Haustbragur á veiðunum

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út togarana Vestmannaey og Bergey. Eins og undanfarin ár hafa skipin lagt stund á veiðar út af Suðausturlandi og Austfjörðum á þessum árstíma. Aflanum er svo ýmist landað fyrir austan eða í Eyjum. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri, segir að veiðarnar hafi gengið vel síðustu vikurnar. „Það er haustbragur á veiðum […]

Gott að hafa mann með þekkingu og kunnáttu á staðnum

Nýverið var sett á laggirnar nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum Kælifélagið. Það eru Eyjapeyjarnir Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf og Óskar Haraldsson sem standa þar á bakvið. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með þeim á dögunum. „Þetta hófst allt á því að KAPP tók þátt í útboði fyrir varmadælustöðina hjá HS Veitum, í samvinnu við Eyjablikk, Miðstöðina […]

Helgi Geir kveður Ísleif VE og Vinnslustöðina

„Ég geng í land úr síðustu veiðiferðinni og kveð áhöfnina, Ísleif VE og Vinnslustöðina sáttur við guð og menn,“ segir Helgi Geir Valdimarsson, sem lauk tæplega 18 ára starfsferli sínum hjá Vinnslustöðinni í dag. Yfirmenn fyrirtækisins, Sigurgeir B. Kristgeirsson og Sindri Viðarsson, tóku á móti áhöfninni með tertum og blómum þegar Ísleifur kom til hafnar, […]

FISK-Seafood kaupir hlut Brims í Vinnslustöðinni

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjörgurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu. Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar […]

Smíði hafin á Vestmannaey og Bergey

Undir lok síðasta árs undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfélaga samninga um smíði sjö togara hjá norsku skipasmíðastöðinni Vard. Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, lætur smíða tvö þessara skipa en þeim er ætlað að koma í stað núverandi Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Skipin sem hér um ræðir verða 28,95 m að lengd og 12 […]

Þenn­an lands­byggðarskatt verður að lækka

Útgerðarfyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um greiddu á síðasta fisk­veiðiári, sem lauk 1. sept­em­ber síðastliðinn, vel yfir einn millj­arð króna í veiðigjöld sem var nærri tvö­föld­un frá ár­inu á und­an. Það er íþyngj­andi og treysta verður að rík­is­stjórn og Alþingi standi við gef­in fyr­ir­heit um lækk­un þess­ara gjalda, seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Eyj­um í um­fjöll­un um mál […]

Veiðin er norðarlega í Smugunni 

Makrílvertíðin hefur gengið ágætlega hjá Ísfélagsskipunum sagði Eyþór Harðarsson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir, en sagði jafnframt að hún væri heldur frábrugðin vertíðum síðust ára. „Nú hefur makríllinn veiðst í minna magni á svæðinu út af austfjörðum og suður af þeim, en yfirleitt var hægt að ganga að honum vísum í nokkrar vikur […]

Ályktun stjórnar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda

Vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. (rafræn vöktun, eftirlit með vigtun, fjarstýrð loftför o.fl.) vill stjórn SFÚ koma eftirfarandi á framfæri. Umrætt frumvarp lýtur að því að fækka brotum á viðkomandi lögum. Brotin hafa eins og dæmin sanna aðallega snúið að tveimur þáttum; * Brottkast afla […]

Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríf­lega 86% af heild­arafla­marki nýs fisk­veiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyr­ir­tækja, sem er reynd­ar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyr­ir­tæki eða lögaðilar út­hlutað veii­heim­ild­um nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Í ár fær HB Grandi í Reykja­vík, líkt og í fyrra, mestu út­hlutað til sinna skipa […]

Mikill afli og ýsuveiðin aldrei meiri

Ágúsmánuður hefur svo sannarlega verið góður hjá Vestmannaey VE og Bergey VE en það er Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, sem gerir skipin út, segir í frétt á facebooksíðu Síldarvinnslunnar. Afli skipanna samtals í mánuðinum er 829 tonn af slægðum fiski en til samanburðar veiddu þau 661 tonn í fyrra. Heildarafli hvors skips á fiskveiðiárinu fer yfir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.