Veiðin er norðarlega í Smugunni 

Makrílvertíðin hefur gengið ágætlega hjá Ísfélagsskipunum sagði Eyþór Harðarsson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir, en sagði jafnframt að hún væri heldur frábrugðin vertíðum síðust ára. „Nú hefur makríllinn veiðst í minna magni á svæðinu út af austfjörðum og suður af þeim, en yfirleitt var hægt að ganga að honum vísum í nokkrar vikur […]

Ályktun stjórnar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda

Vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. (rafræn vöktun, eftirlit með vigtun, fjarstýrð loftför o.fl.) vill stjórn SFÚ koma eftirfarandi á framfæri. Umrætt frumvarp lýtur að því að fækka brotum á viðkomandi lögum. Brotin hafa eins og dæmin sanna aðallega snúið að tveimur þáttum; * Brottkast afla […]

Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríf­lega 86% af heild­arafla­marki nýs fisk­veiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyr­ir­tækja, sem er reynd­ar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyr­ir­tæki eða lögaðilar út­hlutað veii­heim­ild­um nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Í ár fær HB Grandi í Reykja­vík, líkt og í fyrra, mestu út­hlutað til sinna skipa […]

Mikill afli og ýsuveiðin aldrei meiri

Ágúsmánuður hefur svo sannarlega verið góður hjá Vestmannaey VE og Bergey VE en það er Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, sem gerir skipin út, segir í frétt á facebooksíðu Síldarvinnslunnar. Afli skipanna samtals í mánuðinum er 829 tonn af slægðum fiski en til samanburðar veiddu þau 661 tonn í fyrra. Heildarafli hvors skips á fiskveiðiárinu fer yfir […]

Fiskafl­inn 27% meiri en í júlí 2017

Fiskafli ís­lenskra skipa í júlí­ var 93.551 tonn sem er 27% meira en í júlí í fyrra. Botn­fiskafli í mánuðinum var rúm 34 þúsund tonn og er það tæp­um 5 þúsund tonn­um meira en í júlí í fyrra. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund […]

Breki VE veiðir á við tvo með þriðjungi minni olíu

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu veiðiferðunum eftir heimkomuna frá Kína. Breki afkastar á við báða togarana sem hann leysti af hólmi hjá VSV en brennir þriðjungi minni olíu en hvor togaranna um sig hefði gert við veiðarnar og jafnvel gott betur. Og […]

Rólegt yfir makrílveiðum

Rólegt er yfir makrílveiðum þessa dagannna og sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni að það væri lítil veiði þessa daganna, „Kap og ísleifur lönduðu núna fyrir og um helgina bæði um 500 tonnum en svo hefur lítil veiði verið síðustu daga.“ Breki er á Vestfjarðamiðum að fá blandaðan afla en byrjaði túrinn fyrir SV land í karfa. […]

Nokkuð löng sigl­ing á miðin

Sum­ar­vertíðin hófst um mánaðamót­in hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn og er búið að taka þar á móti um 1.500 tonn­um af mak­ríl, segri í frétt á mbl.is Að sögn skip­stjóra Heima­eyj­ar var nokkuð löng sigl­ing á miðin suðaust­ur af land­inu, eða um 12 tím­ar. Unnið er nú all­an sól­ar­hring­inn í vinnsl­unni og vertíðarbrag­ur kom­inn á […]

Vinnslustöðin breytir um nafn á sölufélaginu

Nafni sölufélags Vinnslustöðvarinnar hf. verið breytt úr About Fish ehf  í VSV Seafood Iceland ehf, en þessu greindi Vinnslustöðin frá á Þriðjudaginn. Nöfnum erlendra sölufélaga verður samhliða breytt úr About Fish í VSV. Við breytinguna styrkist heitið VSV  í markaðsstarfi félagsins og tengist betur framleiðsluhluta þess, segir í tilkynningu frá Vinnslustöðinni. (meira…)

Egyptar og Tyrkir fá fyrsta makríl vertíðar sem lofar góðu hjá VSV

„Við höfum tekið við um 4.000 tonnum frá upphafi vertíðar 13. júlí, fínum makríl með lítilli átu. Meiningin er að hreinsa upp vinnslunni í dag og á morgun fyrir Þjóðhátíð. Skipin fara til veiða síðdegis á mánudag og við hefjum vinnslu á ný að morgni miðvikudags 8. ágúst.“ Sindri Viðarssonar, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar, er afar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.