Skipulagsbreytingar við Ofanleiti auglýstar

Vestmannaeyjabær hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 við Ofanleiti, þar sem gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum athafnasvæðis AT-4, frístundabyggðar F-1 og landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæðið við Ofanleitisveg og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar á sama svæði. Tillögurnar eru unnar með umhverfismatsskýrslu sem liggur frammi með gögnunum. Breytingarnar […]

Sex umsagnir bárust um deiliskipulag við Rauðagerði

raudagerdi_deiliskipulag

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði nýverið um tillögu að deiliskipulagi við Rauðagerði. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 26. ágúst til 17. september 2025 í samræmi við skipulagslög. Alls bárust sex umsagnir vegna málsins sem teknar hafa verið saman og metnar í samantekt sem lögð var fyrir ráðið. Nýtt íbúðarhúsnæði á lóð Rauðagerðis Á lóðinni […]

Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna byggingarleyfis

20250710_092734-1024x576_2

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum. Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna […]

Breyta skipulagi vegna uppbyggingar hótels og baðlóns

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. skipulagslögum tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða. Þetta segir í auglýsingu um skipulagsmál sem birt er á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Breyting á aðalskipulagi gerir ráð fyrir […]

Fáanlegt efnismagn verði um 1,5 milljónir rúmmetrar

Haugasvaedi 20250113 105005

Efnisvinnslusvæði við Haugasvæði, umhverfismat og skipulag lá fyrir umhverfis- og skipulagsráði á síðasta fundi ráðsins. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi lagt fram erindi um að hafin verði vinna við umhverfismat skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagsbreytingar vegna nýs efnisvinnslusvæði á Haugasvæðinu. Síðastliðinn vetur fóru fram jarðvegsrannsóknir á […]

Fjögur lítil fjölbýlishús fyrir samtals 16-18 íbúðir

Raudagerdi Deiliskipulag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að kynna á vinnslustigi deiliskipulag við Rauðagerði í Vestmannaeyjum. Við Boðaslóð 8-10 starfaði áður starfaði leikskólinn Rauðagerði. Ákvörðun hefur verið tekin um að húsnæðið muni verða rifið og þess í stað gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Lóðin tilheyrir svæði þar sem er rótgróin íbúðarbyggð en svæðið er […]

Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi

20250710 092734

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi umsókn um byggingarleyfi á Búhamri 1, en áður hafði farið fram grenndarkynning. Það er fyrirtækið Skuggabyggð ehf. sem sótti um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 47,3 m². Undirskriftarlisti frá ellefu nágrönnum barst ráðinu þar sem byggingaráformunum er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur […]

Synjað um að breyta Alþýðuhúsi í fjölbýlishús

hoppudyna_0618_althyduh_lagf

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók á ný fyrir fyrirspurn um byggingu íbúðarhúsnæðis á Alþýðuhúsareitnum svokallaða við Skólaveg 21b. Sjá einnig: Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss? – Eyjafréttir Ráðið fól skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna erindisins og liggur umsögn Minjastofnunar nú fyrir. Fram kemur í bréfi Minjastofnunar að stofnunin mæli með því að húsinu verði […]

Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningar eldgossins

Vestmannaeyjabær auglýsir í dag á vefsíðu sinni skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. Þar segir m.a. að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi samþykkt í janúar sl. að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Eldfell, ásamt […]

Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss?

Althyduhus Tölvugert Nordurhlid

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja barst nýverið fyrirspurn frá Þresti B. Johnsen um breytingu á Alþýðuhúsi við Skólaveg 21b. í íbúðarhúsnæði ásamt breytingum á útliti hússins. Samkvæmt gögnum sem fylgja umsókninni er gert ráð fyrir fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem nýtir einnig lóð við Skólaveg 21c. Ráðið fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla umsagnar Minjastofnunar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.