Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]

Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, […]

Ekki loðna fyr­ir norðaust­an land

Sam­ráðshóp­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa hitt­ist á fundi í viku­lok­in þar sem m.a. verður rætt um fram­hald loðnu­mæl­inga í janú­ar, greinir mbl.is frá. Heima­ey VE lauk sín­um leiðangri á sunnu­dag, en ekki varð vart við loðnu fyr­ir norðaust­an land, en í viku­löng­um túr í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa var áhersla lögð á að kanna […]

Besta árið í sögu Bergs-Hugins

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út Vestmannaey VE og Bergey VE. Nú hafa skipin lokið veiðum í ár og eru áhafnirnar komnar í vel þegið jóla- og áramótafrí. Að venju endaði árið með heljarinnar skötuveislu sem fram fór í gærkvöldi og þar var skálað fyrir frábærum árangri á árinu. Árið sem er að líða er […]

11. desember – Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)

Heima­ey VE til vökt­un­ar á loðnu fyr­ir norðan land

Ráðgert var að Heima­ey VE 1, skip Ísfé­lags­ins, héldi í gær­kvöldi frá Eskif­irði til loðnu­leit­ar, en rúm­ur ára­tug­ur er síðan farið var í leit að loðnu í des­em­ber. Ráðgert er að leiðang­ur­inn standi í um viku­tíma, en veður­spá er ekki góð fyr­ir næstu daga. Verk­efnið er unnið í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa, þessu er […]

Kom­ast ekki til hafn­ar vegna veðurs

Flutn­inga­skip­in Arn­ar­fell og Lag­ar­foss hafa verið á sigl­ingu til og frá Þor­láks­höfn og Vest­manna­eyj­um frá því í nótt og morg­un þar sem þau kom­ast ekki til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um vegna veðurs, þessu greinir mbl.is frá. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vakt­stöð sigl­inga hjá Land­helg­is­gæsl­unni er ekki um hættu­ástand að ræða. Aust­an­storm­ur er á Suður­landi sem ger­ir það […]

Tortóla-dylgjum vísað til föðurhúsa

Í Morgunblaðinu 29. nóvember 2018, og á mbl.is í kjölfarið, er haft eftir Magnúsi Helga Árnasyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Vinnslustöðinni, að hann hafi sagt sig úr stjórn fyrr í vetur vegna tregðu annarra stjórnarmanna til að láta kanna viðskipti VSV við Gordon Trade and Management LLP (GTM) í Bretlandi, sem sé eða hafi verið í […]

Útgáfufundur Íslandsbanka um stöðuna í íslenskum sjávarútveg

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003 og ekki er breyting á því í ár. Skýrslan á að gefa bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Útgáfufundur skýrslunnar var haldin í Vestmannaeyjum í gær. Fundurinn var í Eldheimum og þar var skýrslan kynnt og boðið […]

Bergey komin yfir 5.000 tonnin á árinu

Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað einstaklega vel á árinu. Bergey landaði í Eyjum sl. miðvikudag og fór þá yfir 5.000 tonnin. Aflinn í veiðiferðinni var blandaður; ýsa, þorskur, karfi og ufsi. Nú þegar er árið 2018 orðið það ár sem skip Bergs-Hugins hafa skilað mestum afla á land. Til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.