Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]
Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, […]
Ekki loðna fyrir norðaustan land

Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar, greinir mbl.is frá. Heimaey VE lauk sínum leiðangri á sunnudag, en ekki varð vart við loðnu fyrir norðaustan land, en í vikulöngum túr í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa var áhersla lögð á að kanna […]
Besta árið í sögu Bergs-Hugins

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út Vestmannaey VE og Bergey VE. Nú hafa skipin lokið veiðum í ár og eru áhafnirnar komnar í vel þegið jóla- og áramótafrí. Að venju endaði árið með heljarinnar skötuveislu sem fram fór í gærkvöldi og þar var skálað fyrir frábærum árangri á árinu. Árið sem er að líða er […]
11. desember – Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)
Heimaey VE til vöktunar á loðnu fyrir norðan land

Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Ráðgert er að leiðangurinn standi í um vikutíma, en veðurspá er ekki góð fyrir næstu daga. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa, þessu er […]
Komast ekki til hafnar vegna veðurs

Flutningaskipin Arnarfell og Lagarfoss hafa verið á siglingu til og frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum frá því í nótt og morgun þar sem þau komast ekki til hafnar í Vestmannaeyjum vegna veðurs, þessu greinir mbl.is frá. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni er ekki um hættuástand að ræða. Austanstormur er á Suðurlandi sem gerir það […]
Tortóla-dylgjum vísað til föðurhúsa

Í Morgunblaðinu 29. nóvember 2018, og á mbl.is í kjölfarið, er haft eftir Magnúsi Helga Árnasyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Vinnslustöðinni, að hann hafi sagt sig úr stjórn fyrr í vetur vegna tregðu annarra stjórnarmanna til að láta kanna viðskipti VSV við Gordon Trade and Management LLP (GTM) í Bretlandi, sem sé eða hafi verið í […]
Útgáfufundur Íslandsbanka um stöðuna í íslenskum sjávarútveg

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003 og ekki er breyting á því í ár. Skýrslan á að gefa bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Útgáfufundur skýrslunnar var haldin í Vestmannaeyjum í gær. Fundurinn var í Eldheimum og þar var skýrslan kynnt og boðið […]
Bergey komin yfir 5.000 tonnin á árinu

Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað einstaklega vel á árinu. Bergey landaði í Eyjum sl. miðvikudag og fór þá yfir 5.000 tonnin. Aflinn í veiðiferðinni var blandaður; ýsa, þorskur, karfi og ufsi. Nú þegar er árið 2018 orðið það ár sem skip Bergs-Hugins hafa skilað mestum afla á land. Til […]