Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum

IMG_0123

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur. Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. […]

Mennta- og barnamálaráðherra á menntaviku í dag

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun flytja ávarp við setningu Menntakviku kl. 14:30 í dag í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs HÍ við Hagatorg. Þar mun hann m.a. kynna og opna nýjan vef MEMM sem inniheldur safn af gagnlegum tækjum og tólum til stuðnings við skólasamfélagið fyrir móttöku barna af erlendum uppruna. Í haust hófst […]

Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi

FIV 20201012 173222

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Nýtt […]

Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi minnumst við mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti […]

Fatlaðir fá 27 kennslustundir – Eiga rétt á 37

„Skólafulltrúar, ráðherrar, þingmenn og bæjarstjóri klappa hver öðrum á bakið í Eyjafréttum í þessari viku vegna áherslu þeirra á „kveikjum neistann“ verkefninu. Á sama tíma hafa börn á verkdeild (fötluð börn eða með annan vanda) eingöngu fengið 27 kennslustundir á viku í mörg ár. Lágmarkið samkvæmt reglum er 37 tímar og fá jafnaldrar í skólanum […]

Menntaneistinn í Eyjum

Bjorn Bjarnason Bjorn Is

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]

Ótrúlega flottir krakkar í GRV

Skólastjórar GRV: – Kveikjum neistann verkefni sem virkar -Lykil að bættu skólakerfi er að finna í Vestmannaeyjum – Byggir á traustum vísindum – Betri mælitæki og eftirfylgni – Lestur mikilvægur – Lesskilningur yfir 90 prósent – Hafa meiri trú á sér – Seigla og vilji til að gera vel  Nú eru tímamót þegar fjórði bekkur […]

Lykil að lausninni er að finna í Vestmannaeyjum

Menntakerfi í basli – Hrakleg útkoma í Pisakönnunum – Verri líðan Er íslenska skólakerfið komið að fótum fram? Þannig er umræðan á Íslandi í ágúst 2025 þegar skólabjallan glymur í eyrum tuga þúsunda nemenda á öllum skólastigum. Flestir eru sammála um að margt þurfi að bæta en svo rennur umræðan sitt skeið. Allt í blóma þangað til […]

Sigurlínu þökkuð vel unnin störf

„Nýtt starfsfólk hefur komið inn í okkar öfluga starfsmannahóp í Barnaskólanum. Amalía Petra verður í hópi tungumálakennara á unglingastigi, Birgit Ósk Bjartmarz verður umsjónarkennari í 7. bekk, Guðríður Jónsdóttir verður umsjónarkennari í 8. bekk, Jóhanna Alfreðsdóttir verður kennari í stoðþjónustu skólans og svo mun Elínborg Eir fylgja verðandi 5. bekk yfir í Barnaskólann. Við bjóðum þessa kennara […]

Grunnskólinn settur – Kveikjum neistann megin stefið

Nemendur í Grunnskóla Vestmmannaeyja eru samtals 534 og kennarar og annað starfsfólk telur 122, samtals 656 sem gerir Grunnskólann að særsta vinnustað í Vestmannaeyjum. Þar af eru í Hamarsskóla 180 nemendur og starfsmannafjöldi 52. Þar eru 52 nemendur og 14 starfsmenn á fimm ára deildinni og 74 nemendur og tíu starfsmenn á frístund. Í Barnaskólanum eru 354 nemendur og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.