Gert ráð fyrir 53% aukningu í síldarafla

Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 53% aukn­ingu afla úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES. Breytt afla­regla leiðir m.a. til þess­ar­ar aukn­ing­ar, en eft­ir sem áður held­ur hrygn­ing­ar­stofn síld­ar­inn­ar áfram að minnka og nýliðun hef­ur verið slök um langt ára­bil. Árgang­ur­inn frá 2016 er þó met­inn yfir meðal­stærð. Í sept­em­ber lagði ICES […]

Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey. Guðmundur segir […]

Jötunn dregur sig út úr samningaviðræðum

Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn hafa dregið sig út úr samn­ingaviðræðum við Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar. Viðræðurn­ar höfðu verið í gangi um nokk­urt skeið. Þessu greindi mbl.is frá. Þessi fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög lands­ins voru í viðræðum um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Fram kem­ur á Face­book-síðu Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar að […]

Hrafn Sævaldsson nýr formaður Farsæls

Aðalfundur Farsæls félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum fór fram á dögunum. Þar kusu félagar sér nýjan formann, Hrafn Sævaldsson. Hann tekur við af Jóel Andersen, formanni til tuttugu ára. Í upphafi fundar minntust menn kærs félaga Bergvins Oddssonar, sem lést þann 22. september sl. Beddi á Glófaxa, eins og hann var ætíð kallaður, var félagi í […]

Hádegisfundur með Kristjáni Þór um veiðigjald og sjávarútveginn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Kristján Þór var með fundi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi í síðustu viku og þar var hörkugóð mæting, alvöru umræður og mikil stemning. Á morgun miðvikudag er komið að fundi í […]

Missti vigtunarleyfi í heilt ár vegna mistaka

Fata með þremur þorskum og tveimur grásleppum sem ekki voru vigtuð vegna mistaka varð til þess að Ísfélag Vestmannaeyja missti leyfi til að vigta eigin afla í heilt ár. Framkvæmdastjórinn hvetur til þess að viðurlögin verði endurskoðuð og stjórnvaldssektum beit í stað leyfissviptinga, segir í frétt RÚV í dag. Fiskistofa svipti fyrr á árinu þrjú stór […]

Með sam­ein­ingu verður til sterkt afl

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands í vik­unni var haldið í skugga viðræðna fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög­um lands­ins um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Verði af slíkri sam­ein­ingu er úr­sögn þriggja fé­laga úr Sjó­manna­sam­band­inu ráðgerð, en í lög­um SSÍ seg­ir að sam­bandið sé heild­ar­sam­tök sjó­manna í land­inu. Þeir sem standa fyr­ir viðræðunum telja að með sam­ein­ingu verði […]

1,2 milljarðar í veiðigjöld í Vestmannaeyjum

Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur […]

Haustbragur á veiðunum

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út togarana Vestmannaey og Bergey. Eins og undanfarin ár hafa skipin lagt stund á veiðar út af Suðausturlandi og Austfjörðum á þessum árstíma. Aflanum er svo ýmist landað fyrir austan eða í Eyjum. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri, segir að veiðarnar hafi gengið vel síðustu vikurnar. „Það er haustbragur á veiðum […]

Gott að hafa mann með þekkingu og kunnáttu á staðnum

Nýverið var sett á laggirnar nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum Kælifélagið. Það eru Eyjapeyjarnir Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf og Óskar Haraldsson sem standa þar á bakvið. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með þeim á dögunum. „Þetta hófst allt á því að KAPP tók þátt í útboði fyrir varmadælustöðina hjá HS Veitum, í samvinnu við Eyjablikk, Miðstöðina […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.