Makrílvertíðin fer vel af stað

Makrílvertíðin er nú komin í fullan gang og hefur gengið vel bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni framan af. Páll Hjarðar hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að búið væri að landa nú um 3800 tonnum og að þeir væru ánægðir með aflann sem væri að koma.Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði að Makríllinn væri góđur […]

Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]

Pysjudauði í Vestmannaeyjum

Varp lund­ans er betra í Ak­ur­ey en á horfðist en horf­ur í Vest­manna­eyj­um eru ekki góðar. Í fyrra fund­ust um 4.800 pysj­ur í Vest­manna­eyja­bæ en nú virðist komið bak­slag og pysju­dauði mik­ill, greinir Morgunblaðið frá í dag. Full­orðnir lund­ar í kring­um Vest­manna­eyj­ar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyr­ir unga sína og […]

Breytingar á stjórn og minni hagnaður

Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja var haldinn á skrifstofu félagsins í dag mánudaginn 23. júlí. Þar kom meðal annars fram að rekstrartekjur félagsins hafa dregist saman milli ára. Árið 2017 voru þær 104 m.USD, samanborið við 109 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4 m.USD en 21 m.USD árið 2016. Afli skipa Ísfélagsins var 105 þúsund […]

Ottó N. Þorláksson í nýrri heimahöfn

Toi Vido

Ottó N Þorláksson VE 5 nýtt skip Ísfélagsins sigldi í fyrsta sinn í heimahöfn í gær. Hann kom beint af veiðun og fór því strax í löndun. En að því loknu var hann til sýnis almenningi. Óskar Pétur kíkti við og smellti af nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan. Ottó er bolfiskskip sem var […]

„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu. „Makríllinn er mjög […]

Ottó kemur til hafnar á morgun fimmtudag

Nýtt skip Ísfélagsins Ottó N. Þorláksson VE-5 er væntanlegt á morgun, fimmtudag til hafnar í Vestmannaeyjum úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu Ísfélagsins. Að lokinni löndun verður skipið til sýnis fyrir áhugasama á milli kl. 14 og 16 og eru allir velkomnir. Ottó N. Þorláksson var síðast í eigu HB Granda og var smíðaður árið 1981 […]

10 milljarða múrinn rofinn hjá Vestmannaey VE

Vestmannaey VE kom úr sinni 44. veiðiferð á árinu sl. þriðjudagskvöld. Skipið var með fullfermi af ýsu og þorski eða um 70 tonn. Þessi veiðiferð var merkileg að því leyti að með henni fór aflaverðmæti skipsins yfir 10 milljarða múrinn en afli skipsins á þeim rúmlega 11 árum sem það hefur verið gert út er […]

Fyrsta makrílnum landað

Fyrsta makrílfarmur sumarsins var landað í dag og var það Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með hann. En Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan breytingar eru gerðar á skipi þeirra úti í Póllandi. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri sagði, í samtali við mbl.is að þeir hefðu veitt 160 tonn af makríl suður af Vestmannaeyjum […]

Nýtt skip í flota Ísfélagsins

Á þriðjudaginn var gengið frá frá af­hend­ingu ís­fisk­tog­ar­ans Ottó N. Þor­láks­son­ar til Ísfé­lags Vest­manna­eyja. Skipið mun halda nafni sínu áfram en ein­kenn­is­staf­ir þess verða VE-5. Í til­kynn­ingu frá HB Granda seg­ir að Ottó N. Þor­láks­son hafi verið far­sælt afla­skip, smíðað í Stál­vík í Garðabæ árið 1981. Skip­stjóri þess hef­ur verið Jó­hann­es Ell­ert Ei­ríks­son en hann tók […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.