Ottó N. Þorláksson í nýrri heimahöfn

Toi Vido

Ottó N Þorláksson VE 5 nýtt skip Ísfélagsins sigldi í fyrsta sinn í heimahöfn í gær. Hann kom beint af veiðun og fór því strax í löndun. En að því loknu var hann til sýnis almenningi. Óskar Pétur kíkti við og smellti af nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan. Ottó er bolfiskskip sem var […]

„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu. „Makríllinn er mjög […]

Ottó kemur til hafnar á morgun fimmtudag

Nýtt skip Ísfélagsins Ottó N. Þorláksson VE-5 er væntanlegt á morgun, fimmtudag til hafnar í Vestmannaeyjum úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu Ísfélagsins. Að lokinni löndun verður skipið til sýnis fyrir áhugasama á milli kl. 14 og 16 og eru allir velkomnir. Ottó N. Þorláksson var síðast í eigu HB Granda og var smíðaður árið 1981 […]

10 milljarða múrinn rofinn hjá Vestmannaey VE

Vestmannaey VE kom úr sinni 44. veiðiferð á árinu sl. þriðjudagskvöld. Skipið var með fullfermi af ýsu og þorski eða um 70 tonn. Þessi veiðiferð var merkileg að því leyti að með henni fór aflaverðmæti skipsins yfir 10 milljarða múrinn en afli skipsins á þeim rúmlega 11 árum sem það hefur verið gert út er […]

Fyrsta makrílnum landað

Fyrsta makrílfarmur sumarsins var landað í dag og var það Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með hann. En Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan breytingar eru gerðar á skipi þeirra úti í Póllandi. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri sagði, í samtali við mbl.is að þeir hefðu veitt 160 tonn af makríl suður af Vestmannaeyjum […]

Nýtt skip í flota Ísfélagsins

Á þriðjudaginn var gengið frá frá af­hend­ingu ís­fisk­tog­ar­ans Ottó N. Þor­láks­son­ar til Ísfé­lags Vest­manna­eyja. Skipið mun halda nafni sínu áfram en ein­kenn­is­staf­ir þess verða VE-5. Í til­kynn­ingu frá HB Granda seg­ir að Ottó N. Þor­láks­son hafi verið far­sælt afla­skip, smíðað í Stál­vík í Garðabæ árið 1981. Skip­stjóri þess hef­ur verið Jó­hann­es Ell­ert Ei­ríks­son en hann tók […]

Rannsóknir á háhyrningum á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar

Í sumar verða rannsakendur háyrninga á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar með aðstöðu í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og hófst það árið 2008. Megintilgangurinn með því er að læra meira um háhyrninga og hlutverk þeirra í vistkerfi hafsins. Þetta er fyrst langtíma rannsóknin með það að markmiði að fylgjast með háyrningum við […]

Eigum við ekki að vinna saman?

Því er haldið fram, nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar að Eyjalistinn sé of hliðhollur meirihlutanum og sé honum sammála í einu og öllu. Sumir ganga meira að segja svo langt að telja bæjarfulltrúum okkar þetta til ámælis, þeir séu í raun einungis leppir fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn. Í raun er ekkert óeðlilegt við að þurfa […]

Í upphafi skal endinn skoða

Við getum að ég held öll verið ánægð með þá þjónustuaukningu sem náðst hefur í viðræðum Vestmannaeyjabæjar við ríkið. Auðvitað viljum við öll aukið þjónustustig og bættar samgöngur, það er í raun frekar sérstakt að það sé gefið í skyn, eins og ég hef lesið undanfarið að H-listinn sé á móti samgöngubótum. Ekkert er meira […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.