Mikil áhætta af hagræðingu geta komið illa niður á rekstri sveitafélaga

Í lok október hélt Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindi Daða fjallaði m.a. veiðigjöld: forsendur, áhrif og skiptingu þeirra. Fram kom í erindinu að lögaðilar í Vestmannaeyjum greiddu 1181 mkr. í veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2017/2018, eða um […]
Breki VE og Páll Pálsson ÍS nefndir sem fyrirmyndarskip í Hörpu

Eldsneytisnotkun með tilheyrandi afleiðingum fyrir umhverfi og andrúmsloft bara eykst og eykst á Íslandi, NEMA í sjávarútvegi. Þar hefur hún dregist saman um 43% frá 1990 til 2016. Þetta kom fram á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 og í því samhengi brá fyrirlesari upp mynd af Breka VE fyrir að „veiða á við tvo en eyða olíu á […]
Þrettán framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í dag fyrir rekstrarárið 2017. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Samherji er í efsta sæti listans líkt og á síðastliðnu ári og þar á eftir kemur Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti ávarp […]
Austfirsk togaramið gjöful í haust

Togarar hafa fiskað með góðum árangri á Austfjarðamiðum í haust. Gullver NS hefur að sjálfsögðu veitt á sínum hefðbundnu heimamiðum og Vestmannaey VE og Bergey VE hafa haldið sig fyrir austan en landað ýmist eystra eða í Vestmannaeyjum. Þá hafa togarar víðs vegar að stundað veiðar út af Austfjörðum og Suðausturlandi og hafa þeir landað […]
Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær

Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi þar sem skipið var lengt um 7,2 metra. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskipog var smíðað árið 2001 í Chile. Með því stækkar lestarrými um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum […]
Fór gegn stjórnendum með dylgjum og mannorðsmeiðingum

Hæstaréttardómur í máli Samherja gegn Seðlabankanum er tilefni til að varpa ljósi á rannsókn Seðlabankans sem beindist gegn Vinnslustöðinni. Framkvæmdastjórinn og stjórnarmenn höfðu stöðu kærðra í þrjú ár án þess að vita af því sjálfir! Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að mál Samherja og VSV séu samstofna að vissu leyti. Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr […]
Gestkvæmt í bás VSV á Kínasýningu

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni. Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo […]
Það getur borgað sig að hafa flugvél við hendina

Bergur- Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE. Viðhaldsstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Alfreðsson en hann er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Guðmundur á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. Guðmundur segir að flugvélin komi oft […]
VM skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar […]
Aldrei veiðst minni makríll innan lögsögu

Makríllin virðist vera að færa sig í auknu mæli út úr íslenskri lögsögu. í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust við Íslandsstrendur veiddist meira en helmingur aflans utan lögsögu á nýliðinni vertíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigeinda. Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða […]