Álsey er til sölu

Uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins er til sölu. Þetta staðfesti Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Álsey er uppsjávarskip sem var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1987 og sagði Eyþór að í ljósi þeirrar stöðu sem væri á loðnunni hafi verið ákveðið að selja skipið. „Í ljósi þeirra stöðu […]

Útkom­an er eitt stórt núll

Loðnu­leit græn­lenska upp­sjáv­ar­veiðiskips­ins Pol­ar Amar­oq hafði ekki skilað nein­um ár­angri síðdeg­is í gær. Skipið var þá statt út af Breiðafirði eft­ir að hafa siglt nær hring­inn í kring­um landið í leit að loðnu. „Útkom­an er eitt stórt núll,“ sagði Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í um­fjöll­un um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinu í dag. Hann sagði að […]

Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]

Síðustu daga hafa frétt­ir borist af loðnu við Norður­land

Vökt­un á loðnu­stofn­in­um mun halda áfram í þessari viku en skipið Pol­ar Amar­oq fór frá Reykja­vík í dag til leit­ar úti fyr­ir Vest­fjörðum til að kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og er gert ráð fyr­ir að skipið verði við leit næstu vikuna. Síðustu daga hafa frétt­ir borist af loðnu á grunn­un­um fyr­ir […]

Ljóst að þetta mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var almenn umræða um stöðu loðnuveiða. Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir […]

Hefði mik­il áhrif á allt sam­fé­lagið

Haf­rann­sókna­stofn­un mun ekki leggja til að afla­heim­ild­ir verði gefn­ar út fyr­ir loðnu að sinni. Þetta er niðurstaðan eft­ir að síðasta loðnu­leiðangri stofn­un­ar­inn­ar í sam­starfi við út­gerðir lauk. Niðurstaðan veld­ur von­brigðum, en fram­hald vökt­un­ar verður rætt í sam­ráðshópi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa í dag. Verði eng­ar loðnu­veiðar leyfðar í vet­ur myndi það hafa mik­il áhrif á […]

Kolmunni sem sækja þarf vestur af Írlandi

Eftir hádegi í dag héldu Heimaey og Sigurður út á sjó og liggur leiðin þeir þeirra að Írlandi þar sem planið er að veiða kolmunna. Eyþór Harðarson útgerðastjóri Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að úr því að ekkert hafi fundist af loðnu sem leyfði veiðar að þá er væri það kolmunni sem sækja þarf […]

Bergur-Huginn selur Bergey VE til Grundarfjarðar

Í gær var undirritaður samningur um að útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, selji Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði togskipið Bergey VE 544. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði næstkomandi. Bergey VE er 486 brúttótonn að stærð og smíðuð í Gdynia í Póllandi árið 2007. Útgerð […]

Lítil bjartsýni við loðnuleit

Enn stend­ur yfir um­fangs­mik­il loðnu­leit á Íslands­miðum en bræla fyr­ir norðan er til trafala fyr­ir fram­kvæmd­ina. „Vís­inda­lega lít­ur þetta ekki vel út,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði. Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir of snemmt að slá nokkru föstu en er ekki ýkja bjart­sýnn á að dragi til tíðinda við leit­ina. […]

Þrjú skip leita loðnu

Ákveðið hef­ur verið að veiðiskip­in Ásgrím­ur Hall­dórs­son frá Hornafirði og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq haldi í dag til loðnu­leit­ar ásamt rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni. Síðast­nefnda skipið fór til leit­ar á mánu­dag og hef­ur verið fyr­ir norðaust­an land. Leiðang­ur skip­anna þriggja hefst fyr­ir suðaust­an land í grennd við Horna­fjörð og verður siglt á móti göngu loðnunn­ar norður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.