga á því vegna breytinga á starfsemi hafnarinnar. Ráðið samþykkti að skipa starfshóp sem ætlað er að meta kosti þess og galla að ráðið sé í stöðu hafnarstjóra. Málið var tekið upp í bæjarstjórn í síðustu viku þar sem […]

Það hafa komið góðir kafl­ar

Skip­um er að fjölga á mak­rílmiðunum suður af Vest­manna­eyj­um þessa dag­ana. Dagamun­ur er á veiðinni, góður afli hef­ur feng­ist suma daga en slak­ur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um, fyr­ir um hálf­um mánuði, og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.