Ottó kemur til hafnar á morgun fimmtudag

Nýtt skip Ísfélagsins Ottó N. Þorláksson VE-5 er væntanlegt á morgun, fimmtudag til hafnar í Vestmannaeyjum úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu Ísfélagsins. Að lokinni löndun verður skipið til sýnis fyrir áhugasama á milli kl. 14 og 16 og eru allir velkomnir. Ottó N. Þorláksson var síðast í eigu HB Granda og var smíðaður árið 1981 […]
10 milljarða múrinn rofinn hjá Vestmannaey VE

Vestmannaey VE kom úr sinni 44. veiðiferð á árinu sl. þriðjudagskvöld. Skipið var með fullfermi af ýsu og þorski eða um 70 tonn. Þessi veiðiferð var merkileg að því leyti að með henni fór aflaverðmæti skipsins yfir 10 milljarða múrinn en afli skipsins á þeim rúmlega 11 árum sem það hefur verið gert út er […]
Fyrsta makrílnum landað

Fyrsta makrílfarmur sumarsins var landað í dag og var það Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með hann. En Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan breytingar eru gerðar á skipi þeirra úti í Póllandi. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri sagði, í samtali við mbl.is að þeir hefðu veitt 160 tonn af makríl suður af Vestmannaeyjum […]
Nýtt skip í flota Ísfélagsins

Á þriðjudaginn var gengið frá frá afhendingu ísfisktogarans Ottó N. Þorlákssonar til Ísfélags Vestmannaeyja. Skipið mun halda nafni sínu áfram en einkennisstafir þess verða VE-5. Í tilkynningu frá HB Granda segir að Ottó N. Þorláksson hafi verið farsælt aflaskip, smíðað í Stálvík í Garðabæ árið 1981. Skipstjóri þess hefur verið Jóhannes Ellert Eiríksson en hann tók […]
Rannsóknir á háhyrningum á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar

Í sumar verða rannsakendur háyrninga á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar með aðstöðu í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og hófst það árið 2008. Megintilgangurinn með því er að læra meira um háhyrninga og hlutverk þeirra í vistkerfi hafsins. Þetta er fyrst langtíma rannsóknin með það að markmiði að fylgjast með háyrningum við […]
Eigum við ekki að vinna saman?

Því er haldið fram, nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar að Eyjalistinn sé of hliðhollur meirihlutanum og sé honum sammála í einu og öllu. Sumir ganga meira að segja svo langt að telja bæjarfulltrúum okkar þetta til ámælis, þeir séu í raun einungis leppir fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn. Í raun er ekkert óeðlilegt við að þurfa […]
Í upphafi skal endinn skoða

Við getum að ég held öll verið ánægð með þá þjónustuaukningu sem náðst hefur í viðræðum Vestmannaeyjabæjar við ríkið. Auðvitað viljum við öll aukið þjónustustig og bættar samgöngur, það er í raun frekar sérstakt að það sé gefið í skyn, eins og ég hef lesið undanfarið að H-listinn sé á móti samgöngubótum. Ekkert er meira […]